Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Blaðsíða 25
22.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Borðum gróft brauð Samkvæmt könnun á matarframboði í leikskólum sem Embætti landlæknis framkvæmdi árið 2013 er ekki boðið upp á gróft brauð nógu oft í flestum leikskólum. Heimilin mættu líka taka þetta til sín og hafa til dæmis heilkorna rúgbrauð á boðstólum. Það geymist vel og er sérstaklega gott ristað. *Nefnd er fyrirbæri sem tekur sérviku í að gera það sem einn vinnu-samur maður gæti gert á klukkutíma. Elbert Hubbard Nýjasta nýtt í vellíð- unar- og húðmeð- ferðum er að not- færa sér snigla í spameðferðum. Margir kannast við fiskaspa, þar sem ákveðin tegund fiska nartar í dauðar húð- flögur svo húðin verður silkimjúk en nú sjá sniglar um vinnuna. Taílenskir sniglar þykja sérlega góðir til þessa og hafa vin- sældir snigla- meðferða aukist undanfarið, en þá eru sniglar látnir skríða um andlit í þeirri von að við- takandinn verði með unglegri og heilbrigðari húð. Slím sniglanna er sagt hafa þessi góðu áhrif. Vísindamenn hjá Chula- longkorn-háskóla í Bangkok hafa komist að því að slím taí- lenskra snigla sé best til notk- unar í framleiðslu snyrtivara. Þeir hafa efni sem vinna gegn sveppum. Það er út af hita- beltisloftslaginu og þykja þeir þess vegna betri en sniglar úr kaldara loftslagi. Taílensk kona gengst undir sniglameðferð á andliti. EPA Sniglaspa í Taílandi Mynd frá sniglabúgarðinum við líffræðideild Chulalongkorn-háskóla í Bangkok í Taílandi. Taílenskur snigill við hlið snyrtivöru sem framleidd er úr slími hans. Bláber Bláber eru rík af vítamínum, steinefnum og trefjaefnum. Þá eru þau auðug af vítamínum, m.a. C og E vítamínum sem eru andoxunar- efni en þau hindra myndun skaðlegra sindurefna í frumum líkamans. Þessi sindur- efni eru talin tengjast hrörnun og því að ákveðnir sjúkdómar þróast í líkamanum, s.s. krabbamein, æðakölkun og ský á auga. Rannsóknir hafa sýnt að bláber hafa sérstak- lega mikla andoxunarvirkni en auk áður- nefndra vítamína er litarefnið anthocyanin, sem gerir þau blá, virkt andoxunarefni en það er talin vera ástæðan fyrir þessari sérstöðu bláberjanna. (Samkvæmt vef landlæknis- embættisins) Vísindamenn við háskólann í Reading á Englandi komust að því að bláber vinna ekki aðeins gegn sindurefnum í frum- unum heldur virkja þau þann hluta heilans sem stjórnar námi og minni. Fiskiolía Rannsóknir hafa sýnt fram á að Omega-3 fitusýrur í fiskiolíu, sérstaklega EPA og DHA, geta hjálpað sjúklingummeð krans- æðasjúkdóma með því að jafna hjartsláttar- óreglu, lækka blóðþrýsting og koma í veg fyrir æðakölkun. Omega-3 fitusýrur hafa einnig mjög góð áhrif á taugakerfið. Þá hafa niðurstöður rannsókna ennfremur sýnt fram á að Omega-3 fitusýrur geta dregið úr bólgu- myndun í líkamanum og verkjum í liðum, aukið liðleika, hreyfigetu og dregið úr eða seinkað slitgigt í hnjám. Fiskiolía og bláber í einum pakka Fyrir • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina • Hjartað og æðar • Gegn skaðlegum sindurefnum í frumum líkamans sem tengjast hrörnun, skýi á auga og krabbamein Sími 555 2992 og 698 7999 Það gerist varla betra Bergflétta (Hedera helix) Vísindamenn NASA settu bergfléttu efst á lista yfir hreinsandi plöntur en hún er skilvirkasta pottaplantan þegar kemur að því að hreinsa formaldehýð úr loftinu. Hún er líka auðveld í ræktun og aðlagast vel og hægt að rækta hana bæði hang- andi eða á gólfi. Indjánafjöður (Sansevieria) Indjánafjöður þarf hvorki mikið ljós né vatn til að lifa af og er góður kostur fyrir hvaða horn sem er í íbúðinni. Plantan hreinsar koltvísýring úr and- rúmsloftinu og sleppir út súrefni á nóttunni, öfugt við flestar plöntur svo hægt er að hafa hana í svefnherberginu. Drekatré (Dracaena marginata) Rauðu brúnirnar á þessari plöntu eru skemmtilegar og litríkar. Drekatré getur orðið mjög hátt og hreinsar inniloftið vel fyrir utan að vera fallegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.