Dagrenning - 01.08.1958, Side 43

Dagrenning - 01.08.1958, Side 43
ingar standi kristnum mönnum nærri um trúarskoðanir. Þetta er mikill mis- skilningur. Gyðingar bæði hata og fyrirlíta kristna menn og vilja ekkert hafa sam- an við þá að sælda, og þeir hafna al- gjörlega þeirri grundvallarskoðun krist- indómsins, að Jesús frá Nazaret hafi verið Kristur. Kristindóminum er því vafasamur ávinningur að afstöðu „Kristilegs vikublaðs“ í þessu máli, auk þess sem hvorki sannleika né réttlæti er vitni borið í hinum umræddu grein- um þess, er nefnast þó „Sannleikurinn um Júda og ísrael“, en ættu að heita hið gagnstæða. HVERJIR ERU HINIR TÝNDU SAUÐIR AF HÚSI ÍSRAELS? Þó að þetta sé nú orðið alllangt mál, eru í grein þessari enn tvö atriði, sem rétt er að vikja að nokkrum orðum. Annað þeirra er staðhæfing höf. í sam- bandi við ummæli Krists um hina „týndu sauði af húsi ísraels". Rétt er að taka þau ummæli höf. hér orðrétt upp. Hann segir: „Eftir að Jesú hafði valið sér 12 læri- sveina, sendi hann þá út tvo og tvo og sagði við þá: Leggið eigi leið yðar til heiðingjanna og gangið eigi inn í nokkura borg Samverja, en farið held- ur til hinna ýndu sauða af húsi ísraels (Matth. 10. 5—6)“. „Veitum þessu nána athygli,“ segir höf. og heldur svo áfram: „Það er ljóst af allri frásögninni (Matth. 10. 1—16), að enginn af þessum 12 lærisveinum fór út fyrir landamæri Palestínu á þess- ari ferð. Þeir héldu sér nákvæmlega eftir fyrirmælum Jesú og ferðuðust um meðal þjóðar sinnar, innan landamæra hennar og eingöngu meðal þeirrar þjóð- ar, sem bæði Jesús og allir aðrir nefndu „Gyðinga“. Þetta fólk, Gyðingarnir eru það, sem Jesú nefnir sjálfur „hús ísraels“. Það er auðsætt, að Jesús þekk- ir ekki aðgreininguna „Júda og ísrael“. Mætti þó ætla, að hefði sú aðgreining verið raunveruleiki, þá mundi enginn þekkja hana betur eða greinilegar en Jesús sjálfur. Hvergi í guðspjöllunum er að finna minnsta vott slíkrar að- greiningar.“ Síðari hlutanum hér hefir áður verið svarað að mestu, en að hinu skal nú vikið. Hverjir eru hinir „týndu sauðir af húsi ísraels", sem Kristur sendir læri- sveinana til? Þetta er spurningin, sem svara þarf. Kristur tekur það fram, að lærisveinarnir eigi ekki að fara inn í „nokkra borg Samverja”. Virðist þá svo sem Samaría — meginhluti hins forna Ísralsríkis — komi ekki til greina, því að Samverjar réðu þar öllum borg- um. Þeir eiga heldur ekki að leggja leið sína „til heiðingjanna“, en heiðingja kölluðu Gyðingar — og kalla enn— alla aðra en þá, sem eru Gyðingatrúar eða afkomendur ættkvísla ísraels. Hinir „týndu sauðir af húsi ísraels" geta því aðeins verið Gyðingarnir sjálfir í Júdeu og Benjamínítarnir í Galileu — og eins og áður er sagt er ekkert rangt við það þó að Jesús kalli þá „týnda sauði af húsi ísraels“ — þeir voru það vissu- lega, ekki sízt í andlegum skilningi, ef menn vilja leggja hann í þessi orð. En þeir geta einnig verið sá ísrael, sem býr í „dreifingunni“, þ. e. hinar tíu ættkvíslir ísraels, sem á dögum Krists bjuggu í Litlu-Asíu, sem vér nú köllum, og bæði Jesú sjálfum og öllum er bjuggu í Palestínu á þeim tíma var DAGRENNING 41

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.