Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Qupperneq 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Qupperneq 52
Ljósvaki 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.4. 2015 Á enska öfgamálmbandið Cradle ofFilth, Vagga viðbjóðsins, engafylgjendur á Íslandi? Fór að velta þessu fyrir mér á Ódýra tónlistarmark- aðinum í Perlunni á dögunum. Ég hef van- ið komur mínar á þann ágæta markað ár- um saman og alltaf flæða plötur Cradle of Filth út af borðinu. Plötur eins og Cruelty and the Beast, Damnation and a Day og Godspeed on the Devil’s Thunder. Hvers vegna í ósköpunum lít- ur enginn við þessu efni? Hygg að eina bandið sem á að jafnaði fleiri plötur á markaðinum séu Bítlarnir. Annað breskt band sem daðraði við öfga á sinni tíð. Komnir á skrifstofuna? Annað öfgamálmband, Cannibal Corpse frá Buffalo í Bandaríkjunum, virðist ekki eiga meira fylgi hér uppi á klakanum en Cradle of Filth. Alltént er ekki að sjá að plötur þeirrar ágætu sveitar hreyfist heldur í Perlunni. Hvar eru þeir nú Agnar Death og félagar sem óku rúntinn á Akureyri í gamla daga með drynjandi dauðarokk í kassettutækinu? Og flösuna fjúkandi í allar áttir. Man að einn þeirra gegndi nafninu Röri og bruddi bárujárn með morg- unkaffinu. Mögulega eru þeir allir komnir inn á einhverja skrifstofuna í dag. Það er önnur saga. Meiri hreyfing er á plötum þrass- kónganna í Slayer í Perlunni. Rakst meira að segja á þá fyrstu, Show No Mercy, um daginn. Frá því herrans ári 1983. Man ekki eftir að hafa séð hana í íslenskri plötubúð um langt árabil. Er það vel. Stórkostleg sveit, Slayer, og ein sú áhrifamesta í málmsögunni. Úrvalið er gjarnan prýðilegt í Perlunni og á svona markaði er maður líklegri til að kaupa efni sem maður myndi annars ekki kaupa. Það veltur auðvitað á verðinu en það er ansi misjafnt í Perlunni. Nær væri raunar að tala um Misjafnlega ódýra tón- listarmarkaðinn. Margar plötur eru á fullu verði, að því er virðist. Og þær ódýrustu þeirrar gerðar að enginn girnist þær. Ekki einu sinni sem gjöf. Inn á milli slæðast þó frambærilegar skífur á hagstæðu verði. Splæsti til dæmis í fyrsta skipti í plötu með bandaríska málmkjarnabandinu Killswitch Engage um daginn. Hef lengi ætlað að kynna mér það band. Fyrir mörgum árum stóð valið milli Frá tónlistarmarkaðinum í Perlunni. Þar má líka fá alls- kyns myndefni í DVD-formi. Morgunblaðið/Kristinn Enginn vill Vöggu viðbjóðsins ÉG ER FURÐUFUGL OG ÞESS VEGNA ER ÉG LÍKLEGA ENNÞÁ AÐ KAUPA HLJÓMPLÖTUR. MEST GEISLA EN EKKI VÍNYL, ÞAR SEM NÁLIN Á PLÖTUSPILARAN- UM ER BILUÐ. FYRIR VIKIÐ HLAKKA ÉG ALLTAF JAFN MIKIÐ TIL MISJAFNLEGA ÓDÝRA TÓNLISTARMARKAÐARINS Í PERLUNNI SEM NÚ STENDUR EINMITT YFIR. Bob gamli Dylan. Á ég að gefa honum tækifæri? Killswitch Engage er í dúndurformi á plötunni Disarm the Descent sem kaupa má á tónlistarmarkaðinum. Tónlist ORRI PÁLL ORMARSSON Það ætti ekki að hafa farið framhjá nein-um í þessu sólkerfi að kynningar-myndband fyrir kvikmyndina StarWars: Episode VII - The Force Awa- kens var frumsýnt fyrir helgi fyrir framan 7.500 æsta aðdáendur á ráðstefnu í Kaliforníu. Myndin er framhald af Star Wars: Episode VI - Return of the Jedi frá árinu 1983 og á að ger- ast þrjátíu árum síðar. Harrison Ford lítur vel út í hlutverki sínu sem Han Solo en margir eru nú að furða sig á hvaða örlög hafi beðið Lukes Skywalkers (Mark Hamill) en vélhönd sést snerta R2-D2. Margir hafa giskað á að þetta sé hönd Lukes og að hann hafi gengið til liðs við myrku öflin. Kemur í ljós 18. desember. STYTTIST Í MEIRA STJÖRNUSTRÍÐ Tveir ómótstæðilegir á sinn hátt, Chewbacca og Han Solo (Harrison Ford). Meira af Harrison Ford en viðræðurstanda yfir við Ryan Gosling aðleika í framhaldi Blade Runner ámóti Ford. Leikstjórinn Denis Villeneuve, sem tónskáldið Jóhann Jóhannsson hefur unnið mikið með, leikstýrir myndinni en Ridley Scott framleiðir. Myndin gerist nokkrum áratugum á eftir fyrri myndinni, sem kom út ár- ið 1982 en gerðist í Los Angeles árið 2019. Ford verður á ný í hlutverki Rick Deckard en ekki er vitað hvaða hlutverk Gosling fer með. Sicario, nýjasta mynd Villeneuve, verður á Can- nes-kvikmyndahátíðinni en Jóhann gerir tónlist- ina í henni. Með aðalhlutverk fara Emily Blunt, Josh Brolin og Benicio del Toro. RYAN GOSLING Í BLADE RUNNER 2 Ryan Gosling og Harrison Ford verða áreiðanlega góðir saman.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.