Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Síða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Síða 4
* „Maður tekur ekki svona lán nema vera auralaus. Ég freist-aðist til að taka smálán fyrir einhverju sem vantaði til heim-ilisins og náði svo ekki að halda í við að borga og tók fleiri lán.“ÞjóðmálEYRÚN MAGNÚSDÓTTIR eyrun@mbl.is 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.2. 2015 Algengt að fólk taki smálán fyrir mat Þeim fer fjölgandi sem leita til um-boðsmanns skuldara vegna smál-ánaskulda. Stærri hluti þeirra sem leituðu til umboðsmanns skuldara á síð- asta ári á í fjárhagsvanda vegna smál- ánaskulda en árin þar á undan. Af 1.620 umsóknum sem bárust embættinu á síð- asta ári eru smálán hluti vandans í 221 umsókn eða í 14% umsókna. Árið 2012 komu smálán við sögu í aðeins 2% um- sókna um aðstoð hjá umboðsmanni skuld- ara. Tekjurnar duga ekki fyrir afborgunum Maður á sjötugsaldri, sem vill ekki láta nafns síns getið, sagði blaðamanni frá því hvernig skuldir hans við smálánafyr- irtæki hafa undið upp á sig undanfarið ár. Skuldir hans við fyrirtækin nema nú samanlagt, með innheimtukostnaði, yfir hálfri milljón króna. Hann og kona hans hafa ekki mikið milli handanna og þótt þau bæði hafi staðist svokallað lánshæfismat sem smál- ánafyrirtækin gera þá er augljóst að tekjur þeirra hækka ekki úr þessu. Mað- urinn er hættur að vinna en sinnir þó hlutastarfi, en eftir ár hættir hann alveg og þá er viðbúið að tekjur hans lækki töluvert. Tekjur konu hans eru ekki aðr- ar en örorkubætur, en vegna veikinda þarf hún á miklum lyfjum að halda. Lyfjakostnaður þeirra hjóna nemur um hálfri milljón króna á ári. Maðurinn segist hafa samið um jafnar afborganir lánanna við smálánafyrirtækin, en það dugi ekki til. Þau hafi einfaldlega ekki nægar tekjur til að bæta þessum af- borgunum við húsaleigu, mat, lyf og aðrar nauðsynjar. „Eina leiðin sem ég sé er að leita til umboðsmanns skuldara. Við reyn- um að standa í skilum eins og hægt er, en bara sjáum ekki fram á að komast yfir að borga þessi lán.“ Maðurinn segist vita vel að þessi lán séu óhagstæð, en hann hafi samt freist- ast til að nýta þau einfaldlega vegna þess að peningarnir sem þau hjónin höfðu til að lifa af út mánuðinn voru á þrotum. „Maður tekur ekki svona lán nema vera orðinn auralaus. Ég freist- aðist til að taka smálán fyrir einhverju sem vantaði til heimilisins og náði svo ekki að halda í við að borga og tók fleiri lán. Maður lendir í ógurlegum vítahring hjá þessum fyrirtækjum. Svo senda þeir manni skilaboð og segja að maður eigi „heimild“ sem hægt sé að nýta,“ segir hann, en til hliðar má sjá dæmi af þeim sms-skilaboðum sem honum hafa borist reglulega frá fyrirtækjunum. Hann telur þetta virka ruglandi, enda sé þarna talað um heimild en ekki lán, þótt í raun hafi verið átt við að hann hefði heimild til að taka fleiri lán – með tilheyrandi kostnaði. Að sögn Svanborgar Sigmarsdóttur, talsmanns umboðsmanns skuldara, er ekki einsdæmi að fólk með litla greiðslu- getu sé komið í mikinn vanda vegna smálánaskulda. „Við höfum mikið orðið vör við það, sérstaklega á síðustu tveimur árum, að einstaklingar leita til okkar með fjöl- margar smálánaskuldir á bakinu. Fólk er lent í vítahring, byrjar á einu láni en skuldirnar eru svo komnar upp í mjög háar fjárhæðir. Við sjáum að þetta er mjög oft tekjulágt fólk, einstaklingar sem hafa almennt ekki greiðslugetu til að fara í banka og taka lán. Þeir hafa í raun ekki efni á að taka lán vegna þess að þeir hafa svo lágar tekjur. Þegar við erum að ræða við fólk um ástæður þess að það tekur smálán þá heyrum við oft- ast „mig vantaði pening fyrir mat“.“ Dæmi um að uppistaða allra skulda sé smálánaskuldir Smálánafyrirtækin hér á landi eru í raun aðeins tvö, en þau starfa undir fimm vörumerkjum ef svo má kalla. Hraðpeningar, 1909 og Múla eru eitt fyrirtæki sem starfar undir nafninu Neytendalán. Smálán og Kredia eru svo í raun sama fyrirtækið. Fyrirtækin hafa sjálf gefið það út að þau setji þak á lán- tökur, þannig að hver einstaklingur eigi ekki að geta fengið nema 80 þúsund krónur að láni hjá hvorri smálánablokk. „Við höfum ekki orðið vör við að þetta þak sé virkt. Það virðist að minnsta kosti hægt að komast framhjá þessum hámarksupphæðum. Í þeim málum þar sem smálánakröfur eru hluti vandans er meðalupphæðin á bilinu 300-400 þúsund krónur en það eru líka dæmi um að ein- staklingar skuldi yfir eina milljón króna í smálán, með innheimtukostnaði.“ Hjá smálánafyrirtækjum er heimild til að fara inn á reikninga fólks og taka út, sé ekki staðið í skilum. Svanborg bendir á að þar sem fólk sem lendir í þessum vanda hafi í raun ekki haft efni á að taka lán til að byrja með sjái það ekki aðra möguleika en að taka frekari smál- án. Hún segir að þeir sem lendi í vanda vegna smálánaskulda séu ekki bara ungt fólk, talsvert sé orðið um að til dæmis ellilífeyrisþegar og öryrkjar taki þessi lán. „Nú erum við líka farin að sjá fleiri dæmi þar sem uppistaðan af skuldum fólks sem leitar til okkar er bara smálán, en engar aðrar skuldir. Þá tekur fólk smálán hjá einu fyrirtæki og svo annað lán hjá næsta fyrirtæki því það getur ekki borgað. Þetta verður að miklum vanda mjög fljótt. Það sem við erum að sjá er ekki endilega að smál- ánin séu komin í vanskil, heldur gefst fólk bara upp á þessum vítahring. Fólk kemur hingað því það er að springa, þetta er bara orðið of mikið.“ 221 umsókn 2014 þar sem smálán voru hluti vandans Á árinu 2012 voru kröfur frá smál- ánafyrirtækjum hluti af fjárhagsvanda hjá 2% þess hóps sem leitaði til embætt- is umboðsmanns skuldara. Á árinu 2013 áttu 13% í vanda vegna smálánakrafna og á árinu 2014 eru kröfur frá smál- ánafyrirtækjum hluti vandans hjá eða 14% þeirra sem leita til embættisins. Upphæð krafna sem smálánafyrirtæki eiga á fólk sem leitar til umboðsmanns skuldara nam alls 83,5 milljónum króna á síðasta ári og lætur nærri að hún hafi fimmfaldast frá árinu 2012 þegar kröfur smálánafyrirtækja á skjólstæðinga um- boðsmanns skuldara námu alls 17,4 milljónum króna. Á bak við upphæðina 17,4 milljónir króna lágu 40 kröfur árið 2012. Það þýð- ir að meðalskuld skjólstæðings umboðs- manns skuldara á árinu 2012 við smál- ánafyrirtæki nam alls um 435 þúsund krónum. Sú tala er fengin með því að deila fjölda umsókna sem innihéldu smálánakröfur, alls 40 umsóknir, upp í heildarupphæðina, 17,4 milljónir króna. Dæmið fyrir árið 2014 er aðeins öðru- vísi því á bak við heildarupphæð krafna, þ.e. 83,5 milljónir króna, lá 221 umsókn. Meðalskuld einstaklings til smálánafyr- irtækis nam því 372 þúsund krónum á síðasta ári. Á árinu þarna á milli, 2013, voru 164 umsóknir þar sem smálánakrafa var hluti vandans og heildarupphæð skuldanna nam 57 milljónum króna. Meðalskuld við smálánafyrirtæki nam því 348 þúsund krónum 2013. Stærri hluti af umsóknum til umboðs- manns skuldara inniheldur skuldir vegna smálána nú en á síðustu tveimur árum, en meðalupphæð hefur lækkað. MAÐUR SEM HEFUR SAFNAÐ UPP SMÁLÁNASKULDUM SEGIR AUÐVELT AÐ LENDA Í ÓGURLEGUM VÍTAHRING ÞVÍ BEINLÍNIS SÉ HVATT TIL FREKARI LÁNTÖKU MEÐ ÞVÍ AÐ SENDA SMS UM AÐ LÁNTAKI EIGI „HEIMILD“ ÞEG- AR Í RAUN ER VERIÐ AÐ BJÓÐA FREKARI LÁN. FÆRST HEFUR Í VÖXT AÐ FÓLK LEITI TIL UMBOÐSMANNS SKULDARA VEGNA SMÁLÁNASKULDA. DÆMI ERU UM AÐ FÓLK SKULDI YFIR MILLJÓN KRÓNA Í SMÁLÁN. Smálánakröfur hjá umboðsmanni skuldara 2012-2014 Fjöldi umsókna sem innihalda kröfur frá smálánafyrirtækjum Hlutfall umsókna þar sem smálán eru hluti vandans 40 164 221 17,4 m.kr. 1.906 2% 57,1 m.kr. 1.308 13% 83,5 m.kr. 1.620 14% Heildarfjöldi umsókna embættisins Upphæðir krafna smálánafyrirtækja 2012 2013 2014 Föður sem leyfði ungri dóttur sinni að fara í sakleysislegan lita- leik í spjaldtölvu brá heldur betur í brún þegar auglýsing frá smálánafyrirtækinu Smálánum ehf. birtist í borða efst í leiknum með skilaboðum um að senda sms í númerið 1902. Að neðan má sjá dæmi um sms-skilaboð sem lántakar fá með gylliboðum. Kaeri vidskiptavinur. Heimild thin er 80.000 kr. og thu att 60.000 kr. eftir af heimildinni sem thu getur nytt ther theg- ar hentar. Ast fridur og Mula. Settu afslattarkodann: MULA thegar thu tekur lan a www.mula.is og vid fellum nidur lantokukostnad okkar. Gildir til miidnaettis a morg- un (27.11.14) Kvedja, Mula #Fostudagsfar! Vid gefum 10.000 kl.16.30! Taktu thatt a https://1909/ leikur. Thu getur sott um lan med tvi ad senda SMS med textanum 20000 i 1909. Goda helgi Ertu nokkud ad gleyma ter? Saektu um fyrir kl.18 og tu sleppur vid lan- tokukostnad okkar og faerd frian biomida. Saektu um a www.1909.is og og mundu kodann: BIO

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.