Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Qupperneq 58

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Qupperneq 58
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 201558 „bArA Fimm mínúTUr í viðbóT“ a) Hvernig má greina áhrif marka í lýsingum unglinga sem sýna merki um netávana? b) Hvernig lýsa unglingar sem sýna merki um netávana samskiptum sínum við foreldra? aÐfErÐ Rannsóknin er byggð á eigindlegri aðferð en slík aðferð er vel til þess fallin að nálgast viðfangsefnið og markmið rannsóknarinnar, sem er að gefa gleggri mynd af vanda sem fylgir netávana. Þá er sjónum sérstaklega beint að samskiptum unglinga og for- eldra vegna hans. Horft er frá sjónarhóli unglinga samkvæmt lýsingu þeirra á afskipt- um foreldra vegna netnotkunar þeirra. Með eigindlegri aðferð er markmiðið að öðlast dýpri skilning á lífi fólks og reynslu út frá sjónarhóli þess (Creswell, 2014). Þátttakendur og framkvæmd Rannsóknin er byggð á gögnum sem safnað var í íslenskum hluta rannsóknar sem framkvæmd var árið 2012 í sex Evrópulöndum. Gagnaöflun fyrir rannsóknina var gerð með leyfi Vísindasiðanefndar (leyfi nr. 11-092) og tók framkvæmdin mið af al- þjóðlegum samþykktum, svo sem Helsinki-sáttmálanum og tilmælum Alþjóða heil- brigðisstofnunarinnar um siðfræði og mannhelgi í vísindarannsóknum. Í samræmi við það markmið rannsóknarinnar að auka vitund um netávana var lögð áhersla á að heyra viðhorf unglinga sem sýndu merki um netávana. Í því skyni var foreldrum, skólastjórnendum og námsráðgjöfum í völdum grunnskólum sent bréf þar sem rannsóknin var kynnt og þau beðin um að hvetja unglinga til þátttöku ef netnotkun þeirra þótti þess eðlis að um hugsanlegan netávana gæti verið að ræða. Foreldrar létu vita með skriflegu samþykki sínu um áhuga barna sinna á þátttöku í rannsókninni. Fagaðilar (sálfræðingar og félagsráðgjafar) létu mögulega viðmælend- ur taka IAT-prófið (e. screening test) til að staðfesta að þeir uppfylltu skilyrði um þátt- töku. Á tímabilinu júní 2011 til júní 2012 voru tekin einstaklingsviðtöl við þá viðmæl- endur sem uppfylltu skilyrði um þátttöku. Í töflu er yfirlit og lýsing á viðmælendum með gervinöfnum þeirra. Rannsóknin tók til þrettán unglinga sem sýndu merki um netávana og voru í hópn- um fjórar stúlkur og níu drengir á aldrinum fjórtán til sautján ára. Viðtalsramminn sneri almennt að tölvunotkun, hvernig þau komust í kynni við internetið, hvernig þau nota netið, hvernig þau upplifa áhrif af notkun þess, mörk sem foreldrar setja þeim vegna netnotkunar og samskipti við foreldra. Þátttakendur voru hvattir til að tjá sig frjálslega um efnið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.