Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Qupperneq 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Qupperneq 24
ÍSLANDSMÓTIÐ PEPSÍ-DEILD KARLA Í KNATTSPYRNU 2015 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánud. 27. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is | Sími: 569-1105 SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur 1.maí gefurMorgunblaðið út glæsilegt sérblað um Íslandsmótið í Pepsí-deild karla í knattspyrnu sumarið 2015. 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.4. 2015 Heilsa og hreyfing V eturinn er liðinn og eins og alltaf eru ákveðnar straumar og stefnur á nýju heilsusumri að verða áberandi. Víða um heim er skrifað um hvaða ávextir verða heilsuávext- irnir, hvernig hreyfingu skal stunda og hvernig á að ná beislum á streitu. Ef við skoðum það sem er mest áberandi í heilsutengdum skrifum eru hér nokkur atriði sem er greinilega „nýjasta tískan“.  Granatepli. Fræ granatepla eru ljúffeng í hvers kyns sumarsalöt. Þau eiga að vinna gegn streitu, liða- gigt og jafnvel getuleysi samkvæmt breskum rannsóknum. Allra nýjustu rannsóknir, ísraelskar, sýna að þær lækka kólesteról og koma í veg fyr- ir hjartasjúkdóma. Það dugar líka vel að drekka granateplasafa og ½ glas á dag. Safinn er ríkur af A, C og E vítamínum sem og járni.  Jákvæðni. Það er margsannað að jákvætt hugarfar getur gert kraftaverk og með hækkandi sól finna margir til meiri bjartsýni en talsvert er skrifað um það þessa dagana að jákvæðni geti gagnast fólki í að ná markmiðum sínum. Þannig er algengt að fólk verði jafnvel stressað við það að hugsa um að það sé stressað. Í stað þess að nefna líkamlegt ástand sitt „stress“ gæti gagnast að nefna það einfaldlega nýjum nöfnum. Líta á stressið sem einfaldlega tilhlökkun. Á sama hátt má reyna að finna nei- kvæðum tilfinningum jákvæðari heiti. Ef fólk fer út að skokka getur líka munað miklu að brosa og hugsa um eitthvað fyndið eða hlusta á eitt- hvað fyndið, þetta á að vera skemmtiskokk ekki píslarhlaup.  Hreyfing með fjölskyldunni en ekki skokk- hópnum. Sófa- kartöflurnar eru hvattar til að fara út að skokka, hjóla og synda og fé- lagsskapur er þar lykilatriðið. Hins vegar er fjölskyldufólk hvatt til að flækja þetta ekki og dauðleita að skokkhóp heldur fara út með krökk- unum að skokka og hreyfa sig. Vissulega er hraðinn kannski minni og vegalengdirnar styttri en mörg- um hentar það jafnvel betur og eng- inn þarf að hafa samviskubit yfir fáum samverustundum með fjöl- skyldunni.  Að rækta í litlum pottum. Það er ekki lengur afsökun að eiga engan garðskika til að segjast ekki getað ræktað smá grænmeti eða myntu í garðinum. Enda er allra smartast í sumar að vera með lítil ker, potta eða aðeins stærri kassa undir rækt- unina, á svölum eða á því svæði sem hægt er að setja út á eitthvað grænt og vænt. Garðrækt er tísku- hugleiðsla sumarsins.  Vinsælustu teygjurnar á inter- netinu. Mikið er skrifað um FitnessBlender þessa dagana en á Youtube er hægt að nálgast æfinga- og teygjupróg- römm, ótal mörg talsins og mismun- andi eftir því hvernig líkamlegt ástand manns er. Það eru banda- rísku þjálfararnir Trainers Daniel og Kelli Segars sem eiga heiðurinn að þessum myndskeiðum en þar er hægt að fara í jafnvel 40 mínútna þolfimitíma. Teygjumyndskeiðin þykja þá alveg frábær. ALLS KONAR HÆGT AÐ GERA Í SUMAR Heilsustraumar sumarsins Fjölskyldufólk ætti að drífa fjölskylduna út að hlaupa í sumar og hvíla skokkhópinn í sumarfríinu. Þannig verða fleiri samverustundir til og það læra börnin og temja sér sem fyrir þeim er haft – þar með er talin holl hreyfing. Getty Images/iStockphoto Í SUMAR ÞYKIR FÍNASTA FÍNT AÐ BORÐA GRANATEPLI, RÆKTA KRYDDJURTIR SÉR TIL LÍKAMLEGRAR OG AND- LEGAR HEILSUBÓTAR OG SKOKKA MEÐ FJÖLSKYLDUNNI EN EKKI SKOKKHÓPNUM. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Því miður er oft erfitt að ná vondri lykt úr fötunum sem við svitnum í í ræktinni. Benda má á að það á alls ekki að nota mýkingarefni í íþróttaföt, það hindrar að svitalyktin fari úr. Gott ráð er aftur á móti að leggja fötin í kalt vatn, blandað saman við smávegis af hvítvínsediki í um hálf- tíma áður en þau eru sett í þvottavélina. Hlutföllin 5 lítrar vatn á móti ½ bolla af ediki. Íþróttafötin þvegin Badminton þykir mörgum skemmtilegur sumarleikur og snið- ugt að strengja net þvert yfir garðana í sumar til að nýta í bad- mintonspil en þau fást orðið víða í nokkrum gerðum og er hægt að nýta þau í fleiri boltaleiki um leið, svo sem til að spreyta sig á blaki. Badmintoníþróttin hérlendis er þó vissulega óháð veðri og hægt að æfa hana áfram eftir að hausta fer þar sem mörg íþróttafélög bjóða upp á badmintonæfingar innandyra. Fyrir þá sem ætla ekki að spila badminton endilega undir hand- leiðslu þjálfara má benda að á dönsku badmintonsíðunni badmin- tonsiden.dk, er hægt að finna ýmsa skemmtilega badmintonleiki og æf- ingar sem má spreyta sig á. Síðan er að sjálfsögðu á dönsku en flestir ættu að geta bjargað sér á henni. Eitt það fyrsta sem gæti þó gagnast þeim sem eru að spila bad- minton vel er þetta: Haltu spað- anum alltaf uppi úti á vellinum en ekki láta hann hanga niður. Annars þarftu alltaf að eyða tíma í að byrja á að lyfta honum upp til að bregð- ast við skotum mótherja þíns. SKEMMTILEGT FJÖLSKYLDUSPORT Það er sérlega hressandi að spila badminton utandyra. Brátt hægt að spila badminton úti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.