Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Síða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Síða 25
22.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Borðum gróft brauð Samkvæmt könnun á matarframboði í leikskólum sem Embætti landlæknis framkvæmdi árið 2013 er ekki boðið upp á gróft brauð nógu oft í flestum leikskólum. Heimilin mættu líka taka þetta til sín og hafa til dæmis heilkorna rúgbrauð á boðstólum. Það geymist vel og er sérstaklega gott ristað. *Nefnd er fyrirbæri sem tekur sérviku í að gera það sem einn vinnu-samur maður gæti gert á klukkutíma. Elbert Hubbard Nýjasta nýtt í vellíð- unar- og húðmeð- ferðum er að not- færa sér snigla í spameðferðum. Margir kannast við fiskaspa, þar sem ákveðin tegund fiska nartar í dauðar húð- flögur svo húðin verður silkimjúk en nú sjá sniglar um vinnuna. Taílenskir sniglar þykja sérlega góðir til þessa og hafa vin- sældir snigla- meðferða aukist undanfarið, en þá eru sniglar látnir skríða um andlit í þeirri von að við- takandinn verði með unglegri og heilbrigðari húð. Slím sniglanna er sagt hafa þessi góðu áhrif. Vísindamenn hjá Chula- longkorn-háskóla í Bangkok hafa komist að því að slím taí- lenskra snigla sé best til notk- unar í framleiðslu snyrtivara. Þeir hafa efni sem vinna gegn sveppum. Það er út af hita- beltisloftslaginu og þykja þeir þess vegna betri en sniglar úr kaldara loftslagi. Taílensk kona gengst undir sniglameðferð á andliti. EPA Sniglaspa í Taílandi Mynd frá sniglabúgarðinum við líffræðideild Chulalongkorn-háskóla í Bangkok í Taílandi. Taílenskur snigill við hlið snyrtivöru sem framleidd er úr slími hans. Bláber Bláber eru rík af vítamínum, steinefnum og trefjaefnum. Þá eru þau auðug af vítamínum, m.a. C og E vítamínum sem eru andoxunar- efni en þau hindra myndun skaðlegra sindurefna í frumum líkamans. Þessi sindur- efni eru talin tengjast hrörnun og því að ákveðnir sjúkdómar þróast í líkamanum, s.s. krabbamein, æðakölkun og ský á auga. Rannsóknir hafa sýnt að bláber hafa sérstak- lega mikla andoxunarvirkni en auk áður- nefndra vítamína er litarefnið anthocyanin, sem gerir þau blá, virkt andoxunarefni en það er talin vera ástæðan fyrir þessari sérstöðu bláberjanna. (Samkvæmt vef landlæknis- embættisins) Vísindamenn við háskólann í Reading á Englandi komust að því að bláber vinna ekki aðeins gegn sindurefnum í frum- unum heldur virkja þau þann hluta heilans sem stjórnar námi og minni. Fiskiolía Rannsóknir hafa sýnt fram á að Omega-3 fitusýrur í fiskiolíu, sérstaklega EPA og DHA, geta hjálpað sjúklingummeð krans- æðasjúkdóma með því að jafna hjartsláttar- óreglu, lækka blóðþrýsting og koma í veg fyrir æðakölkun. Omega-3 fitusýrur hafa einnig mjög góð áhrif á taugakerfið. Þá hafa niðurstöður rannsókna ennfremur sýnt fram á að Omega-3 fitusýrur geta dregið úr bólgu- myndun í líkamanum og verkjum í liðum, aukið liðleika, hreyfigetu og dregið úr eða seinkað slitgigt í hnjám. Fiskiolía og bláber í einum pakka Fyrir • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina • Hjartað og æðar • Gegn skaðlegum sindurefnum í frumum líkamans sem tengjast hrörnun, skýi á auga og krabbamein Sími 555 2992 og 698 7999 Það gerist varla betra Bergflétta (Hedera helix) Vísindamenn NASA settu bergfléttu efst á lista yfir hreinsandi plöntur en hún er skilvirkasta pottaplantan þegar kemur að því að hreinsa formaldehýð úr loftinu. Hún er líka auðveld í ræktun og aðlagast vel og hægt að rækta hana bæði hang- andi eða á gólfi. Indjánafjöður (Sansevieria) Indjánafjöður þarf hvorki mikið ljós né vatn til að lifa af og er góður kostur fyrir hvaða horn sem er í íbúðinni. Plantan hreinsar koltvísýring úr and- rúmsloftinu og sleppir út súrefni á nóttunni, öfugt við flestar plöntur svo hægt er að hafa hana í svefnherberginu. Drekatré (Dracaena marginata) Rauðu brúnirnar á þessari plöntu eru skemmtilegar og litríkar. Drekatré getur orðið mjög hátt og hreinsar inniloftið vel fyrir utan að vera fallegt.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.