Dagrenning - 01.08.1958, Side 27

Dagrenning - 01.08.1958, Side 27
Merkileá skýriné á keimin^unni um MóS Krists -----------------------------------------------------------------------------------------------------------N Því að þér vitið, að þér eruð eigi Ieystir raeð forgengilegum hlutum, silfri eða guili, frá fánýtri hegðun yðar, er þcr höfðuð að erfðum tekið frá feðrum yðar, heldur með 'lýrmætu’ blóði Krists, eins og lýtalauss og óflekkaðs lambs." (I. Pét. 1. 18.-19.) V----------------------------------------------------------------------------------------------------------« Það eru áreiðanlega margir fleiri en ég, sem hafa átt í miklum erfiðleikum með að átta sig á kenningunni um ,,blóð Krists“, sem svo mjög bar á fyrr- um í hinni lúthersku kirkju (og líklega einnig í katólskri kirkju), en er nú að mestu leyti horfin, nema hjá sumum sértrúarflokkum. Á síðustu öld hefir sú skoðun rutt sér meira og meira til rúms innan kirkj- unnar, að Jesús frá Nazaret hafi verið einn af mörgum trúarleiðtogum, merki- legur maður um marga hluti, spámað- ur mikill að sinnar aldar hætti, bráð- snjall ræðumaður og frábær kennari, og að hann hafi e. t. v. verið „Guðs sonur“ í „andlegum“ skilningi, þannig að „andi Guðs“ hafi „tekið sér bústað í honum“, t. d. í skírninni, en hitt sé fráleitt, að hann hafi verið „getinn af Guði“ eða „eingetinn“, eins og það er kallað. Slíkar hugmyndir, segja menn, samrýmast ekki lengur „vísindum vorra tíma“, og því sé þar um að ræða „gaml- ar, úrelar hugmyndir“ frá þeim tim- um, er menn stóðu á „lægra menning- arstigi“ en nú gerist. Þessar kenningar, og fleiri sama eðlis, eiga allar uppruna sinn í hinni svokölluðu „ný-guðfræði“, sem hefir þann tilgang innst inni að eyðileggja guðdóm Krists í hugum almennings, og skipa honum á bekk með öðrum trúar- bragðahöfundum, svo sem Múhamed, Konfúsíusi, Búdda, Zoroaster og öðr- um venjulegum mönnum. En með því er grundvellinum alveg kippt undan kristindóminum, sem byggir á því, að Jesús Kristur hafi sjálfur verið Guð, holdi klæddur, og hann hafi með dauða sínum og upprisu sannað að svo var, enda séu frelsunarverk hans öllum aug- Ijós, í lífi einstaklinga og þjóða, sem á hann hafa trúað. Villuvísindi vorra tíma stefna markvisst að því að útrýma Guði, og þar með auðvitað trúarhugmyndum manna um Guð, en setja í staðinn trú á manninn og vísindin. Sönn vísindi og heimskuvísindi má þekkja í sundur á því — þó að oft séu þau lík á yfirborð- inu —, að sönn vísindi rekast aldrei á sanna trú og eru aldrei gagnstæð Guðs orði — Biblíunni —, en heimskuvísindi DAGRENNING 25

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.