Dagrenning - 01.08.1958, Qupperneq 31
en blóðið í þeim mannlega líkama var
beint frá Guði sjálfum. Hefði Jósef
verið faðir Jesú, hefði hann verið synd-
ugur eins og hver annar maður. Guð-
dómleiki Krists og syndlaust eðli verð-
ur aðeins skýrt með meyfæðingunni.
Guð var faðir hans; hann var Guðs-
sonurinn.
Það var ekki blóð venjulegs manns,
sem rann í æðum Jesú. Það var miklu
æðra. Pétur segir í fyrra bréfinu, 1.
kap., 18.—19. v.:
„Því að þér vitið, að þér eruð eigi
leystir með forgengilegum hlutum, silfri
eða gulli, frá fánýtri hegðun yðar, er
þér höfðuð að erfðum tekið frá feðrum
yðar, heldur með dýrmætu blóði Krists.“
Jesú fórust þannig orð um sjálfan
sig (Jóh. 6. 51):
„Ég er hið lifandi brauð, sem kom
niður af himni.“
Og í 8. kap. Jóh. 23. v. stendur:
„Þér eruð neðan að, ég er ofan að;
þér eruð af þessum heimi, ég er ekki
af þessum heimi.“
Og enn segir í 16. kap. Jóh. 27.—
28. v.:
„Því að faðirinn sjálfur elskar yður,
af því að þér hafið elskað mig og hafið
trúað, að ég sé útgenginn frá föðurn-
um. Ég er útgenginn frá föðurnum og
er kominn í heiminn; og ég yfirgef
heiminn aftur og fer til föðursins.“
Enn fremur segir í 17. kap. Jóh. 5. v.:
„Og nú, gjör þú mig dýrlegan, faðir,
hjá þér með þeirri dýrð, sem ég hafði
hjá þér áður en heimurinn var til.“
Öll þessi ummæli sýna að Jesús hefir
verið til þúsundum ára áður en Jósef
fæddist, og þess vegna getur hann ekki
verið faðir Jesú. Þau sýna einnig, að
Jesús hefir verið til þúsundum ára áður
en nokkur Gyðingur eða ísraelsmaður
var til.
Biblían segir oss, að án úthellingar
blóðs fáist engin syndafyrirgefning.
Þetta er ástæðan til þess, að blóðfórnir
voru uppteknar, til áminningar fyrir
þann, sem bar fram fórnina, um að
horfa fram á við til hinnar fullkomnu
fórnar, sem átti að afmá syndir hans.
Oss er sérstaklega bent á þetta í He-
breabréfinu, þar sem sagt er að blóð
nauta og hafra geti ekki burt numið
syndir:
„Því það er ómögulegt, að blóð nauta
og hafra geti burt numið syndir." Hebr.
10. 4.
Á sama hátt og æðsti presturinn bar
fram fórnarblóð dýranna á altarið í von
um komu hins fullkomna blóðs Guðs-
sonarins, þannig gerði Kristur, æðsti
prestur vor, hið sama. í Hebreabréfinu
9. kap., 11.—12. v., segir svo:
„En er Kristur var kominn sem æðsti
prestur hinna komandi gæða, þá gekk
hann inn í gegnum hina stærri og full-
komnari tjaldbúð, sem ekki er með
höndum gjörð, það er að segja, er ekki
af þessari sköpun og ekki gekk hann
heldur með blóð hafra og kálfa, heldur
með sitt eigið blóð, inn í hið heilaga í
eitt skipti fyrir öll, eftir að hafa aflað
eilífrar lausnar.“
Af kenningum Jesú sjálfs í Biblíunni
vitum vér að hann var sonur Guðs og
kom í þennan heim til þess að úthella
blóði sínu, svo að heimurinn mætti frels-
ast. f Jóhannesar guðspjalli 3. kap., 16.
v., segir:
„Því að svo elskaði Guð heiminn, að
hann gaf son sinn eingetinn, til þess að
hver, sem á hann trúir, glatist ekki,
lieldur hafi eilíft líf.“
DAGRENNING 29