Dagrenning - 01.08.1958, Síða 33

Dagrenning - 01.08.1958, Síða 33
Freslunin kom fyrir Júda, en ekki frá Júda. Á þessu tvennu er regin mun- ur. Jesús kom til Júda, var tekinn þar af lífi og úthellti þar blóði sínu, og synd- ugum heimi er boðið þetta blóð til frels- unar. En frelsunin er frá Guði. Nú spyr ég yður, sem trúið á Jesúm Krist: Var það Gyðingur, sem endur- leysti yður? í Postulasögunni, 20. kap., 28. v., stendur skrifað: „Hafið gát á sjálfum yður og állri hjörðinni, þar sem Heilagur andi setti yður biskupa, til þess að gæta safnaðar Guðs, sem hann hefir aflað sér með sínu eigin blóði.“ Var þá endurlausn yðar framkvæmd með blóði Gyðings eða með dýrmætu blóði Guðssonarins, sem tók sér bústað í mannlegum líkama? Ég spyr yður: Var Jesús Gyðingur? Þetta eru hlutir, sem vér ættum að hug- leiða, því að hafi blóð hans ekki verið blóð Guðssonarins, höfum vér enga end- urlausn fengið frá syndum vorum. En hafi Guð verið faðir hans, höfum vér fengið fyrirgefningu fyrir blóð hans.“ V Til kaupenda Dagrenningar. Vegna annríkis og annarra ástæðna varð að haga því svo, að júní- og ágústheftin kæmu saman að þessu sinni, og eru kaupendur beðnir afsökunar á þeirri bið, sem þeir með þessu hafa orðið fyrir. Þegar ég ákvað að Dagrenning kæmi út áfram, gerði ég ráð fyrir nokkurri lijálp við út- gáfu hennar, en hún hefir því miður brugðizt, svo að ég verð enn einn að sjá um hana að öllu leyti. Veldur þetta m. a. því, að útkoma júníheftisins varð ekki á réttum tíma. Sennilegt er að síðustu tvö heftin, október- og desember- heftin, komi einnig saman í nóvemberlok eða desember- byrjun, og verður það væntanlega síðasta hefti, sem út kemur af Dagrenningu. Reykjavík, 1. ágúst 1958. Jónas Guðmundsson. DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.