Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Blaðsíða 22
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 201522
AðdrAgAndi þemAnáms í KennArAhásKólA íslAnds
Umþóttun kennara og ýfingar
Frá lokum nóvember og fram í febrúar 1978 varð hlé á starfi samstarfsnefndar. Full-
trúar kennara í nefndinni töldu æskilegt að nokkurt tóm gæfist til að kynna og ræða í
kennarahópnum hugmyndir sem fram höfðu komið um breytta námstilhögun. Væri
nauðsynlegt, áður en nefndin héldi lengra í tillögugerð, að láta reyna á hver samstaða
væri meðal kennara um nauðsyn breytinga og stefnumótun. Í þessu sambandi var vís-
að til þess hve lítið samstarf hefði fram að þessu verið með kennurum í ýmsum grein-
um og því erfitt fyrir fulltrúa þeirra að segja fyrir um viðhorf kennaraliðsins í heild.
Kynning og umræða í kennarahópnum fór einkum fram á tvennum vettvangi,
annars vegar á almennum „hádegisfundum“ og hins vegar á fundum kjarnagreina-
kennara 1. námsárs. Að afloknum haustmisserisprófum í janúar 1978 var ákveðið að
fastir kennarar kynntu námskrár greina sinna og kennsluhætti. Var þess vænst að
kennarahópurinn fengi með því móti yfirlit yfir nám og kennslu í skólanum. Milli
slíkra kynningarfunda voru a.m.k. tvívegis teknar til umræðu hugmyndir um „sam-
þætt þema“ í kjarnagreinum, einkum með tilliti til uppeldisgreina. Virtust kennarar
nokkuð samdóma um að bæta mætti úr ýmsum vanköntum með slíkri skipan þótt
ágreiningur væri um hversu langt væri æskilegt að ganga í samþættingarátt (Loftur
Guttormsson, 1975–1978).
Flestir þeirra kennara sem önnuðust kennslu í kjarnagreinum á 1. misseri komu
nokkrum sinnum saman til ráðagerða um hvernig æskilegt væri að breyta gildandi
námsskipan misserisins. Reyndust þeir samdóma nemendum um að hún einkenndist
af tvístringi, óhæfilegri skörun greina og í ýmsum tilvikum af einhliða miðlun kennara
í formi fyrirlestra. Á hinn bóginn reyndist erfiðara að gera sér grein fyrir hvernig vinna
mætti úr fram komnum hugmyndum um þemanám og færa þær í kennsluhæft form.
Fyrst á útmánuðum 1978 létu kennarar 1. námsárs á það reyna fyrir alvöru hversu
þeim væri lagið að vinna saman eftir slíkum nótum (Loftur Guttormsson, 1975–1978).
Sá umþóttunartími sem kennarar áskildu sér með þessu móti reyndi allmjög á lang-
lundargeð nemenda. Einn fyrirliði þeirra og fulltrúi í samstarfsnefnd, Björn Þráinn
Þórðarson (1977, bls. 1), kvað svo að orði:
Nú hafa kennimenn vorir og fræðarar þessarar stofnunar tekið sig saman í andlitinu
og ætla sér að funda um málið innbyrðis … Það eru nú bráðum liðnir tveir mánuðir
síðan nemendur fóru að móta hugmyndir sínar og festa þær niður á blað og koma
þeim á framfæri við yfirvöld skólans.
Óvíst er reyndar hversu nemendur fylgdu fyrirliðum sínum fast eftir. Eftir ummælum
hinna síðarnefndu að dæma hefur meirihluti nemenda verið óvirkur í því nýbreytni-
starfi sem fram fór á vegum nemendaráðs. Gísli Ásgeirsson (1977a, bls. 1–2) fullyrti
að mikill meirihluti nemenda væri óvirkur í félagsstarfi „og skyldi engan undra að
yfirvöld efuðust um samstöðu þeirra, þegar alltaf eru sömu mennirnir sem standa
fyrir gagnrýni“. Snemma árs 1978 gætti enn meiri beiskju í skrifum Gísla (1978) sem
þá var ritstjóri Snepils:
Við hræsnum þegar við tölum hátt og digurbarkalega um hvað skólinn sé innilega
leiðinlegur og að mikilla breytinga sé þörf … myndu breytingar þær sem nú er unnið