Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Qupperneq 40

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Qupperneq 40
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 201540 reynslA æTTleiddrA bArnA á íslAndi AF sKólUm Og sAmFélAgi aÐfErÐ Meginmarkmið heildarrannsóknarinnar sem hófst árið 2005 eru að auka skilning á reynslu íslenskra fjölskyldna af því að ættleiða börn frá útlöndum og á aðlögun og að- stæðum ættleiddra barna (frá Kína og Indlandi) og fjölskyldna þeirra á Íslandi. Leitast er við að öðlast skilning á því hvernig börnin aðlagast samfélagi, skólum og jafningja- hópum. Þátttakendur voru upphaflega 20 börn sem ættleidd voru árin 2002 (10 börn) og 2004 (10 börn), foreldrar þeirra og kennarar. Þegar börnin komu til Íslands voru þau átta og hálfs mánaðar til sautján mánaða. Menntun foreldra barnanna er ólík, allt frá grunnskólaprófi til háskólamenntunar. Flestir foreldrarnir eru gift hjón en í hópn- um eru þó einnig einhleypar mæður (Elsa Sigríður Jónsdóttir og Hanna Ragnarsdóttir, 2010; Hanna Ragnarsdóttir og Elsa Sigríður Jónsdóttir, 2010). Foreldar tveggja barna hafa hætt þátttöku og eru þátttakendur nú níu börn úr hvorum aldurshópi. Haft var samband við Íslenska ættleiðingu til að ná sambandi við fjölskyldurnar. Rannsókn- in er langtímarannsókn og er fyrirhugað að hún standi fram á unglingsár barnanna. Fylgst er með högum, aðbúnaði og aðlögun fjölskyldnanna á rannsóknartímanum. Eigindlegum rannsóknaraðferðum er beitt og hálfopin viðtöl tekin við foreldrana, börnin og kennara þeirra. Hálfopin viðtöl eru valin til að fá eins nákvæmar upplýs- ingar um viðfangsefnið og hægt er (Flick, 2006; Kvale, 1996). Viðtöl hafa verið tekin tvisvar við hverja foreldra, í fyrra skiptið árið 2005 og síðan 2007 og 2008 þannig að það liðu u.þ.b. tvö ár milli viðtala. Þegar seinni viðtölin fóru fram var u.þ.b. helmingur barnanna nýlega byrjaður í grunnskóla. Til þess að afla upplýsinga um það hvernig leikskóladvölin hefði gengið var hringt í leikskólakennara barnanna. Fjallað hefur verið um niðurstöður viðtala við foreldra og leikskólakennara í tveim greinum um rannsóknina (Elsa Sigríður Jónsdóttir og Hanna Ragnarsdóttir, 2010; Hanna Ragnarsdóttir og Elsa Sigríður Jónsdóttir, 2010). Eins og áður segir er í greininni fjallað um þær niðurstöður langtímarannsóknar- innar sem lúta að reynslu barnanna af skólagöngu í grunnskólum, jafningjahópum og fjölskyldulífi, svo og reynslu umsjónarkennaranna af skólagöngu barnanna. Byggt er á viðtölum við börnin og kennarana. Fyrstu viðtölin við börnin voru tekin í nóvember 2011 og þau síðustu í maí 2012. Viðtöl við umsjónarkennara þeirra í grunnskólum voru tekin árið 2012. Áður en viðtölin voru tekin við börnin voru foreldrarnir beðnir um leyfi og að því búnu voru kynningarbréf send til foreldranna og þeir beðnir að sýna börnunum bréfin. Hér má sjá dæmi um kynningarbréf til stúlknanna í rannsókninni: Foreldrar þínir taka þátt í rannsókn um fjölskyldur sem hafa ættleitt barn frá útlönd- um. Þau hafa sagt okkur frá því þegar þau fóru og sóttu þig til landsins þar sem þú fæddist. Þau hafa líka sagt okkur frá því hvernig þeim leið þegar þau voru komin til Íslands með þig pínulitla og hvernig gekk hjá þér í leikskólanum. Í rannsókninni erum við að skoða hvernig ættleiddum börnum frá útlöndum hefur gengið og hvernig þeim líður í fjölskyldum og skólum á Íslandi. Nú langar okkur til að tala við þig um það sem þér finnst skemmtilegt eða leiðinlegt. Við ætlum líka að biðja þig að segja okkur frá vinum þínum og áhugamálum. Ekki má gleyma skólanum, okkur langar líka til að vita hvernig þér finnst skólinn vera. Okkur þætti vænt um ef
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.