Dagrenning - 01.08.1958, Side 4
ríkja, sem fögnuðu frelsi sínu og fullveldi jafnheitt — eða kannske heitar
— en við íslendingar haustið 1918 — fyrir fjörutíu árum? Eru þau ekki
aftur orðin ánauðug? Hefir ekki blómi þeirra þjóða verið „herleiddur“
til framandi landa og hnepptur þar í þrældóm, eins og á dögum Assyríu
og Babyloníukonunga fyrir 2000 til 3000 árum?
Á æskuárum mínum var tæpast til ótti í hugum almennings. Þá hafði
allt gengið sinn vanagang, breytingalítið, allt frá landnámstíð. Engir
vegir, engar vélar, léleg hýbýli, frumstæðir atvinnuvegir, engar borgir,
ekkert rafmagn, enginn sími, engin nútímaþægindi. Allir þurftu að vinna
fyrir sér, vinnudagurinn var langur og launin lág. En menn lifðu þá
óttalausir.
En hvernig er þetta nú? Allir eru hræddir. Hræddir við hvað? Hræddir
við allt. Hræðslan er sezt í öndvegið og er orðin ráðandi máttur í þjóð-
félögunum og milli þeirra. Þjóðirnar vígbúast af ofurkappi — af hræðslu
hver við aðra. Menn búast við heimsstyrjöld á hverju ári — jafnvel
hverjum mánuði. Nerú sagði 1954 að heimsstyrjöld hefði verið afstýrt
fjórum sinnum á því eina ári. Þjóðirnar eru hræddar um markaði fyrir
framleiðslu sína. Ef stjórnarskipti verða í einhverju landi, getur það
þýtt markaðstap fyrir riki, sem áratugum saman hafa selt þangað fram-
leiðslu sína, Menn eru þó orðnir hræddastir við vísindin, sem nú eru
komin á það stig, að þau geta tortímt öllu lífi á hnettinum á örskömm-
um tíma.
Þjóðfélgsstéttirnar eru hræddar hver við aðra og hver stéttarfélags-
meðlimur er hræddur við forustumenn félags síns og forustumennirnir
eru hræddir við félagsmennina. Ríkisstjórnirnar eru hræddar við fólkið
og fólkið er hrætt við þær. Og þetta er næsta eðlilegt. Þjóðfélögin eru
skipt upp í ræningjaflokka, sem kalla sig ýmsum fallegum nöfnum, en
eiga það sameiginlegt, að ræna þann hluta þjóðarinnar, sem í hinum
flokkunum er, en hlaða undir sig og sína gæðinga. Hver sá, sem dirfist
að rísa gegn ræningjaflokkunum, er svívirtur, ofsóttur og ósjaldan hrein-
lega drepinn, eins og ótal dæmi sýna. Af þessu leiðir deyfð og hræðslu
meðal fólksins. Áróðursvélar og eftirlitskerfi ræningjaflokkanna er svo
fullkomið og máttugt, að enginn einstaklingur fær forðað sér undan refsi-
vendi þeirra, ef hann „brýtur af sér“ gagnvart „flokknum“, sem er guð
þessa fólks.
I kjölfar hræðslunnar siglir ógnarstjórnin: manndráp, fangelsanir, út-
legð. Hartnær þúsund milljónir jarðarbúa — eða helmingur þeirra —
lifir nú undir ógnarstjórn, sem sífellt breiðist út til fleiri og fleiri landa.
Og í mörgum lýðræðislöndum er „terrórinn“ nú að halda innreið sína.
Hann er þar að vísu enn á „frumstigi“ í þeim skilningi, að hann er
2 DAGRENNING