Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Qupperneq 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Qupperneq 21
Krikket er íþrótt sem Íslendingar þekkja ekki vel en nýtur mikilla vinsælda í Englandi. Annar stærsti krikket- völlur landsins (vantar aðeins um 20 sæti til að vera sá stærsti) er í Birmingham, nánar tiltekið í úthverfinu Edgbaston sem völlurinn heitir eftir. Völlurinn er heima- völlur Warwickshire County Cricket Club en félagið var stofnað árið 1882. Völlurinn var endurbættur fyrir örfáum árum og sett upp flóðlýsing sem er nýjung í íþróttinni. Ekki er aðeins hægt að koma á staðinn til að horfa á krikket heldur er hægt að leigja sali af ýmsum stærðum og gerðum fyrir veislur af ýmsu tagi. Þarna er til að mynda stærsti salur borgarinnar, með 650 sætum fyr- ir brúðkaup af stærstu gerð. Krikket er spilað bæði í eins dags leikjum og fimm daga viðureignum. Fimm daga stórviðureign fer fram á Edgbaston í sumar en landslið Englands og Ástralíu takast á dagana 29. júlí til 2. ágúst. Uppselt er á dag tvö, þrjú og fjögur en miðar eru enn í boði á fyrsta og síðasta daginn. Þá verður fjölmenni á staðnum en völlurinn tekur um 25 þúsund manns. Krikket er spilað í Bretlandi og löndum gamla heimsveldisins eins og Ástralíu, Pakistan og Indlandi. Eins dags krikket nýtur sérstaklega mikilla vinsælda í Indlandi, af skiljanlegum ástæðum þar sem fólk hefur ekki endilega tíma til að eyða mörgum dögum í að horfa á íþróttir. Fyrir þá sem eru vanir að eyða tveimur tímum eða svo í að fara á fótboltaleik er einn dagur mjög langur tími. Þetta endurspeglast í að- stæðum á vellinum. Þar eru mörg svæði til að slaka á og fá sér að borða. Á sólríkum sumardegi er því hægt að taka það rólega á vellinum, fá sér bjór og mat á milli þess sem fylgst er með leiknum. Íþróttin er einmitt hönnuð fyrir sólríka sumardaga þar sem öfugt við fótbolta er ekki hægt að spila krikket ef rignir. Edgbaston-krikketvöllurinn er nýuppgerður og flóðlýstur. Fimm daga viðureignir BIRMINGHAM ER NÝR ÁFANGASTAÐUR ICELANDAIR Íþróttir og ferðalög * Gaman er aðsameina ferða-lög og íþróttaiðkun eða -áhorf. 22.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Leikvangurinn Villa Park í Birmingham hefur verið heimavöllur enska fótboltaliðsins Aston Villa frá árinu 1897. Aston Villa er á meðal elstu liða í Englandi og hefur í gegnum tíðina gengið vel þótt liðið standi ekki vel nú. Til að mynda hefur liðið orðið bikarmeistari sjö sinnum og „framleitt“ fleiri landsliðsmenn en nokkurt annað lið, eða 72. Í borginni er ennfremur liðið Birmingham City sem nú leikur í annarri deild. Fyrsti stóri fótboltaleikurinn sem blaðamaður fór á var Aston Villa – Chelsea hinn 7. febrúar síðastlið- inn og er óhætt að segja að það hafi verið mikil upp- lifun. Alls voru um 36.000 manns á leiknum og létu stuðningsmenn Villa vel í sér heyra. Liðið skoraði mark í leiknum, það fyrsta á árinu. Þetta var skemmtileg lífsreynsla og nú þarf bara að byrja að plana næstu ferð. Leandro Bacuna fagnar því ásamt félaga sínum Tom Cleverly að hafa skorað mark á móti Leicester City í ensku bikarkeppninni á dögunum. AFP Villa, Villa, Villa! FÓTBOLTI Varnarmaður Aston Villa, Kier- an Richardson. AFP FERÐALÖG ER AUÐVELT AÐ TENGJA ÁHUGA- MÁLUM, EKKI SÍST ÍÞRÓTTAIÐKUN EÐA -ÁHORFI OG ER HÆGUR LEIKUR AÐ GERA ÞAÐ Í BIRMINGHAM OG NÁGRENNI. ÞAR ER HÆGT AÐ STUNDA GOLF, HORFA Á KRIKKET OG FÓTBOLTA Á SÖGUFRÆGUM VÖLLUM Í ENSKU MIÐLÖNDUNUM. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is KRIKKET Lífræn Jurtablanda • Bætir meltinguna • Brýtur niður fitu í fæðunni • Hjálpar gegn brjóstsviða • Dregur úr uppþembu • Vatnslosandi • Virkar fljótt Nánari upplýsingar á www.heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum sem léttir meltinguna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.