Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Page 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.02.2015, Page 57
setningunni. „Ég er búinn að ganga með þessa hugmynd lengi í maganum og hef fyrir hönd Óskabarna ógæfunnar sótt um lista- mannalaun fyrir uppsetningunni árlega frá því bókin kom út árið 2012,“ segir Vignir Rafn og tekur fram að það hafi óneitanlega komið skrýtinn svipur á Eirík Örn þegar hann bar hugmyndina fyrst undir hann. „Ég hitti hann á barnum og spurði hvort ég mætti gera þetta, enda væri ég með alveg skothelda pælingu á útfærslu bókarinnar. Allt frá því ég las bókina hefur mér fundist mjög þarft að fjalla um þetta eldfima umræðuefni sem popúlismi og uppgangur hægri öfgaafla er. Hugmynd mín er að nota þrekvirkið hans Eiríks Arnar sem grunn til að tala tæpitungu- laust um popúlisma á Íslandi og hvernig stjórnmálamenn nota lægsta samnefnara til þess eins að komast að kjötkötlunum. Mjög skýrt og nýlegt dæmi um þetta er talsmáti og framganga framsóknarmanna og flugvall- arvina í síðustu borgarstjórnarkosningum. Við lifum á skringilegum tímum með allri þessari íslamfóbíu og uppgang hægri öfgaflokka í löndunum allt í kringum okkur. Markmið okk- ar í Óskabörnunum er að bjóða upp á samtal við áhorfendur og samfélagið með því að nota rök aðalpersóna bókarinnar. Erkitýpurnar sem birtast í aðalpersónunum þremur eru mjög góðar til að koma hinum mismunandi skoðunum á framfæri. Það er mjög auðvelt að koma með mjög skotheld rök fyrir því af hverju við ættum að loka landinu fyrir fleiri útlendingum. Það verður gaman að útlista þær röksemdir almennilega og rökstyðja þær á sviði og leyfa síðan áhorfendum að taka af- stöðu um það hvað við ættum að gera. Rauði þráðurinn í sýningunni er hins vegar klassíski ástarþríhyrningurinn sem birtist í bókinni og bindur saman söguna,“ segir Vignir Rafn, en með hlutverkin þrjú í verkinu fara Hjörtur Jóhann Jónsson, Maríanna Clara Lúth- ersdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Spurður um meðfylgjandi plakat til auglýs- ingar á sýningunni sem sjá mér hér til hliðar þar sem titill verksins lendir á miðju andliti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætis- ráðherra sem minnir þar með á einn umdeild- asta stjórnmálamann sögunnar segir Vignir Rafn tilviljun hafa ráðið. „Það var hrein til- viljun að titillinn lenti þarna. Sá sem setti upp plakatið er ekki betri í grafískri hönnun en svo að hann valdi lélegan stað fyrir titilinn. Eftir á að hyggja hefði verið betra að hafa tit- ilinn á öðrum stað, jafnvel efst,“ segir Vignir Rafn og tekur fram að sér finnist athyglisvert að kynningarplakatið hafi kallað á opinber við- brögð frá Vigdísi Hauksdóttur, formanni fjár- laganefndar á Alþingi, sem blöskraði fram- setningin og skammaði leikhópinn fyrir að sverta Framsóknarflokkinn með framferði sínu. Alltaf með skiptilykilinn á lofti Vignir Rafn dregur ekki dul á mikilvægi góðra leiktexta. „Mér finnst sagan alltaf mjög mikilvæg. Gott handrit er algjört lykilatriði og grunnurinn að öllu, en síðan tekur leikhóp- urinn og leikstjórinn við. Ég lít ekki svo á að leikskáld geti skrifað eitthvað sem muni ger- ast á sviðinu, það á sér allt stað í samtalinu við áhorfendur. Lokaútkoman verður ekki til á pappír heldur í höfðinu á áhorfendum,“ seg- ir Vignir Rafn og nefnir sem dæmi að mikill tími hafi farið í að gera handritið að Bláskjá skothelt enda endurskrifaði Tyrfingur leik- textann margsinnis áður en æfingar leikhóps- ins hófust. „Áður en Tyrfingur byrjaði að skrifa hittist leikhópurinn á nokkrum fundum til að ræða verkið. Þegar hann var búinn að skrifa uppkast leiklásum við verkið a.m.k. sex sinnum og Tyrfingur gerði nauðsynlegar breytingar. Allt þetta var gert áður en æfing- ar hófust. Það fór mikill tími og vinna í að gera handritið skothelt. Langstærsti akkiles- arhæll íslensks leikhúss er að handritið er hreinlega ekki nógu gott þegar æfingar byrja, en um leið og æfingatímabilið hefst byrjar klukkan að tifa og lítill tími er til stefnu. Þá reynir fólk að sannfæra sig um að leikrit gangi upp þó að það geri það í reynd ekki,“ segir Vignir Rafn sem ólíkt því sem oftast tíðkast í leikhúsheiminum sleppir ekki hönd- um af þeim sýningum sem hann hefur leik- stýrt fyrr en þær fara af fjölunum. „Í fyrri uppsetningum mínum hjá Óskabörnunum og leikhópnum Munaðarleysingjunum keyrði ég ljós og hljóð á öllum sýningum og gat þá hrip- að hjá mér punkta ef eitthvað þurfti að fín- stilla betur í leiknum. Hefðin er sú að vinnu leikstjórans lýkur á frumsýningu, en ég lít svo á að starfi mínu sem leikstjóri er ekki lokið fyrr en sýningin fer til himnaríkis leiksýning- anna. Mér finnst nauðsynlegt að vera alltaf með skiptilykilinn á lofti og herða hér og hvar og halda þannig áfram að fínstilla sýninguna allt sýningartímabilið. Því það gerist svo margt þegar áhorfendur koma í salinn.“ Vignis Rafns bíður að eigin sögn fantagott leikrit þegar hann snýr aftur suður og fer að leikstýra Peggy Pickit sér andlit guðs í Borg- arleikhúsinu. „Leikritið fjallar annars vegar um samskiptaleysi fólks í nútímanum og hins vegar um samviskubit hins vestræna heims gagnvart Afríku,“ segir Vignir Rafn og tekur fram að snilldin við verkið felist í því að stöð- ugt sé hoppað til og frá í tíma. Í framhaldinu taka við æfingar hjá Leik- hópnum Lottu, en að sögn Vignis Rafns var honum hent út í djúpu laugina þegar hann leikstýrði Hróa hetti hjá Lottu í fyrrasumar. „Ég þurfti virkilega að hugsa út fyrir minn þægindaramma. Ég var svo fastur í svarta kassanum úr leikhúsinu, en lærði mjög mikið á því að setja upp útileiksýningu þar sem t.d. ekki var í boði að vera með „blackout“.“ Að lokum er ekki hægt að sleppa Vigni Rafni án þess að forvitnast um hvernig gangi að púsla saman vinnu og fjölskyldulífi, en Vignir Rafn er í sambúð með leikkonunni Þórunni Örnu Kristjánsdóttur og þau eign- uðustu dótturina Kríu Valgerði fyrir rétt rúmu ári. „Ömmur redda málum við að láta þetta púsluspil ganga upp. Það er hreint með ólíkindum hvað þetta hefur allt gengið vel. En það spillir ekki fyrir að dóttir mín er meist- arasnillingur og svo skemmtileg að það eru allir til í að passa hana. Það gerir það auðvit- að erfiðara fyrir okkur að vera ekki hjá henni,“ segir Vignir Rafn sem dvalið hefur án fjölskyldunnar á Akureyri að undanförnu. „Ég hugga mig við að ég er ekki fyrsti pabbinn sem þarf að dvelja langdvölum frá fjölskyldu sinni. Það er ömurlegt, en það verður bara að vera svo,“ segir Vignir Rafn og tekur fram að þau Þórunn Arna séu með ýmis spennandi leikhúsverkefni á teikniborðinu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson 22.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Suðurafríski listdansarinn Oupa Sibeko hefur undan- farið haft aðsetur í Frysti- klefanum í Rifi og æft verk sem hann kallar Martröð og frum- flytur í Tjarnarbíói í kvöld, laugardag, klukkan 21. Verkið er í tveimur hlut- um, er hvor um 15 mínútna langur. 2 Á laugardags- og sunnudags- kvöld klukkan 20 mun leik- arinn Elfar Logi Hannes- son leika einþáttung um Gretti sterka Ásmundarson á Lofti Gamla bankans á Austurvegi 21 á Sel- fossi. Á undan leikþættinum verður Einar Kárason rithöfundur með fyrir- lestur um Gretti. 4 Úlfhildur Dagsdóttir verður með fyrirlestur í Al- þýðuhúsinu á Siglufirði í kvöld, laugardag, klukkan 20. Yfirskriftin er: „Vampýrur: kjaftur og klær“. Fólk er hvatt til að draga fram Vampýruna í sér og mæta í búningi. 5 Í tengslum við sýningu í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar á merkum teikningum sem danski listamaðurinn Jo- hannes Larsen gerði á Íslandi sumrin 1927 og 1930, halda Vibeke Nørga- ard Nielsen og Sigurlín Sveinbjarn- ardóttir fyrirlestur í safninu á sunnu- dag klukkan 15. Bók Nørgaard Nielsen um Larsen, Listamaður á söguslóðum, er nýkomin út í þýðingu Sigurlínar. 3 Hljómsveitin Prins Póló, sem nýtur sívaxandi hylli hlust- enda, kemur fram á tónleikum á Húrra í miðborginni í kvöld, laugardagskvöld. Páll Ivan frá Eiðum hitar upp og hefjast leikar klukkan 22. MÆLT MEÐ 1

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.