Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Síða 92

Uppeldi og menntun - 01.06.2015, Síða 92
Því er lagt til að reynt sé að minnka rekstrarkostnað á hvern nemanda (lækka þjónustustig) sem mun að líkindum bitna mest á þeim sem búa í hinum dreifðari byggðum og þeim sem þurfa hvað mesta þjónustu. Þetta er mjög umdeilt sjónarmið, þ.e. hvort borgi sig að leggja til mikið fjármagn strax þegar grunnurinn er lagður á fyrstu árum einstaklings eða hvort leggja eigi til dæmis meira fé í refsikerfið, en stjórn- völd í Bandaríkjunum hafa m.a. farið þá leið og verja meira fjármagni í refsikerfið en grunnmenntakerfið (Wacquant, 2008), ólíkt Norðurlöndunum. Í skýrslunni er lagt til að ná niður kostnaði með frekari sameiningu grunnskóla á landsbyggðinni: „Oft getur reynst erfitt að fullskipa bekki í öllum árgöngum í þessum litlu skólum“ og því þarf að „tryggja ákveðna lágmarksstærð á skólum“ (bls. 46). Þagað er um þá staðreynd að leik- og grunnskóli í nærumhverfi er forsenda jákvæðrar byggðaþróunar. Það er ekki tilviljun að Noregur, það dreifbýla land, er eins og Ísland með hlutfallslega hærra framlag á hvern nemanda í grunnskólum en hin Norðurlöndin. Tillaga um aukna ábyrgðarskyldu skóla og kennara Lagt er til að laun kennara verði tengd við árangur nemenda þeirra og auka kennslu- skyldu þeirra. „Aukin kennsluskylda myndi fjölga kennslustundum á hvern kennara og auka afköst“ (bls. 45). Höfundar skýrslunnar eru meðvitaðir um lág laun kennara og leggja því til að laun kennara geti hækkað ef hægt er að ná niður öðrum kostnaði eftir þeim leiðum sem nefndar eru hér að framan samfara því að auka launabil milli kennara eftir mældum námsárangri nemenda þeirra. Þetta er mjög umdeilt atriði í akademískri rökræðu og er byggt á annarri fullyrðingu sem finna má í skýrslunni, þ.e. að „framtíðartækifæri nemenda ráðast að miklu leyti af því hvernig kennara þau hafa á menntagöngu sinni“ (bls. 21). Þetta er orðum aukið því félags- og efnahagslegar aðstæður einstaklinga, sem og skipulag menntakerfisins (hversu opið það er fyrir þá sem falla brott af ólíkum ástæðum) og skipulag annarra samfélagskerfa eru þeir þættir sem í sameiningu hafa mest áhrif á jafnrétti til náms og námsframvindu. Kennarar og hæfni þeirra skiptir að sjálfsögðu miklu máli en hefur ekki nærri jafn mikla þýðingu og félagslegt samhengi. Þessi málflutningur hefur verið kallaður „menntunarvæðing félagslegra vandamála“ (e. educationalization of social problems) (Labaree, 2008; Smeyers og Depaepe, 2008) þannig að með auknu misrétti og stéttaskiptingu er ein stétt gerð ábyrg fyrir vanda þeirra sem verst standa, kennarar. Áhersla á samkeppni milli kennara byggða á árangri nemenda hefur náð miklum hæðum í Bandaríkjunum. Þar hefur starfsaldur kennara hrunið þar sem reyndari kennarar hætta að sjá tilgang með starfi sínu (Ravitch, 2014). Tillaga um framhaldsskólakerfið Lagt er til að kostnaður við framhaldsskóla verði lækkaður og brottfall minnkað með því að stytta nám til stúdentsprófs. Þetta hefur verið eins konar þrástef í stefnuskjölum frá samtökunum og er eitt af þeim atriðum sem þegar hafa komið til framkvæmda hjá stjórnvöldum. Ráðgert er að allir framhaldsskólar bjóði upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs frá og með næsta hausti. Þessi þróun hófst fyrir nokkrum árum og hafa Kvennaskólinn, Menntaskóli Borgarfjarðar og Menntaskólinn á Tröllaskaga boðið upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs. meiri árAngUr, vAlFrelsi Og ráðdeild? Uppeldi Og mennTUn/icelAndic JOUrnAl OF edUcATiOn 22(1) 201392
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.