Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 13
Það reyndist ekki þrautalaust aðhefja rekstur kaffihússinssem var opnað á mótum Hafnargötu og Tjarnargötu í Keflavíkurhverfi 1. febrúar sl. Stefnt hafði verið að opnun Stefnumóta í septemberbyrjun árið 2014 þegar Ljósanótt var haldið hátíðleg í Reykjanesbæ. Duldar skemmdir reyndust hins vegar á húsnæðinu sem þurfti að komast fyrir. Vinnustundirnar urðu margar og kostnaðarsamar og reyndu mikið á fjölskylduna sem hef- ur unnið í þessu saman í tæpt ár. Hið kærleiksríka uppeldi hefur hins vegar skilað árangri því þrátt fyrir að jólagjafir hafi verið fáar og smáar síðastliðin jól og ekkert jólatré til að prýða stofuna, enda allir án launa, voru systkinin sammála um að þetta hefðu verið bestu jólin. Nú sé málið að láta gott af sér leiða hér eftir. Uppskeru vinnunnar við að gera kaffihúsið starfhæft líkti Guðmunda við alsælu og sagði í samtali við blaðamann að hér væri gamall draumur svo sannarlega að rætast. „Þessi draumur var búinn að blunda í mér lengi, alveg frá því að ég var ung en tók sig aftur upp fyrir um 5 árum þegar ákveðin stefnubreyting varð í mínu lífi. Ég hafði meira að segja haft augastað á þessu húsi en það var ekki laust fyrr en fyrir um ári. Fljótlega fór ferlið af stað við að eignast húsið og hefja fram- kvæmdir.“ En af hverju þessi ríka áhersla á gleði og hamingju? Guðmunda sagðist hafa sökkt sér niður í öll fræði um hamingjuna þeg- ar hún var að ganga í gegnum erfitt tímabil fyrir nokkrum árum. „Allt það sem ég lærði fór yfir til barnanna minna sem ég ræddi mikið við og ræði enn mikið við um hamingjuna. Síðan þegar ég veiktist af MS og gikt komst ég að því að gleðin og ham- ingjan eru góðir samferðamenn í veikindum.“ Það liggur ekki djúp speki á bak við ásóknina í þetta hús. Það var ein- faldlega stór hluti af æsku Guð- mundu að fara þangað inn fyrir jólin og kaupa hljómplötur í jólagjöf og það var bjallan á hurðinni sem gerði útslagið. „Þessi bjalla er enn á hurð- inni,“ sagði Guðmunda og það var auðheyrt að henni þótti mikill fengur í bjöllunni. Menningarleg kaffihús eru líka hluti af uppvexti Guðmundu sem fór á Mokka í Reykjavík með foreldrum sínum sem drukku í sig menningu staðarins. „Þessar heimsóknir höfðu mikil áhrif á mig og mér fannst þær skemmtilegar. Auk þess hafði mér lengi fundist vanta svona stað hér í Reykjanesbæ þar sem áhersla er á menningu og listir, notalegt viðmót og vinaþel.“ Undirtitill kaffihússins er art & culture café og nú þegar hafa nokkrir tónleikar verið á staðnum og mynd- listarsýning Maríu Kjartansdóttur og Hörpu Einarsdóttur stendur yfir. Ýmsar hugmyndir eru einnig í gangi enda starfsemin enn í mótun. Á Stefnumótum er fundarsalur til fjöl- breyttra nota og barnahorn með af- þreyingu fyrir yngstu gestina. Allar veitingar sem eru bornar fram í kaffihúsinu eru gerðar á staðnum og Guðmundu til mikillar gleði hefur hún uppgötvað að hún er ástríðukokkur. „Auðvitað hafði ég reynslu af því að elda heima, en þetta er allt annað.“ Hún leggur líka mikið upp úr ástríðunni og segja að án hennar þrífist ekki staður eins og þessi. „Við erum saman hér öllum stund- um og fjölskyldulífið hefur allt farið úr skorðum en það bjargar því hversu gaman okkur þykir þetta og hversu mikla hamingju þetta hefur fært okkur.“ Guðmunda sagði börnin hafa ákveðið að vera í þessu í eitt ár með sér en síðan taki við skóli og önnur ævintýri ungdómsáranna. REYKJANESBÆR Kærleikur og hlýtt viðmót GUÐMUNDA SIGURÐARDÓTTIR REKUR KAFFIHÚSIÐ STEFNUMÓT ÁSAMT ÞREMUR BÖRNUM SÍNUM, SELMU KRISTÍNU, GYLFA ÞÓR OG EYÞÓRI ELÍ ÓLAFSBÖRNUM. BÖRNIN HAFA FRÁ UNGA ALDRI DRUKKIÐ Í SIG VISKU MÓÐURINNAR UM HAMINGJUNA. Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is Fjölbreytt starfsemi. Myndlistarsýn- ingar, tónleikar og upplestur verða meðal fastra viðburða Stefnumóta. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Fjölskyldan á bak við kaffihúsið Stefnumót í Reykjanesbæ. Frá vinstri: Guðmunda Sigurðardóttir, Eyþór Elí, Gylfi Þór og Selma Kristín Ólafsbörn. 22.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Kanínur eru orðnar plága í Árborg og sveitarfélagið vill fá leyfi Umhverfisstofnunar til að fækka þeim til muna. 170 dýr voru drepin í fyrra og 300 árið á und- an. Faraldurinn er skæður í Suðurbyggð á Selfossi. Kanínuplága á Selfossi Nú er hægt að sækja um þátttöku á Handverkshátíðinni að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit, á www.esveit.is. Hátíðin verður 6. til 9. ágúst. Umsóknarfrestur rennur út 1. apríl og niðurstaða valnefndar á að liggja fyrir 6. maí. Ertu handverksmaður? brokkoli.is Fæst í apótekum, heilsubúðum, Fjarðarkaup, Hagkaup og Melabúðinni Brokkolítöflurnar - Cognicore® Daily Inniheldur mikið magn af sulforaphane, en dagskammturinn jafngildir meira en 1,5 kg af lífrænt ræktuðum brokkolí spírum. Að auki er viðbætt túrmeric og selenium. Krö ftug ar a f sulf orap han e! Verndar og styrkir frumurnar | Margvísleg heilsubætandi áhrif | Hægir á öldrun Sulforaphane ensímið í brokkolí býr yfir magnaðri sérvirkni sem einn öflugasti „kveikjuþráður“ á varnarkerfi líkamans. Það hjálpar líkamanum að auka framleiðslu mikilvægra varnarefna sem hamla hrörnum fruma, í heilanum, húðinni og öllum líkamanum. Er varnarkerfið þitt virkt? Styrkir samskipti fruma. Hjálpar líkamanum að auka fram- leiðslu náttúrulegra andoxunarefna. Örvar framleiðslu detox ensíma. Styrkir getu líkamans til að mynda bólgueyðandi efni. Margir halda að nafnið Stefnumót sé til komið vegna Stefnumóta- staursins utan við kaffihúsið en Guðmunda segir svo ekki vera. „Nafnið á staðnum kom nokkru fyrr enda stefndum við alltaf að því að opna fyrir Ljósanótt þegar Stefnumótastaurinn var reistur hér fyrir utan. Mér finnst Stefnu- mót vera svo lýsandi í því sem við viljum kalla fram hér, að þetta sé staður þar sem fólk langar til að eiga stefnumót, af hvaða tagi sem þau eru. Á þessu horni eru líka tvær götur að mætast.“ Stefnumótastaurinn var reistur þar sem staurinn, sem stúlkan hallaði sér upp að í ljóði og lagi Magnúsar Kjartanssonar, Skóla- ball, stóð. Hægt er að hlusta á brot út laginu með því að þrýsta á takka á staurnum. Löng viðskiptasaga Horn Hafnargötu og Tjarnar- götu er þekkt fyrir meira en Stefnumótastaur. Það á sér langa viðskiptasögu. Árni Samúelsson opnaði sérverslunina Víkurbæ í þessu hornhúsi 2. mars 1972 en í versluninni voru seldar ljós- myndavörur, rafmagnstæki og hljómplötur en Víkurbær var einnig viðgerðar-verkstæði og kvikmyndaleiga, þar sem er hægt var að leigja átta milli-metra kvik- myndir og sýningarvélar. Víkurbær hét seinna Hljómval, þá í eigu hjónanna Sigurðar Gunnarssonar (Patla) og Elsu Júl- íusdóttur, og hét Hljómval allt þar til versluninni var lokað árið 2013, eftir nokkur eigendaskipti, og svigrúm skapaðist fyrir Stefnu- mót. Stefnumót við Stefnumótastaur Stefnumót við bók og snjallsíma. Á kaffihúsinu er úrval bóka og tíma- rita og þráðlaust net.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.