Dagrenning - 01.08.1958, Side 9
r-
s
máli sínu eða sinna, og þeiui vil ég sérstaklega biðja allrar blessunar.
Mér á annars enginn neitt að þakka í þeim efnum. Ef eithvað hefir á
unnizt, ber að þakka það Guði, því að það er hann, sem ávöxtinn gefur
í þessu sem öðru.
Mér þykir rétt að láta mynd af mér — tekna á sextugsafmælinu —
fylgja þessum lítilfjörlegu afmælishugleiðingum. Það er líka bezt að
mynd af mér, eins og ég nú er, geymist í Dagrenningu, og það er ekki
seinna vænna, þar sem hún hættir nú að koma út um næstu áramót. Þeir
eru og margir, kaupendur Dagrenningar, sem ég aldrei hefi hitt persónu-
lega. Þeim sendi ég nú alveg sérstaklega kveðju mína og þakka þeim
tryggð við Dagrenningu og málstað hennar. Þegar myndin fylgir, eiga
þeir ef til vill hægara með að gera sér grein fyrir hinum misvitra ritstjóra
Dagrenningar, sem þeir hafa lesið svo margt eftir þessi ár, sem. hún hefir
komið út.
Mér er ánægja að því nú, þegar aldurinn færist yfir, að sjá sumt af
því sem ég hefi verið með í að gróðursetja í íslenzku þjóðlífi, bera ávöxt
og verða til góðs. Meðal þess er það starf, sem ég hefi síðustu tíu árin
lagt í að vinna gegn áfengisbölinu, sem nú er áreiðanlega mesta og örðug-
asta viðfangsefni þjóðarinnar, en er bæði of lítið sinnt og ekki heldur
sinnt á réttan hátt. Áfengisbölið er þjóðfélagsvandamál, sem snertir
meira og minna hverja einustu fjölskyldu í landinu, og þarf því að taka
miklu fastari tökum en gert hefir verið til þessa. Ég vildi gjarnan verja
þeim árum, sem eftir eru, til þess að vinna því máli það gagn, sem ég
get, því að það böl þarf enginn að skýra fyrir mér. Og með því starfi
finnst mér ég vera að borga skuld, — skuldina við Hann, sem rétti mér
hjálparhönd, þegar ömurleg endalok virtust óumflýjanleg. Sú skuld verð-
ur auðvitað aldrei greidd, en viðleitni til þess má þó sýna, meðan enn er
vinnuljóst.
Guð launi ykkur öllum, sem minntust mín, hlýhug ykkar og vinsemd
og blessi ykkur ókomin ár.
Reykjavík, í júní 1958.
DAGRENNING 7