Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Síða 38

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Síða 38
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 201538 reynslA æTTleiddrA bArnA á íslAndi AF sKólUm Og sAmFélAgi dregið úr tilfinningu ungmennanna fyrir því að þau væru jaðarsett og aukið sjálfs- virðingu þeirra. Rannsóknin sýnir fram á mikilvægi þess að veita stuðning við félags- mótun og aðlögun ættleiddra barna. Einnig er lagt til að foreldrar ættleiddra barna leiðbeini börnum sínum um það hvernig þau geti brugðist við kynþáttafordómum og mismunun. Ýmsir fræðimenn telja að mikilvægt sé fyrir aðlögun ættleiddra barna að nýjum heimkynnum að þau séu hvött til að tjá hugsanir sínar um uppruna sinn og tilfinningar gagnvart honum. Að mati Beckett og félaga (2008) eru flest ættleidd börn forvitin um uppruna sinn og þeir telja það geta haft áhrif á sjálfsmynd þeirra og tengsl við kjörfjölskylduna hvernig þau skilja hann. Sumir kjörforeldrar eiga erfitt með að ræða ættleiðinguna og upprunann við börnin sín, en talið er skipta miklu máli fyrir ættleidd börn hvernig er fjallað um þetta við þau (Friedlander, 1999; Jórunn Elídóttir, 2013; Mohanty, 2013; Reinoso o.fl., 2013). Pryor og Pettinelli (2011) benda á að það sé flókið, en jafnframt afar mikilvægt fyrir ættleidd börn að semja sjálfsævisögu sína og þau þurfi að treysta á stuðning kjörforeldra við það. Það sé því brýnt að kjörforeldrar veiti börnunum eins miklar upplýsingar og hægt er til að auðvelda þeim að semja söguna og kjörforeldrar stuðli þannig að heilbrigðri tengslamyndun. Árangur í námi Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á námsárangri ættleiddra barna. Niðurstöð- ur rannsóknar Dalen og Rygvold (2006) þar sem þær báru námsárangur barna sem ættleidd voru frá Kína saman við námsárangur sambærilegra norskra barna benda til þess að enginn munur sé á frammistöðu þessara barna. Í rannsókn Vinnerljung og félaga (2010) með 6.448 16 ára ættleiddum börnum í Svíþjóð þar sem námsárangur þeirra var borinn saman við árangur sænskra barna á sama aldri kom í ljós að náms- árangur barna sem ættleidd voru frá Kóreu var sá sami og sænskra barna, en árangur annarra ættleiddra barna var lakari, svo og barna sem voru eldri við ættleiðinguna. Móðurmál og tvítyngi Ættleidd börn flytjast til nýrra heimkynna á ólíkum aldri og velta má fyrir sér áhrif- um þess á málþroska þeirra að skipta skyndilega um málumhverfi, koma í nýtt málumhverfi þar sem ekki er stutt við upprunalegt móðurmál þeirra. Þetta á við um ættleidd börn frá Kína og Indlandi sem flytjast til íslenskra fjölskyldna og ganga í skóla þar sem íslenska er ríkjandi tungumál. Rannsóknir hafa sýnt að sterk tengsl eru milli málþroska og sjálfsmyndar barna (Hanna Ragnarsdóttir, 2008; James og Woll, 2004; Mills, 2004) og að börn sem eiga annað móðurmál en málið sem er ríkjandi í skóla og samfélagi geta upplifað jaðarstöðu (Brooker, 2002; Hanna Ragnarsdóttir, 2008, 2011; Hernandez, 2004; Nieto, 2010). Með móðurmáli er yfirleitt átt við það mál sem barnið lærir fyrst og talar að staðaldri heima hjá sér í æsku. Í tilviki ættleiddra barna fá þau í raun nýtt móðurmál við flutning til nýja landsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.