Dagrenning - 01.08.1958, Side 12
r------------------------------------------------------------------------------\
verið fullvissir, og vafalaust siglir ný heimsstyrjöld í kjölfar þeirra fyrr
eða síðar.
Stjórnmálaflokkarnir í Frakklandi geta engum öðrum um kennt en
sjálfum sér, hvernig komið er þar í landi. Eftir síðustu styrjöld lofuðu þeir
jjjóðinni j>ví, að setja henni nýja stjórnarskrá, en þeir hafa vanefnt J)að.
Astandið þar er alveg eins og hér, hver flokkur hugsar aðeins um sinn
stundarhag, en enginn hugsar lengra fram og um þjóðarhag. Mörgu er lof-
að, en allt er það svikið eða vanefnt. Frakkland og ísland eru líkust lönd
í Evrópu um stjórnarfar, j)ví að í báðum er „höfuðlaust lýðræði“. Finnland
siglir nú einnig hraðbyri til sömu skipulagshátta. Vanefndir og svik hinna
pólitísku flokka urðu til Jjess, að hin „óánægðu“ öfl sameinuðust til sókn-
ar gegn hinu sívaxandi upplausnar ástandi, og náðu að lokum svo miklum
ítökum í hernum í Alsír, að j)eim tókst að neyða þingið til að afnema
sjálft sig. De Gaulle liefur tekizt þann vanda á liendur, að reyna að bjarga
Frakklandi, en sáralitlar líkur eru til að j)að takist, nema fljótlega brjótist
út heimsstyrjöld eða aðrir atburðir gerist, sem þjappa j)jóðinni saman af
})ví að líf hennar er í veði. Það er mjög svo athyglisvert, að Rússar hafa
tekið vel valdatöku de Gaulles, þó að hann sé talinn mesti fjandmaður
franskra kommúnista, og þeir geri allt til að spilla starfi hans. Svo var það
og í Þýzkalandi á dögum Hitlers, en samt var síðustu heimsstyrjöld hleypt
af stað með vináttusamningi Hitlers og Stalíns.
Frakkland er orðið })reytt á hinni furðulegu pólitík Bandaríkjanna. I
Frakklandi hafa menn enn ekki gleymt rítingsstungu Bandaríkjanna við
Súes 1956. Frakkar sjá einnig, hvernig Bandaríkin, í skjóli hinna Sam-
einuðu j)jóða, hafa leikið Holland. í Frakklandi vita menn vel, að Banda-
ríkin standa ekki með Frökkum í Alsírdeilunni og að þau mundu ekki
rétta út litla fingur })ó að Frakkland yrði á einni nóttu svipt allri aðstöðu
og eignum í Afríku.
Slík er pólitík hinna vestrænu ríkja innbyrðis. Allt tal um frelsi, bræðra-
lag og vináttu er nánast innantómt kjaftæði í veizlum og á mannfundum,
en verkin sýna merkin, })egar til alvörunnar kemur. Það er lítill vandi að
hjálpa „undirokuðum J)jóðum“ á kostnað Frakka, Breta og Hollendinga,
en halda að sér höndum, þegar Rússar eiga hlut að máli og bera því við,
að þá sé ekkert hægt að gera nema heimsstyrjöld hljótist af. Þá er látið
nægja að „mótmæla“, en ekkert gert. Smáj)jóðunum lofað að blæða út
hverri af annarri. Ungverjaland er j)ar eitt síðasta — en ekki einasta —
dæmið.
Hvað hyggjast þeir fyrir, sem standa að uppreisninni í Frakklandi? Það
er ekki de Gaulle, sem hefur skipulagt hana og stjórnað henni. Fyrir hon-
V_____________________________________________________________________________J
10 DAGRENNING