Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Page 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Page 21
Krikket er íþrótt sem Íslendingar þekkja ekki vel en nýtur mikilla vinsælda í Englandi. Annar stærsti krikket- völlur landsins (vantar aðeins um 20 sæti til að vera sá stærsti) er í Birmingham, nánar tiltekið í úthverfinu Edgbaston sem völlurinn heitir eftir. Völlurinn er heima- völlur Warwickshire County Cricket Club en félagið var stofnað árið 1882. Völlurinn var endurbættur fyrir örfáum árum og sett upp flóðlýsing sem er nýjung í íþróttinni. Ekki er aðeins hægt að koma á staðinn til að horfa á krikket heldur er hægt að leigja sali af ýmsum stærðum og gerðum fyrir veislur af ýmsu tagi. Þarna er til að mynda stærsti salur borgarinnar, með 650 sætum fyr- ir brúðkaup af stærstu gerð. Krikket er spilað bæði í eins dags leikjum og fimm daga viðureignum. Fimm daga stórviðureign fer fram á Edgbaston í sumar en landslið Englands og Ástralíu takast á dagana 29. júlí til 2. ágúst. Uppselt er á dag tvö, þrjú og fjögur en miðar eru enn í boði á fyrsta og síðasta daginn. Þá verður fjölmenni á staðnum en völlurinn tekur um 25 þúsund manns. Krikket er spilað í Bretlandi og löndum gamla heimsveldisins eins og Ástralíu, Pakistan og Indlandi. Eins dags krikket nýtur sérstaklega mikilla vinsælda í Indlandi, af skiljanlegum ástæðum þar sem fólk hefur ekki endilega tíma til að eyða mörgum dögum í að horfa á íþróttir. Fyrir þá sem eru vanir að eyða tveimur tímum eða svo í að fara á fótboltaleik er einn dagur mjög langur tími. Þetta endurspeglast í að- stæðum á vellinum. Þar eru mörg svæði til að slaka á og fá sér að borða. Á sólríkum sumardegi er því hægt að taka það rólega á vellinum, fá sér bjór og mat á milli þess sem fylgst er með leiknum. Íþróttin er einmitt hönnuð fyrir sólríka sumardaga þar sem öfugt við fótbolta er ekki hægt að spila krikket ef rignir. Edgbaston-krikketvöllurinn er nýuppgerður og flóðlýstur. Fimm daga viðureignir BIRMINGHAM ER NÝR ÁFANGASTAÐUR ICELANDAIR Íþróttir og ferðalög * Gaman er aðsameina ferða-lög og íþróttaiðkun eða -áhorf. 22.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Leikvangurinn Villa Park í Birmingham hefur verið heimavöllur enska fótboltaliðsins Aston Villa frá árinu 1897. Aston Villa er á meðal elstu liða í Englandi og hefur í gegnum tíðina gengið vel þótt liðið standi ekki vel nú. Til að mynda hefur liðið orðið bikarmeistari sjö sinnum og „framleitt“ fleiri landsliðsmenn en nokkurt annað lið, eða 72. Í borginni er ennfremur liðið Birmingham City sem nú leikur í annarri deild. Fyrsti stóri fótboltaleikurinn sem blaðamaður fór á var Aston Villa – Chelsea hinn 7. febrúar síðastlið- inn og er óhætt að segja að það hafi verið mikil upp- lifun. Alls voru um 36.000 manns á leiknum og létu stuðningsmenn Villa vel í sér heyra. Liðið skoraði mark í leiknum, það fyrsta á árinu. Þetta var skemmtileg lífsreynsla og nú þarf bara að byrja að plana næstu ferð. Leandro Bacuna fagnar því ásamt félaga sínum Tom Cleverly að hafa skorað mark á móti Leicester City í ensku bikarkeppninni á dögunum. AFP Villa, Villa, Villa! FÓTBOLTI Varnarmaður Aston Villa, Kier- an Richardson. AFP FERÐALÖG ER AUÐVELT AÐ TENGJA ÁHUGA- MÁLUM, EKKI SÍST ÍÞRÓTTAIÐKUN EÐA -ÁHORFI OG ER HÆGUR LEIKUR AÐ GERA ÞAÐ Í BIRMINGHAM OG NÁGRENNI. ÞAR ER HÆGT AÐ STUNDA GOLF, HORFA Á KRIKKET OG FÓTBOLTA Á SÖGUFRÆGUM VÖLLUM Í ENSKU MIÐLÖNDUNUM. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is KRIKKET Lífræn Jurtablanda • Bætir meltinguna • Brýtur niður fitu í fæðunni • Hjálpar gegn brjóstsviða • Dregur úr uppþembu • Vatnslosandi • Virkar fljótt Nánari upplýsingar á www.heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum sem léttir meltinguna

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.