Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Side 86

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Side 86
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 201586 OFbeldi á heimil i Viðamestu kaflarnir fjalla síðan um niðurstöður einstakra þátta rannsóknarinnar og loks er fjallað um leiðir til úrbóta. Í viðauka er að finna ráðleggingar barna til annarra barna um viðbrögð við ofbeldi á heimili. Niðurstöðurnar byggjast á upplýsingum sem fengnar eru bæði úr megindlegum og eigindlegum gögnum. Fyrir vikið hafa fengist svör frá stórum hópi barna og síðan svör sem byggjast á djúpviðtölum við bæði börn og mæður. Í svörum úr spurninga- listunum kemur glöggt fram að börn þekkja til ofbeldis á heimilum, vita hvað átt er við með hugtakinu og að þau taka skýra afstöðu gegn því. Um 24% barnanna svöruðu að þau þekktu einhvern sem byggi við slíkt ofbeldi. Þekkingu sína á ofbeldi á heimili sögðust þau fyrst og fremst hafa úr sjónvarpi og skólanum, og þau vilja fá fræðslu um ofbeldi í skólanum. Börnin voru spurð að því hvert þau myndu leita ef þau byggju við ofbeldi og töldu flest að þau myndu leita til systkina, vina eða afa og ömmu. Mun færri töldu að þau myndu leita til lögreglu eða annarra opinberra aðila. Áhrif ofbeldis Í frásögn barnanna, sem sjálf hafa búið við ofbeldi á heimili, má glöggt sjá hve mikil áhrif sú reynsla hefur á allt líf þeirra. Foreldrar barna, sem búið hafa við ofbeldi, halda því stundum fram að börnin hafi ekki orðið vör við það, þar sem ofbeldið hefði aldrei átt sér stað á meðan þau voru heima eða að þau hefðu verið sofandi (Ingólfur V. Gísla- son, 2008). Frásagnir barnanna hér segja aðra sögu, sögu um óttann og það hvernig þau reyna stöðugt að lesa í aðstæður á heimilinu; þau segja frá vegsummerkjum eftir átök, áverkum og brotnum hlutum. Í sumum tilvikum reyna þau svo að blanda sér í ofbeldið með það fyrir augum að koma móður sinni til aðstoðar eða vernda systkini. Öllum börnunum leið illa og þau fundu fyrir líkamlegum og andlegum einkennum. Á meðan þau bjuggu á sama heimili og ofbeldismaðurinn voru þau hrædd og óörugg og fundu stundum leiðir til að fela bæði sig og systkini sín. Önnur börn kusu að vera með móður sinni til þess að vera henni til stuðnings og hjálpa henni. Börnin voru reið, bæði út í gerandann en einnig út í ýmsar opinberar stofnanir og yfirvöld sem þeim fannst ekki gera neitt til að stöðva ofbeldið eða búa þeim öruggar aðstæður. Orðræðugreining á umfjöllun nokkurra fjölmiðla um ofbeldi á heimili leiddi í ljós að þar virtist einkum vera lögð áhersla á að rjúfa þá þögn sem ríkt hefur um ofbeldi á heimili. Umfjöllunin var hins vegar út frá sjónarhorni fullorðinna og engin tilraun gerð til að miðla röddum barnanna sjálfra eða þekkingu þeirra á fyrirbærinu. Oftast var fjallað um kynferðislegt ofbeldi en sjaldan um líkamlegt ofbeldi eða vanrækslu. Börnunum var lýst sem þolendum ofbeldis án þess að draga fram styrkleika þeirra, seiglu eða bjargir. Þannig var dregin upp dökk mynd af afleiðingum ofbeldis án þess þó að vísa til rannsókna. Ekki var fjallað sérstaklega um aðstæður eða líðan barnsins og frekar fjallað um stúlkur sem þolendur en drengi. Raddir barna Það er áhugavert að sjá hversu góðar viðtökur bókin hefur fengið, en hún hlaut m.a. Fjöruverðlaunin í flokki fræðibóka á þessu ári og verðlaun Hagþenkis. Hún á að sumu

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.