Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Side 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.4. 2015 B retar segjast stoltir eiga elstu löggjaf- arstofnun veraldar. Þeir hafa heil- mikið til síns máls í þeim efnum, þótt nágrannar þeirra í norðri telji sumir að þarna sé örlítið ofmælt. Þeir sömu eiga því sitt svar þegar sagt er að þingið í London sé „móðir allra þinga“. „Við þekkjum til ömmunnar,“ er þá muldrað. Jafnvel gömul þing missa mátt Vissulega eru gild sjónarmið í þessum metingi, svo sem um „hlé“ á starfsemi þings og eins hvort þing hafi allan sinn aldur gegnt raunverulegu löggjafar- hlutverki. Og allt er í heiminum hverfult. Nú er óneit- anlega svo komið, að meira en helmingur nýrra laga þingmóðurinnar við Thamesá kemur frá ólýðræðis- legum, andlitslausum, yfirborguðum og skattlitlum búrókrötum í skrifstofum nærri Waterloo, þar sem þeir Wellington og Blücher héldu að valdþyrstum meginlandsfurstum hefði endanlega verið settur stóll- inn fyrir dyrnar. Enn er þingamman í Reykjavík með höfundarrétt að stærri hlut í löggjöf en ungfrúin í London, þótt embættismenn í nágrenni við fyrr- nefndan frægan styrjaldarblett færi sig einnig þar upp á skaftið. En hvað sem því líður, er þekkt hve rík hefð er fyrir því í breska þinginu að andstæð sjónarmið fái að heyr- ast í öllum málum (nema sendingum frá Brussel). Það þykja því engin undur að fyrrverandi stjórnarþing- maður, lentur í stjórnarandstöðu, færi fram andstæð sjónarmið við mál sem hann studdi áður. Það gerir hann til að tryggja að allar hliðar máls hafi talsmann. Sá sami getur svo að lokinni umræðu engu að síður stutt lagafrumvarpið og enginn sér neitt athugavert við það, enda er ekkert athugavert við það. Eiga eina sál En þrátt fyrir þennan eiginleika kemur breska þingið fram eins og sál þess sé ein, hugur þess einn og rödd þess ein og söm, þegar mest liggur við. Þegar þjóðarvá er fyrir dyrum snúa allir bökum saman, enda er slík krafa runnin Bretum í merg og bein og vei þeim sem bregst henni. Samstarf andstæð- inganna Churchills og Attlees, leiðtoga Verkamann- flokksins í stríðsstjórninni, var óaðfinnanlegt. Þeir, eins og þjóðin öll, skynjuðu að samheldni var forsenda þess að eygja mætti von í nauðvörninni gegn Adolf Hitler þegar Bretar stóðu einir. Því þótt Bretar væru stórþjóð átti hún þá í vök að verjast og það var ígildi uppgjafar að vera við þær að- stæður „við sjálfa sig að berjast“. Bankakreppan á Íslandi, haustið 2008, var alvarlegt áfall. Stór hluti þjóðarinnar hafði verið meðvirkur í upp- sveiflunni miklu sem var aðdragandi hennar, þótt langflestir héldu þó sínum fjárhagslegu sönsum. Það er þó ástæðulaust að finna að þeirri meðvirkni, því næstum því allir sem gera mátti kröfu til að veittu leiðsögn og spyrntu við fótum brugðust þá. Þeir hrifust með og vildu ekki heyra aðvörunarorð „úrtölumanna“. Bönduðu þeim frá sér sem stóryrðum eða sjónarmiðum sem væru annarleg vegna óþarfrar tortryggni í garð helstu persóna og leikenda sem þá áttu sviðið. En þetta var fyrsti þáttur og þegar honum lauk var ekki tími til að dvelja við hann. En í öðrum þætti brugðust menn enn. Þegar ríkisstjórn var bent á það viku fyrir hrun að bankakerfið í heild riðaði til falls hlustuðu menn í senn undrandi og reiðir, þótt þau tíð- indi ættu varla að koma neinum á óvart. Á fundinum var nefnt, einkum til að undirstrika alvöru málsins, að hefði einhvern tíma verið tilefni til að mynda þjóð- stjórn á Íslandi væri það nú. Viðbrögðin voru sér- kennileg. Sumir brugðust við eins og félagsmála- frömuðir í unglingaskóla. Þeir þekktu ekki mun á þjóðstjórn og utanþingsstjórn og héngu á lægsta plani á einstæðum tíma í tilveru þjóðarinnar. Augljósasta verkefnið og það brýnasta Þegar sá reyndi stjórnmálamaður Göran Persson, for- sætisráðherra Svíþjóðar í 10 ár, sótti Ísland heim í lok ársins 2008 fjallaði hann um það, hvernig Svíþjóð brást við bankakreppunni þar, árið 1992. Hún var ekki síður djúp en hin íslenska (og alheimska) 16 árum síð- ar. Eftir að hafa fjallað um tæknileg atriði viðbragð- anna við henni sagði Persson að meginskýringin á því, Jafnvel eftir harða lexíu lærist fátt Viðbrögðin nú, við hugmyndum um afnám hafta, eru öll á sömu lund. Þetta er þó verkefni sem allir þing- menn ættu bæði að þrá og sjá sóma sinn í að sameinast um. Engu er líkara en að vinstri flokk- arnir á þinginu haldi enn í gamla góða slagorðið: „Það er sundrungin sem sameinar okkur.“ Reykjavíkurbréf 17.04.15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.