Dagrenning - 01.08.1958, Side 13
um vakir það eitt að bjarga Frakklandi frá hruni. Skoðun hans á sjálfum
sér og hlutverki sínu kemur vel fram í eftirfarandi gamansögu:
Þegar franska þingið var að ræða það, að fela de Gaulle alræðisvald,
en hafði enn ekki hætt störfum, reis einn þingmaður jafnaðarmanna upp
og réðist harkalega á de Gaulle og líkti honum við Robespierre, byltingafor-
ingjann fræga og manndráparann úr frönsku stjómarbyltingunni 1789—
1793. De Gaulle vék sér þá að Mollet, einum aðalforingja jafnaðarmanna,
og sagði: „Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt — ég sem hélt að ég væri
annaðhvort Napóleon eða Mærin frá Orleans.“
Það, sem nú vakir fyrir de Gaulle, virðist ekki vera ólíkt því, sem
vakti fyrir Mussolini á sínum tíma á Ítalíu, J>ó }>ar sé einnig ólíku saman
að jafna. Nú er stormahlé í Frakklandi. Með haustinu hvessir á ný. Stjórn-
málaflokkamir munu hafa í huga að ná sér niðri á de Gaulle og „fasist-
unum“, sem J>eir svo kalla, sem hafa lyft honum til valda. Er þá hættan
mest á samstarfi jafnaðarmanna og kommúnista, sem vel gæti þá leitt til
blóðugrar borgarastyrjaldar við hægri flokkana og herinn. Hins vegar
munu „velferðarnefndirnar“, sem styðjast við herinn, ekki hafa í hyggju
að sleppa J>eirri aðstöðu og völdum, sem J>ær hafa náð. Urslitum borgara-
styrjaldarinnar í Frakklandi hefur því verið frestað um sinn, en hún
mun brjótast út síðar, nema de Gaulle reynist Frakklandi ný „mær frá
Orleans", eða þeir atburðir aðrir gerist við Miðjarðarhaf eða annars
staðar, sem breyta öllum gangi mála þar.
Það, sem nú hefur gerzt í Frakklandi, ætti að geta orðið lærdómsríkt
fyrir önnur svonefnd lýðræðisríki. Lýðræðið, — þ. e. hið höfuðlausa
lýðræðisform — hefur beðið }>ar skipbrot og ógnar nú tilveru þjóðar-
innar. Hið höfuðlausa lýðræði hóf göngu sína í Frakklandi og því er
eðlilegast að það endi fvrst J>ar. Sú J>róun, sem orðið hefur í skipu-
lagsháttum þeirra J>jóða, sem hafa lýðræðisskipulag, er líka slík, að hún
leiðir til stórkostlegrar J>jóðfélagsspillingar og að lokum til stjómarfars-
legrar glötunar, ef ekki er að gert í tíma. Þannig er nú komið í Frakklandi
— og víðar.
Atburðimir í Frakklandi benda til þess að nú sé að ljúka ákveðnu tíma-
bili í þróunarsögu hinna demokratisku skipulagshátta. Það hlýtur líka
hver heilvita maður að sjá, að hvorki smárri né stórri }>jóð — og því síður
}>jóðahópi — verður til langframa stjórnað með þeim hætti að leyfa hálf-
gildings bófaflokkum að kaupa upp atkvæði ábyrgðarlauss múgs, sem auk
þess er villt um fyrir með öllum hugsanlegum hætti, áður en hann greiðir
atkvæði sitt. Hér við bætist svo einnig, að í hverju frjálsu ríki hefur nú
kommúnistískt herveldi komið sér upp flokkum og margs konar öðrum
verkfærum í J>eim tilgangi að sýkja, og eyðileggja að lokum alveg, lýðræð-
v __________________________________________________________________________________-
DAGRENNING H