Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Page 15

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Page 15
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 2015 15 lOFTUr gUTTOrmssOn áðurnefndum 75 ársvikustundum sem B.Ed.-námið var samtals, ekki nema 18 eða tæpur fjórðungur í hlut uppeldisgreina og kennslufræði. Kennslufræðinni var reyndar komið fyrir að hluta á svonefndu sérsviði sem hófst á 3. misseri þar sem nemendur áttu val milli kennslu yngri og eldri barna. Námsskipanin ber þannig með sér ótvíræðan framhaldsskólabrag; hin mörgu við- fangsefni, sem nemendum var ætlað að sinna á hverju misseri, hlutu að þrengja mjög svigrúm til sérhæfingar sem fylgir yfirleitt námi á háskólastigi. Því er líkast sem lög- gjafinn og reglugerðarsmiðirnir hafi ekki dregið tilhlýðilegar ályktanir af því að almenn kennaramenntun hafði nú verið færð upp á háskólastig en það hefði átt að bjóða upp á mun meiri sérhæfingu en hið almenna framhaldsskólastig. Í reglugerðarnefndinni vó framlag Brodda Jóhannessonar (1983, bls. 17–21) án efa þyngst. Að sögn hans hafði þegar með löggjöfinni um KÍ 1963 verið stefnt að meiri sérhæfingu og sjálfstæðari vinnubrögðum. Í ljósi þessa má undrast að Broddi skyldi ekki fylgja þessari stefnu betur eftir í undirbúningsvinnu að setningu laga og reglugerðar um KHÍ. Um afstöðu Brodda til þeirra menntaumbóta sem skólarannsóknadeild menntamálaráðuneytisins hafði forystu um fjalla annars Ólafur J. Proppé, Sigurjón Mýrdal og Bjarni Daníelsson (1993, bls. 134) og nákvæman samanburð á námskrám KÍ og KHÍ má finna hjá Gyðu Jóhannsdóttur (2001, bls. 193–203). Ellefta grein reglugerðarinnar, sem kveður á um skipulag B.Ed.-námsins, fylgdi, eins og áður segir, í öllum meginatriðum þeirri skipan sem viðgekkst um þær mundir í dönskum kennaraskólum (d. seminarier) og lögfest hafði verið 1966. Námsskipan í dönskum kennaraskólum miðaðist við það að allir kennarar yrðu færir um að kenna undirstöðugreinar skyldunámsins á öllum stigum þess en nám í valgreinum átti að gera þá hæfa til að kenna hlutaðeigandi greinar í efstu bekkjum skyldunámsins (Loftur Guttormsson, 1970, bls. 87). Samkvæmt löggjöfinni 1966 var krafist stúdentsprófs eða svonefnds HF-prófs (d. højere forberedelseseksamen) til inntöku í danska kennara- skóla sem útheimti minnst tveggja ára nám eftir lok grunnskóla. Að jafnaði voru nemendur 19 ára þegar þeir hófu nám í kennaraskóla og 23 ára þegar þeir luku kennara- prófi (Broddi Jóhannesson, 1969, bls. 288; Hörður Bergmann, 1970, bls. 127–128; Loftur Guttormsson, 1970, bls. 88–89). Það orkar því tvímælis hjá Gyðu Jóhannsdóttur (2008) að jafna dönsku kennaraprófi kringum 1970 við íslenskt kennarapróf samkvæmt lög- unum um KÍ 1963. Þótt almennt kennaranám hefði með lögunum um KHÍ 1971 verið fært upp á háskólastig var það að öllu námsskipulagi eftirmynd dönsku kennaraskól- anna sem töldust ekki formlega til þess stigs. UnniÐ Úr fyrstU rEynslU: anDóf Og UMBÆtUr 1975 Þær breytingar sem gerðar voru á náms- og kennslutilhögun í KHÍ vorið 1975 marka fyrstu skrefin til að draga lærdóm af þeirri reynslu sem fengist hafði af kennslustarf- semi hins nýja skóla. Eftir því sem stúdentum í B.Ed.-námi fjölgaði – þeir voru orðnir 116 skólaárið 1974–1975 – efldist meðal þeirra umræða um kennslu- og menntamál og þarfir verðandi kennara. Táknrænt er í þessu samhengi að árið 1975 hóf göngu sína Snepill. Fjölritað innanhússmálgagn nemendaráðs KHÍ. Blaðið kom út í misjafnlega

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.