Dagrenning - 01.08.1958, Page 29

Dagrenning - 01.08.1958, Page 29
sonurinn". Einnig er oss sagt, að í hinni miklu orustu aldanna, sem háð mun verða, Harmagedon (Op. 17. 14), muni dýrið og hersveitir þess heyja stríð við lambið (Krist), og þar eð þeir halda að Jesús sé ekki Guð, heldur að- eins maður, gera þeir ráð fyrir að allt fari fram eins og við dauðlegan mann væri barizt. Enn fremur fullyrða margir mætir prestar, að Kristur hafi verið Gyðing- ur, og gefa fólki þannig ranga hugmynd um, hver hann var í raun og veru. Hefði Jesús verið Gyðingur og Gyðinga- blóð runnið í æðum hans, væri fjarri öllum sanni að hann hefði getað frið- þægt fyrir syndir með blóði sínu, því að blóð hans væri þá engu æðra en blóð annarra manna. Engin persóna veldur eins miklum árekstrum í hugum manna nú á dögum og Jesús Kristur. Hafi hann aðeins ver- ið maður, hvers vegna þá allar þessar þrætur? Sé hann öðrum miklum trúar- leiðtogum heimsins engu fremri, hvers vegna er hann þá tignaður og tilbeðinn sem sonur Guðs af mestu menningar- þjóðum heimsins — þjóðum, sem hafa búið sér betri lífskjör og meiri þæg- indi en nokkrar aðrar fyrr eða síðar og eru forustuþjóðir heimsins? Guðir annarra þjóða, sem játað hafa önnur trúarbrögð um árþúsundir, hafa ekki veitt þeim sambærileg lífskjör. Jesús hefir breytt lífi einstaklinga, sem sokknir voru niður í hyldýpi synd- arinnar, umskapað þá og gert þá að nýtum þjóðfélagsþegnum. Milljónir manna hafa dáið, óhræddir við dauðann, fullvissir um góða heimkomu. Hvernig á að skýra þetta, ef Jesús hefir aðeins verið maður með venjulegt mannsblóð í æðum? Biblían segir berum orðum að Jesús hafi engan jarðneskan föður átt, en Guð hafi verið faðir hans. Þessi yfir- lýsing hans sjálfs olli því, að Gyðingar tóku hann af lífi. Þegar Jesús sagði, að Guð væri faðir sinn, þýddi það líka, að hann væri jafningi Guðs. Því gátu hinir vantrúuðu Gyðingar á hans dög- um ekki trúað, og þeir trúa því jafnvel ekki enn í dag. Margir nútímamenn vilja skipa Jesú á bekk með öðrum miklum trúarleið- togum, en þeir telja hann þeim í engu fremri, og þeir játa, að hann hafi verið mikill spámaður. En sökum þess, að þeir trúa ekki því, sem Biblían segir, geta þeir ekki viðurkennt Jesúm sem Guðs- soninn. Jesús var vissulega spámaður og sagði fyrir marga hluti, sem nú eru að koma fram hér á jörðu, en hann var meira en spámaður, því að hann hefir vakið réttlætisvitund fleiri manna en nokkur annar, sem lifað hefir á þessari jörð. Hver var Jesús þá? Ef Gyðingablóð rann ekki í æðum hans, hvaða tegund blóðs var það þá? í þriðju Mósebók, 17. kap., 11. v., segir: „Líf líkamans er í blóöinu.“ Þessi setning sannar, að þaðan, sem blóðið er komið, er líf þeirrar veru einnig komið. Lífið er í blóðrásinni, en holdið er líflaust. Það er dautt án blóðsins. Þegar manni blæðir út, deyr hann af blóðleysi. í 7. kap. Jesaja, 14. v., stendur skrifað: „Sjá yngismær verður þunguð og fæðir son og lætur hann heita Imman- úel.“ Orðið Immanúel þýðir: Guð er með oss. Oss er sagt, að yngismær myndi þunguð verða, og í því felst að hún DAGRENNING 27

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.