Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Síða 89

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Síða 89
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 24(1) 2015 89 BeRGLiNd RóS MaGNúSdóTTiR MeNNTavíSiNdaSviði HáSkóLa íSLaNdS Uppeldi og menntun 24. árgangur 1. hefti 2015 Meiri árangur, valfrelsi og ráðdeild? Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð. (2014). Stærsta efnahagsmálið: Sóknarfæri í menntun. Reykjavík: Höfundar. 52 bls. Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands gáfu nýverið út skýrslu um mennta- mál. Þetta eru áhrifamikil samtök sem eiga aðild að rekstri tveggja af stærstu fram- haldsskólum landsins, tveimur háskólum og Keili. Samtök sjálfstæðra skóla, sem eru aðili að Samtökum atvinnulífsins, reka leik- og grunnskóla. stÆrsta EfnaHagsMáliÐ? Í formála að skýrslunni kemur fram að samtökin sem standa að útgáfunni telji brýnt að breyta íslensku menntakerfi til að efla framleiðni og samkeppnishæfni þess og að um- bætur í menntamálum séu eitt mikilvægasta efnahagsmál komandi ára. Útgefendur tefla fram „þeim breytingum sem til þess eru fallnar að betrumbæta núverandi kerfi“ (í formála). Til grundvallar skýrslunni liggur það sjónarmið að meginmarkmið menntunar sé að þjóna hagkerfinu og atvinnulífinu og það gefið til kynna að aukin menntunarvæð- ing skili sér í auknum hagvexti. Þetta er umdeilt á hinum akademíska vettvangi (sjá t.d. Brown, Lauder og Ashton, 2008). Í Evrópu og Bandaríkjunum hefur „fjárfesting“ í menntun ekki skilað því sem áætlað var og mikið atvinnuleysi er meðal háskóla- menntaðra. Hér á landi hafa tekjur háskólamenntaðra verið langt undir væntingum og því ljóst að vinnumarkaðurinn metur menntun ekki endilega mikils, sér í lagi ekki menntun sem tilheyrir hinum kvenlægari arfi (Þorgerður Einarsdóttir, 2000; Þorgerður Einarsdóttir og Berglind Rós Magnúsdóttir, 2005). Skýrsluhöfundar vilja leysa aukið atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra með því að gera einstaklinga ábyrga fyrir þessum kerfislæga vanda þar sem „nemendur velji sér námsgreinar með óraunhæfar væntingar um starfsmöguleika að námi loknu“ (bls. 51). Nú skal ekki lítið gert úr mikilvægi menntunar en að smætta tilgang hennar nið- ur í hagvaxtartölur er varasamt því menntun getur ein og sér ekki tryggt sjálfbært efnahags- og atvinnulíf. Atvinnuleysi hlýst af mun stærri og margbrotnari þáttum en
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.