Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Page 18
Ferðalög
og flakk
Póstkortin lifa góðu lífi
Morgunblaðið/Kristinn
*Póstkort er að finna á hverju einasta torgisem ferðamenn fara um í heiminum. Póst-kort eru kannski ekki hraðvirkasta leiðintil að koma skilaboðum á framfæri en fyrirmörgum er það að senda póstkort ómiss-andi hluti af ferðalaginu. Börn hafa gamanaf að fá póstkort og jafnvel sendibréf frá
fjarlægum slóðum.
AFP
Í höfuðstöðvum póstþjónustunnar í Gvatemala eru gömul hjól
sem áður voru notuð af póstburðarfólki til sýnis.
PÓSTÞJÓNUSTA UM VÍÐA VERÖLD
Pósturinn kemst til skila
Í München í Suður-Þýskalandi ferðast
bréfberar um á reiðhjólum til að létta
byrðar og komast hraðar yfir.
Í Taipei í Taívan ferðast starfsfólk póstþjónustunnar gjarnan um á litlum mótor-
hjólum eða vespum, enda vegalengdir talsverðar.
Spænskir póststarfsmenn á Tenerife tóku sér stutt hlé frá störfum þegar ljósmyndari náði af þeim mynd.
Póstkassar í sterkum, hreinum litum setja svip
sinn á borgir og bæi víða um heim.
Starfsmaður Magyar Posta, eða ung-
versku póstþjónustunnar, afhendir bréf í
Búdapest. Í Ungverjalandi eru sérstök
verðlaun veitt árlega til bréfbera sem
standa sig framúrskarandi vel í starfi.
Í fátækrahverfinu Rocinha í Rio de Janeiro í Bras-
ilíu eru bréfin afhent viðtakanda beint.
Á FERÐALÖGUM ER GAMAN AÐ VEITA MANNLÍFINU ATHYGLI. ÞRÁTT
FYRIR ALLA NÚTÍMATÆKNI Í SAMSKIPTUM ÞÁ ER ENN BORINN PÓST-
UR Í HÚS UM HEIM ALLAN. BRÉFBERAR GEGNA VEIGAMIKLU
HLUTVERKI Í SAMFÉLÖGUM HEIMSINS OG KOMA MEÐAL ANNARS
PÓSTKORTUNUM SEM VIÐ SENDUM Á FERÐALÖGUM TIL SKILA.
GLEYMUM EKKI AÐ SKOÐA PÓSTKASSA OG FYLGJAST MEÐ ÞVÍ
HVERNIG BRÉFBERAR FERÐAST Í BORGUNUM SEM VIÐ HEIMSÆKJUM.
Í þorpinu Spreewald suður af Berlín þarf sums staðar að notast við báta til að koma póstinum í
póstkassa íbúanna. Í þorpinu eru meira en 200 síki og lífríkið þar er friðlýst af UNESCO.