Dagrenning - 01.08.1958, Síða 41
„ísrael var ekki týndur á hans (þ. e.
Krists) dögum, heldur bjó í bæjum og
þorpum Palestínu."
Til sönnunar máli sínu notar höf. þessa
tilvitnun í II. Kronikubók: „Og í borg-
um Manasse og Efraims og Símons og
allt til Naftalí, allt um kring í eyði-
borgum þeirra, reif hann (þ. e. Jósía
konungur í Júda) niður ölturin, mölv-
aði og muldi niður asérurnar og skurð-
goðin og hjó sundur sólsúlurnar í öllu
Israelslandi.“
Jósía var konungur í Júdaríki 638
—607, eða aðeins 32 árum eftir að
ísrael var herleiddur til Assyríu, og þó
segir þarna, að Jósía framkvæmdi þess-
ar aðgerðir „allt um kring í eyðiborg-
um þeirra“. Hvernig gátu þessar borgir
verið í „eyði“, ef allur almúginn var
þar eftir skilinn? Mundi Reykjavík
verða talin í eyði, þó að yfirstéttin hér
og e. t. v. einhverjir menntamenn og
fjölskyldur þeirra væru fluttar burtu?
Áreiðanlega ekki.
Jósía framkvæmdi verk sín í „eyði-
borgum" Ísraelsríkis. Hann hefir farið
um landið, sem nú var mestmegnis í
eyði, til þess að brjóta niður guða-
líkneskjur Israels og til þess að reyna
að treysta sambandið við þær litlu leif-
ar, sem eftir hafa verið og aðallega
hafa verið í sveitunum. Þetta sannar
því ekkert annað en það, sem vér höf-
um ávallt haldið fram, að allur þorri
landsbúa hafi verið fluttur burtu, en
aðeins litlar leifar fólks, sem ekki var
ferðafært, hafi verið skildar eftir. Hjá
því fólki safna sendimenn konungs
þeim fjármunum, sem þeir koma með,
til þess að gera við musterið í Jerú-
salem. Hér er því ekkert rangt í Biblí-
unni og frásögnin samrýmist í öllu því,
sem vér höfum haldið fram.
NOTKUN ORÐANNA
JÚDA OG ÍSRAEL.
Þá reynir höf. á nokkrum stöðum að
villa um fyrir fólki með því að reyna
að láta líta svo út sem einhver mótsögn
felist í því, að nota jöfnum höndum
orðin Gyðingar og ísraelsmenn, eins og
gert er í Nýja testamentinu og sumum
bókum Gamla testamentisins. Það er
auðvitað langt frá því að svo sé. Gyð-
ingar þeir, sem eru af Júda-, Benja-
míns- og Levíættkvísl, eru auðvitað
ísraelsmenn. Allir afkomendur hinna
tólf ættkvísla Israels eru Israelsmenn,
alveg eins og menn úr öllum sýslum og
kaupstöðum Islands eru íslendingar.
Það er ekkert rangt við það að ávarpa
t. d. Reykvíkinga eða Akureyringa með
ávarpinu: Góðir íslendingar! Þeir eru
íslendingar, þó að þeir séu líka Akur-
eyringar eða Reykvíkingar. Það er þess
vegna engin sönnun fyrir málstað höf-
undar, þó að bæði Jesús sjálfur og
postularnir noti oft orðið Israel eða
Israelsmenn um Gyðingana, því að eng-
inn efar að Júda og Benjamín séu
báðir Ísraelsættkvíslir og því fullkom-
lega réttmætt að nota það ávarpsorð
um þá. Það hefir heldur aldrei verið
véfengt af neinum, sem með viti hafa
rætt eða ritað um þetta mál, að fáeinir
einstaklingar af öllum ættkvíslunum
hafa verið í Júdaríki bæði fyrir og eftir
herleiðinguna, eins og m. a. sést af því,
að á dögum Jesú býr þekkt spákona,
Anna Fanúelsdóttir af Asersætt, í Jerú-
salem og kemur við sögu hans þar. Það
býr líka þekkt „spákona" frá Siglufirði
hér í Reykjavík, og dettur þó engum í
hug að halda því fram í alvöru, að allir
Siglfirðingar séu þar með búsettir í
Reykjavík.
DAGRENNING 39