Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Blaðsíða 22

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Blaðsíða 22
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 201522 AðdrAgAndi þemAnáms í KennArAhásKólA íslAnds Umþóttun kennara og ýfingar Frá lokum nóvember og fram í febrúar 1978 varð hlé á starfi samstarfsnefndar. Full- trúar kennara í nefndinni töldu æskilegt að nokkurt tóm gæfist til að kynna og ræða í kennarahópnum hugmyndir sem fram höfðu komið um breytta námstilhögun. Væri nauðsynlegt, áður en nefndin héldi lengra í tillögugerð, að láta reyna á hver samstaða væri meðal kennara um nauðsyn breytinga og stefnumótun. Í þessu sambandi var vís- að til þess hve lítið samstarf hefði fram að þessu verið með kennurum í ýmsum grein- um og því erfitt fyrir fulltrúa þeirra að segja fyrir um viðhorf kennaraliðsins í heild. Kynning og umræða í kennarahópnum fór einkum fram á tvennum vettvangi, annars vegar á almennum „hádegisfundum“ og hins vegar á fundum kjarnagreina- kennara 1. námsárs. Að afloknum haustmisserisprófum í janúar 1978 var ákveðið að fastir kennarar kynntu námskrár greina sinna og kennsluhætti. Var þess vænst að kennarahópurinn fengi með því móti yfirlit yfir nám og kennslu í skólanum. Milli slíkra kynningarfunda voru a.m.k. tvívegis teknar til umræðu hugmyndir um „sam- þætt þema“ í kjarnagreinum, einkum með tilliti til uppeldisgreina. Virtust kennarar nokkuð samdóma um að bæta mætti úr ýmsum vanköntum með slíkri skipan þótt ágreiningur væri um hversu langt væri æskilegt að ganga í samþættingarátt (Loftur Guttormsson, 1975–1978). Flestir þeirra kennara sem önnuðust kennslu í kjarnagreinum á 1. misseri komu nokkrum sinnum saman til ráðagerða um hvernig æskilegt væri að breyta gildandi námsskipan misserisins. Reyndust þeir samdóma nemendum um að hún einkenndist af tvístringi, óhæfilegri skörun greina og í ýmsum tilvikum af einhliða miðlun kennara í formi fyrirlestra. Á hinn bóginn reyndist erfiðara að gera sér grein fyrir hvernig vinna mætti úr fram komnum hugmyndum um þemanám og færa þær í kennsluhæft form. Fyrst á útmánuðum 1978 létu kennarar 1. námsárs á það reyna fyrir alvöru hversu þeim væri lagið að vinna saman eftir slíkum nótum (Loftur Guttormsson, 1975–1978). Sá umþóttunartími sem kennarar áskildu sér með þessu móti reyndi allmjög á lang- lundargeð nemenda. Einn fyrirliði þeirra og fulltrúi í samstarfsnefnd, Björn Þráinn Þórðarson (1977, bls. 1), kvað svo að orði: Nú hafa kennimenn vorir og fræðarar þessarar stofnunar tekið sig saman í andlitinu og ætla sér að funda um málið innbyrðis … Það eru nú bráðum liðnir tveir mánuðir síðan nemendur fóru að móta hugmyndir sínar og festa þær niður á blað og koma þeim á framfæri við yfirvöld skólans. Óvíst er reyndar hversu nemendur fylgdu fyrirliðum sínum fast eftir. Eftir ummælum hinna síðarnefndu að dæma hefur meirihluti nemenda verið óvirkur í því nýbreytni- starfi sem fram fór á vegum nemendaráðs. Gísli Ásgeirsson (1977a, bls. 1–2) fullyrti að mikill meirihluti nemenda væri óvirkur í félagsstarfi „og skyldi engan undra að yfirvöld efuðust um samstöðu þeirra, þegar alltaf eru sömu mennirnir sem standa fyrir gagnrýni“. Snemma árs 1978 gætti enn meiri beiskju í skrifum Gísla (1978) sem þá var ritstjóri Snepils: Við hræsnum þegar við tölum hátt og digurbarkalega um hvað skólinn sé innilega leiðinlegur og að mikilla breytinga sé þörf … myndu breytingar þær sem nú er unnið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.