Dagrenning - 01.08.1958, Side 40
ATHÝGLISVERÐ
ÚTVÁRPSFRÉTT.
Fyrir fáum dögum var sögð athyglis-
verð frétt í útvarpinu, sem varpar
nokkru Ijósi á það mál, sem hér er til
umræðu. Fréttin var á þá leið, að tveir
af ráðherrunum í stjórn Ben Gurions
í ísrael hefðu sagt af sér vegna ágrein-
ings um það, hverjir skyldu taldir Gyð-
ingar'og hverjir ekki. Ráðherrar þessir
voru í fréttinni kallaðir „bókstafstrú-
armehn", og var auðheyrt á öllu, að
fréttamönnum útvarpsins þóttu ráð-
herrar þessir furðulegustu heimskingj-
ar, að fara að segja af sér ráðherra-
dómi vegna slíkra smámuna.
Það mun rétt, að slíkt gæti varla
komið fyrir á Islandi, nema helzt hjá
kommúnistum — ef það getur þá leng-
ur gerzt hjá þeim. — En í augum
þéirra, sem eitthvað skilja í þessum
málum, er hér ekki um neinn smávegis
ágreining að ræða.
Þó að fréttin væri óljós hjá útvarp-
inu og hennar væri ekki getið í neinu
dagblaðanna í Reykjavík, mátti það af
henni ráða, að hér væri um að ræða
grúndvallarágreininginn milli hins póli-
tíska og hins trúarlega zionisma. Sam-
kvæmt Móselögum, sem Gyðingar eiga
að fylgja, er enginn réttborinn Israels-
maður nema hann sé fæddur af for-
eldri, sem er af Israelsættkvísl eða for-
eldrar hans séu útlendingar, sem tekið
hafa trú Gyðinga og hafa dvalizt til-
tekinn tíma með þjóðinni. Hinir tveir
ísraelsku ráðherrar kröfðust þess, að
þessi ákvæði yrðu haldin, en Ben Gurion
og meirihluti stjórnarinnar (og þings-
ins) með honum, vildu ekki binda sig
við þessi ákvæði, heldur telja hvern
þann Israelsmann, sem fæddur væri
innan takmarka Israelsríkis, þó að for-
eldrarnir uppfylltu ekki þessi skilyrði
Móselaga.
Fyrir hinum pólitísku zionistum —
en einna fremstur í þeirra flokki nú
er David Ben-Gurion forsætisráðherra
— vakir það ekki fyrst og fremst, að
endurreisa hinn forna ísrael, heldur að
skapa nútíma Gyðingaríki, sem geti lát-
ið til sín taka á alþjóðavettvangi.
Ágreiningurinn var því milli þeirra,
sem vildu fylgja lögmáli Riningarinn-
ar, og hinna, sem vilja brjóta það.
Þetta dæmi sýnir vel, að enn er mikill
ágreiningur meðal Gyðinga sjálfra um
þetta grundvallaratriði, sem öll tilvera
Israelsríkis byggist á í framtíðinni.
ERU ÍSRAELSMENN TÝNDIR?
Svo að kalla allur fyrri hluti greinar
S. T. um Júda og ísrael gengur út á
það, að reyna að hrekja þá skoðun, að
ísrael — hinar tíu ættkvíslir — hafi
„týnzt“, og færir sem rök fyrir því að
mikill hluti þeirra — allt „almúgafólk
landsins" — hafi verið skilið eftir, þeg-
ar herleiðingin átti sér stað og því
aldrei farið úr landinu. Það sé og
ósannað mál, að ekki hafi verulegur
hluti þess, sem herleitt var úr ísraels-
ríki, komið aftur með Esra og Nehemia.
Hann heldur því þannig fram, þvert
ofan í frásögn Biblíunnar, að fólkið
hafi ekki verið flutt burt úr Norður-
ríkinu, — og að það, sem flutt var burt,
hafi komið aftur. Þannig hafi allar hin-
ar tólf ættkvíslir ísraels verið í Pale-
stínu á Krists dögum, þó að þær væru
þá kallaðar Gyðingar (stundum raunar
ísrael) og að það séu þær, sem nú flytja
til Palestínu aftur undir nafninu Gyð-
inar, sbr. þessi ummæli í grein hans:
38 DAGRENNING