Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Qupperneq 2
Eddan er nú haldin í 16. sinn og 108 innsend verk. Er eitthvað athyglisvert við keppnina í ár sem stendur upp úr? Ég er aðallega bara svo hoppandi glöð yfir því hvað tilnefningarnar sýna mikla fjölbreytni og gefa góða innsýn í hvað við eigum mikið af frábæru fagfólki í þessum bransa. Það er t.d. gaman að sjá þarna inni reynsluboltann Hildi Jönu Gísladóttur, sjónvarpskonu af N4, og nýliðann Unnstein Manuel Stefánsson sem bæði eru til- nefnd sem Sjónvarpsmaður ársins. Ég er reyndar dálítið hnugg- inn yfir því að tónlist Jóhanns Jóhannssonar var ekki send inn í Edduna en vona bara að hann fái Óskarinn í skaðabætur. Í þætti Svala og Svavars á SkjáEinum fyrr í febr- úar var ákveðinn hrekkur rifjaður upp gegn Loga sem þú stóðst fyrir og flestir muna eftir. Hrekkur- inn snerist þó svolítið í andhverfu sína. Segðu okk- ur aðeins frá því. Já, mér hefndist agalega fyrir þennan grikk. Málið var að ég átti að lesa frétt þetta kvöld um nýkjörinn forseta Túrkmenistans sem heitir því lipra og þjála nafni Gurbanguly Mälikgulyýewiç Berdimuhamedow. Ég var að lesa með Loga sem er frægur fyrir að renna aldrei yfir inngang- ana sína fyrr en bara í beinni útsendingu svo ég fékk alla fréttastofuna í lið með mér og svissaði fréttum þannig að hann myndi lenda í þessum lestri. Að auki fór ég aðeins höndum um fréttina og setti fullt nafn forsetans inn í hverja einustu setningu. Þegar til kom náði melurinn svo að bjarga sér snilld- arlega fyrir horn, renndi eins og ekkert væri í gegnum nafnið og skipti því svo bara út og las í staðinn forsetinn eða maðurinn. Þá var ég hins vegar búin að bíða spennt svo lengi með kraumandi fliss í maganum að ég sprakk og missti mig í gjörsamlega óstöðvandi hláturskast – sem varð svo slæmt að það spýttust tár úr augunum og svo heyrðist bara nefsog og ískur þegar ég reyndi að lesa næstu frétt. Hljóðmaðurinn bjargaði því sem bjargað varð með því að draga nið- ur í hljóðinu en allt kom fyrir ekki og það var fullt af fólki sem hringdi upp á fréttastofu og spurði hvað hefði eiginlega komið fyrir og hvers vegna ég væri að gráta í miðjum fréttatíma. Saknarðu þess að starfa í fjölmiðlum? Að vera fréttamaður er líklega ein skemmtilegasta vinna í heimi, alltaf allt á fullri ferð í hávaðalátum og á síðustu stundu. Og svo er samstarfsfólkið litríkt, fyrirferð- armikið og aldrei leiðinlegt. Hins vegar er þetta lýjandi starf til lengri tíma, það kemst lítið annað að, hvorki maður sjálfur, áhugamál né fjölskylda. Þegar ég hætti þá tók mig líklega upp undir ár að komast yfir adrenalínfíknina og nú á ég erfitt með að sjá mig snúa til baka. Sérðu fram á gott kvikmynda- og sjónvarpsár? Já, það er fullt af skemmtilegum verkefnum í farvatninu, þó að þau gætu auðvitað alltaf verið fleiri. En ég er gríðarlega bjartsýn fram veginn. Morgunblaðið/Árni Sæberg BRYNHILDUR ÓLAFSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Með kraumandi fliss í maganum Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.2. 2015 Ég á ekki konu en ætli ég heyri ekki í mömmu. Hún býr úti á landi en ef hún væri í bænum myndi ég gefa henni rósir. Guðbjartur Arnar Guðbjartsson. Ég þarf fyrst að finna konu á laugardags- kvöldið. Svo ætla ég bjóða henni út að borða á sunnudagskvöldið á Aktu Taktu og svo fáum við okkur sjeik á eftir. Endalaus rómantík. Böðvar Bergsson. Mögulega út að borða. Warren Gilsdorf. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. SPURNING VIKUNNAR ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA EITTHVAÐ SÉRSTAKT FYRIR KONUNA Í LÍFI ÞÍNU Á KONUDAGINN? Það er ekki ákveðið en það verður eitthvað fínt. Svavar Trausti Stefánsson. Morgunblaðið/Kristinn Leikstjórinn Vignir Rafn Valþórsson er með mörg járn í eldinum. Hann leggur nú lokahönd á uppsetningu sína á Lísu í Undralandi og mun síðar á árinu setja upp eigin leikgerð á skáldsögunni Illsku. Hann segir gott hand- rit lykilatriðið í allri leikhús- vinnu sinni. Menning 56 Í BLAÐINU Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson Á að slá upp sushiveislu? Heimatilbúið sushi er mjög skemmtilegt að búa til. Hrís- grjónin eru eitt það mik- ilvægasta þegar sushi er búið til og gefur Sunnudags- blað Morgunblaðsins les- endum nokkur góð ráð við undirbúning hrísgrjónanna. Matur 34 Tískuvikan í New York er nýafstaðin. Þar sýndu nokkrir af helstu hönnuðum heims vetrar- línur sínar fyrir veturinn 2015/ 2016. Victoria Beckham, Alex- ander Wang og Proenza Schou- ler eru meðal hönnuða sem stóðu upp úr á tískuvikunni. Tíska 42 Það er vel hægt að æfa sig í að vera vinur sinn segir Borghildur Sverrisdóttir, höfundur bókarinnar Ham- ingjan eflir heilsuna. Hún telur sjálfsvinsemd mik- ilvægan þátt í átt að hamingjuríkara lífi. Við eigum að reynast okkur sjálfum jafn vel og öðrum. Heilsa 22 Brynhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Eddunnar og jafnframt stjórn- andi hátíðarinnar, sér fram á gott kvikmynda- og sjónvarpsár. Brynhildur er einnig fjallaleiðsögumaður og hoppar og skoppar iðulega á fallegum fjöllum en áður starfaði Brynhildur lengi í fjölmiðlum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.