Dagrenning - 01.08.1958, Side 21

Dagrenning - 01.08.1958, Side 21
---------------------------------------------------------------------------- ekki aftur upp. „Fóstursonur Bandaríkjanna“, en svo er Nasser Egypta- landsforseti rétt nefndur, er sá hjálparkokkur, sem bezt hefur dugað Rúss- um á þessum slóðum. Hann er „vinur vina sinna og óvinur óvina sinna“, eins og hann segir sjálfur. Pólitík Bandaríkjanna hefur verið sú, að styðja „þjóðernisstefnu Araba- ríkjanna“, sem svo er nefnd. Sú stefna beindist að því að bola Bretum og Frökkum alls staðar úr áhrifaaðstöðu í nálægum Austurlöndum. Þeir ráku Breta frá Palestínu með því að styðja Gyðinga gegn Aröbum. Þeir ráku Breta frá Súez með því að styðja Nesser til að rjúfa alþjóðasamninga um Súezskurðinn. Þeir ráku Breta frá Jórdaníu með því að sjá um að amerísk- ir dollarar kæmu frá Saudi-Arabíu og Egyptalandi í stað fjárhagsaðstoðar þeirrai', sem Bretar greiddu Jórdaníu fyrir að fá að hafa herstöð í land- inu. Þessi hefur verið stefna Bandaríkjanna gagnvart Bretum og hún end- aði með rítingsstungunni við Súez, þegar Eden gerði síðustu tilraunina til að bjarga vestrænni menningu undan villidýrsæði austræns þjóðremb- ings og kommúnisma. Arangur þessarar stefnu gat ekki orðið nema einn — sá að allar vest- rænar þjóðir sneru baki við Bandaríkjunum. Svo er nú líka komið. Frakkland hyggst ekki treysta meira á samstarf við Bandaríkin, og Bret- ar fara sömu leið, nema algjör stefnubreyting verði hjá Bandaríkjunum. ★ Tímaritið, sem ég áðan minntist á, segir einnig um borgarastyrjöld- ina í Libanon: „Yfirstandandi atburðir í Libanon eru aðeins ein hliðin á hinni fyrirhuguðu árásarherferð Rússa í Mið-Austurlöndum. Þó að Libanon sé nú fómardýrið er lokamarkmiðið ísrael, en tími þess er enn ekki kom- inn. Libanon hefur verið valið vegna hinnar hemaðarlega þýðingarmiklu legu landsins, því að það er eins og opnar dyr fyrir Vesturveldin til að ganga inn um, til íhlutunar á þessum slóðum, þegar þar að kemur, sem sennilega verður ekki fyrr en lokaárásin hefst á ísrael.“ Þessi ummæli eru merkileg. Ekki sízt vegna þess, að höfundur þeirra byggir þau ekki á spádómum Ritningarinnar, heldur dregur ályktanir sínar af stjómmálaviðhorfinu eins og það er nú. Höfundurinn gerir ekki ráð fyrir því að Bandaríkin grípi inn í gang málanna í Libanon, heldur að daufheyrzt verði við beiðni þess, eins og líka var greinilega ætlunin. Hann gerði ekki ráð fyrir atburðunum í írak svo skjótt og með þeim hætti, sem raun verð á, og þeirri breytingu, sem þeir höfðu á afstöðu Bandaríkjanna. Hinn glöggskyggni gieinarhöfundur heldur áfram: >._________________________________________________________________________> DAGRENNING 19

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.