Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.2. 2015
Græjur og tækni
Google býr yfir ótal möguleikum sem not-
endur þess þekkja ekki svo gjörla. Þar á
meðal er hægt að nota leitarforritið til að
sýna niðurstöður eftir gerðum skjala og er
handhægt ef fólk veit að það er að leita að
word- eða til dæmis PDF-skjali.
Hægt að leita eftir tegund skjala
Á
varp Barack Obama
Bandaríkjaforseta á ráð-
stefnu um netöryggi
sem haldin var í Stan-
ford-háskóla í Kaliforníuríki í
Bandaríkjunum hefur vakið miklar
umræður og gagnrýni þar sem
mörgum þykir forsetinn vilja seil-
ast heldur langt til að tryggja, að
því er hann segir, öryggi al-
mennra borgara.
Í stuttu máli vill Obama að
stærstu tæknifyrirtækin séu ötulli
við að deila upplýsingum sem þau
búa yfir sem geta falið í sér vís-
bendingar um glæpsamlegt athæfi
tölvuþrjóta og netárásir. Slíkum
upplýsingum verði þeir að deila
með yfirvöldum til að sporna gegn
netglæpum.
Tæknifyrirtækin eru ekki svo
sannfærð og eru treg í taumi for-
setans og talsmenn Google, Face-
book og Yahoo ákváðu til dæmis
að sniðganga ráðstefnuna. Ástæð-
an er meðal annars netnjósnir
þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkj-
anna, NSA, sem valdið hefur úlfúð
en Obama endaði ráðstefnuna á
því að rita minnisblað til þingsins
þess efnis að frekari samvinna í
netöryggismálum yrði að eiga sér
stað milli stóru netfyrirtækjanna
og yfirvalda í Bandaríkjunum.
Slíkt minnisblað í Bandaríkjunum,
forsetaúrskurður, er ráðgefandi í
eðli sínu og þessar aðgerðir for-
setans marka ákveðin tímamót í
samskiptum stjórnvalda við int-
ernetfyrirtæki en forsetinn hefur
ekki farið í grafgötur um að hann
telji árás á netinu eina helstu ógn
sem steðji að Bandaríkjunum og
heiminum öllum sem þar hakkarar
gætu lamað allt frá flugumferð-
arkerfum upp í að hreinsa út af
bankareikningum landsmanna.
Helstu dagblöð og fjölmiðlar
vestanhafs hafa fjallað mikið um
þessa ákvörðun forsetans og sitt
sýnist hverjum.
Þannig greindi Washington Post
frá því að kreditkortafyrirtæki svo
sem MasterCard litu málið já-
kvæðum augum en vildu að for-
setinn gengi enn lengra, hvatning
dygði ekki til heldur yrði að lög-
leiða þessar ráðgefandi beiðnir
forsetans til að eitthvað gerðist.
Obama hefur þó tekið skref í
átt til lögleiðingar þessu efni
skylt. Í síðasta mánuði lagði hann
fram tillögu að löggjöf sem myndi
vernda netfyrirtæki frá lögsókn ef
þau deildu upplýsingum sem
tengdust glæpsamlegu athæfi í
netheimum með stjórnvöldum.
Enn sem komið er hefur þó ekk-
ert virkað til að stöðva straum
netárása eins og þeirra sem risa-
fyrirtækið Sony varð til að mynda
fyrir barðinu á.
Njósnirnar setja stórt
strik í reikninginn
Fyrirtæki í Silicon Valley sem og
ýmsir hópar sem berjast fyrir
gagnaleynd almennings á internet-
inu hafa lýst því yfir að þau séu
tillögum Bandaríkjaforseta
andsnúin en þau gætu þó tekið
sína afstöðu til endurskoðunar ef
stjórnvöld vestanhafs og Þjóðarör-
yggisstofnun Bandaríkjanna,
NASA, taki vinnubrögð sín til
endurskoðunar í sambandi við
vafasama upplýsingaöflun þeirra á
netinu og geri hreinlega upp þau
mál.
Fyrir rúmu ári tóku stærstu
tæknifyrirtækin vestanhafs sig til,
þar á meðal Apple, Google,
Twitter, Facebook, Microsoft og
Yahho og sendu út sameiginlega
yfirlýsingu þar sem þau hvöttu
bandarísk stjórnvöld til að koma
böndum á með lögum hvaða
ramma njósnastofnanir í Banda-
ríkjunum mættu starfa innan og
setja skýrt í lög hverjar þeirra
heimildir væru í þeim málum.
Forsetinn féllst á að slíkt yrði
tekið til endurskoðunar í ræðu á
síðasta ári, sérstaklega það sem
heyrði til símahlerana en talsmenn
þessara fyrirtækja segja að það
sé engan veginn nóg og viðleitnin
sé lítil hinum megin.
Hættulegt að skapa
samkeppni
Gagnrýnisraddir segja að það sé
hættulegt að skapa þannig um-
hverfi að netfyrirtæki sjái gróða-
von í því að deila upplýsingum
með stjórnvöldum í Bandaríkj-
unum og upp gætu sprottið ný
fyrirtæki sem muni starfa undir
öðru yfirskini og laða að sér net-
notendur, en einungis hafa í huga
að safna upplýsingum sem þeir
gætu selt áfram.
Aðrir benda á að samkeppni í
þessu geti orðið til góðs – þannig
munu vísbendingar um tölvuárásir
ekki aðeins berast í meiri mæli
heldur muni samkeppni verða til
þess að það dugi ekki að henda
bara einhverju fram heldur verði
upplýsingarnar að vera áreið-
anlegar og það verði fljótt ljóst
hvaða fyrirtækjum er betra að
starfa með en öðrum. Orðspor
breiðist alltaf hratt út.
Tæknifyrirtæki í Bandaríkjunum
hafa að eigin frumkvæði víðast
hvar hert á sínum öryggisreglum
sem tryggja eiga notendum sterk-
ari dulkóðun þeirra upplýsinga
svo að tölvuþrjótar geti síður
komist yfir persónuleg gögn not-
enda.
Ljóst er að það er vandasamur
og umfangsmikill kafli að hefjast í
samskiptum stærstu netfyrirtækja
vestanhafs og stjórnvalda þar í
landi sem snúa að því að öryggi
almennings sé tryggt, ekki bara
gegn tölvuþrjótum heldur líka
gegn opinberum stofnunum.
Spenna í
samskiptum
FORSVARSMÖNNUM STÆRSTU NET- OG TÆKNIFYRIR-
TÆKJA BANDARÍKJANNA LÍST ILLA Á VIÐLEITNI STJÓRN-
VALDA ÞAR Í LANDI TIL AÐ FÁ ÞAU TIL SAMSTARFS.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Barack Obama leggur hart að netfyrirtækjum þar í landi að veita stjórnvöldum upplýsingar sem gætu ljóstrað upp
um og komið í veg fyrir alvarlegar netárásir þar á landi. Árásirnar séu ein stærsta ógn er steðji að nútímanum.
AFP
Aðeins mánuður er þar til Sony
hefur sölu á snjallgleraugum í
einum tíu löndum en gleraugun
eru í svipuðum dúr og Google-
gleraugun svokölluðu en Google
sendi frá sér tilkynningu þess
efnis í síðasta mánuði að þeir
væru að endurskoða framleiðslu
sína á gleraugunum og hygðust
gera hlé á henni með það í
huga að koma á markað mun
þróaðri útgáfu en fengist hefur.
Sony gleraugun þurfa að geta
tengst Anroid tæki til að hægt
sé að nota þau en þau eru með-
al annars þeim nýjungum gædd
að með þeim fylgir hugbúnaður
sem gerir notendum kleift að
hanna eigin smáforrit til að nota
með gleraugunum.
Gleraugun eru 77 g og í þeim
er meðal annars innbyggður
hraðamælir, áttaviti, myndavél,
Bluetooh og Wi-Fi en með þeim
fylgir lítill míkrófónn sem er
hægt að festa með snúru við
fatnað notenda og þannig hægt
að vera á röltinu og spjalla við
vini sína. Ekki eru allir á einu
máli um hversu sniðug upp-
finning snjallgleraugu séu, þau
séu fyrirferðarmikill búnaður
sem fólk muni ekki kunna að
meta.
Stutt í Sony gleraugun
GOOGLE GLERAUGUN
NÁÐU EKKI AÐ SLÁ Í GEGN
Á ÞANN HÁTT SEM NETFYR-
IRTÆKIÐ SÁ FYRIR SÉR. NÚ
RÆR SONY Á SÖMU MIÐ.
Menn velta því fyrir sér hvort snjallgleraugu falli fólki í geð eða hvort því
þyki þau jafnast á við andlitslýti en hér eru nýju Sony snjallgleraugun.
Nýtt app á markaðnum
sem kallast einfaldlega
Darkroom er að vekja
mikla lukku meðal
þeirra Apple-notenda
sem eru duglegir að
taka myndir á símana
sína.
Forritið er ætlað
Apple snjalltækjum og
er afar handhægt og
þægilegt myndvinnslu-
forrit sem lagar allt það
sem fólk vill láta laga á
myndinni, liti, skugga, eða einfaldlega útlitslega, en forritið þykir einkar
gott því það býður upp á djúpa myndvinnslu án mikillar fyrirhafnar og
fljótlegt að læra á það.
Þá þykir notendum sem skrifa um það á bandarísku vefsíðunni The
Verge það bjóða upp á þróaða og djúpa myndvinnslu sem hefur yfirleitt
aðeins verið möguleg í þyngri myndvinnsluforritum í borð- og fartölvum.
SNIÐUGT SMÁFORRIT
Myndvinnsluforrit
slær í gegn
Smáforritið Darkroom lagar liti, skugga, línur og
hvaðeina á ljósmyndum.