Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Síða 17

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Síða 17
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 2015 17 lOFTUr gUTTOrmssOn svokallaðir svigatímar í þeim kjarnagreinum sem höfðu flestar kennslustundir til um- ráða, svo og í valgreinum. Í stað þess að nemendur fylgdust í þessum tímum með skipulegri kennslu fengu þeir þá nú til umráða til sjálfstæðrar verkefnavinnu enda ættu þeir kost á leiðsögn kennara. Með þessu móti fækkaði kenndum vikustundum um 3–5 eftir misserum. Í öðru lagi: Tvístrun og sundurbútun námstímans, einkum á 1. námsári þar sem einungis kjarnagreinar voru á dagskrá. Á þessu námsári voru á stundaskrá nemenda sjö bóklegar og þrjár verklegar greinar, að leikfimi meðtalinni. Af þessum ágalla var sniðið með tvennu móti: annars vegar með því að þjappa saman á 2. misseri námsins kennslu í þeim kjarnagreinum sem aðeins fáeinar ársvikustundir voru ætlaðar til og höfðu hingað til verið kenndar á báðum misserum 1. námsárs; hins vegar með því að láta nám í valgreinum hefjast á 2. misseri námsins í stað 3. misseris eins og reglugerð gerði ráð fyrir. Þessi breyting var jafnframt talin forsenda þess að bót fengist á enn öðrum ágalla á námsskipaninni sem var: Í þriðja lagi: Ófullnægjandi tengsl milli náms í kennslufræði „þekkingargreina“ í kjarna (sem áttu einkum að búa kennaranema undir bekkjarkennslu í grunnskóla) og æfingakennslu sem hófst ekki að marki fyrr en á 2. námsári. Til þess að kenning og starf gætu að þessu leyti farið saman þótti ráðlegt að færa hluta af kennslutíma íslensku, stærðfræði og kristinfræði yfir á seinni misseri námsins þegar æfingakennsla væri í gangi. Rúm til þess fékkst, eins og áður segir, með því að færa valgreinanámið fram. Í sama skyni, þ.e. til þess að styrkja tengsl kenningar og starfs í kennslufræði, var ákveðið að þungamiðja almennrar kennslufræði yrði á 2. námsári (3.–4. misseri) en fagkennslufræði skyldi tengjast æfingakennslu í valgreinum á 5. misseri. Hér hefur verið lýst í grófum dráttum helstu breytingum á námsskipan sem sam- staða náðist um vorið 1975. Þær hnigu mjög að því að uppeldisfræðivæða (pedagóg- isera) kennaranámið, einkum með því að efla hlut kennslufræði og styrkja tengsl þess við grunnskólann, verðandi starfsvettvang kennaranema. Breytingarnar voru síðan samþykktar á fundi skólastjórnar í júní 1975 (ÞÍ. Skólastjórnarfundur 23. júní 1975, bls. 118. Fskj. „Hugmynd að stundaskrá fyrir árganga í KHÍ“). Breytingarnar voru yfirleitt þess eðlis að þær samrýmdust heimildarákvæði í 11. gr. reglugerðar. Um framkvæmd þeirra breytinga sem samráð kennara og nemenda um kennslu í einstökum greinum leiddi til er erfitt að alhæfa. Nemendur höfðu kvartað undan því að þeir hefðu ekki átt aðild að námskrárgerð sem unnið hafði verið að allt frá því að skólinn tók til starfa og var misjafnlega langt á veg komin eftir greinum þegar hér var komið sögu. Drög að samfelldri námskrá fyrir skólann birtust haustið 1975 og túlk- aði talsmaður nemenda þau sem svar kennara „við kröfum um bættan skóla“ (Lars Hans Andersen, 1975, bls. 5). Í samráðsnefndunum urðu nemendur nú í fyrsta skipti virkir þátttakendur í endurskoðun námskráa. Ef marka má þær breytingar, sem ýmsar þeirra tóku við þessa endurskoðun, t.d. í íslensku og félagsfræði/sögu, var stefnt að verulega breyttum námssamskiptum; dregið skyldi úr hlut fyrirlestra í kennslunni til þess að skapa svigrúm fyrir umræðu- og verkefnatíma í smærri hópum – og var það í samræmi við „svigatímahugmyndina“ sem áður getur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.