Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Síða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Síða 52
Ljósvaki 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.4. 2015 Á enska öfgamálmbandið Cradle ofFilth, Vagga viðbjóðsins, engafylgjendur á Íslandi? Fór að velta þessu fyrir mér á Ódýra tónlistarmark- aðinum í Perlunni á dögunum. Ég hef van- ið komur mínar á þann ágæta markað ár- um saman og alltaf flæða plötur Cradle of Filth út af borðinu. Plötur eins og Cruelty and the Beast, Damnation and a Day og Godspeed on the Devil’s Thunder. Hvers vegna í ósköpunum lít- ur enginn við þessu efni? Hygg að eina bandið sem á að jafnaði fleiri plötur á markaðinum séu Bítlarnir. Annað breskt band sem daðraði við öfga á sinni tíð. Komnir á skrifstofuna? Annað öfgamálmband, Cannibal Corpse frá Buffalo í Bandaríkjunum, virðist ekki eiga meira fylgi hér uppi á klakanum en Cradle of Filth. Alltént er ekki að sjá að plötur þeirrar ágætu sveitar hreyfist heldur í Perlunni. Hvar eru þeir nú Agnar Death og félagar sem óku rúntinn á Akureyri í gamla daga með drynjandi dauðarokk í kassettutækinu? Og flösuna fjúkandi í allar áttir. Man að einn þeirra gegndi nafninu Röri og bruddi bárujárn með morg- unkaffinu. Mögulega eru þeir allir komnir inn á einhverja skrifstofuna í dag. Það er önnur saga. Meiri hreyfing er á plötum þrass- kónganna í Slayer í Perlunni. Rakst meira að segja á þá fyrstu, Show No Mercy, um daginn. Frá því herrans ári 1983. Man ekki eftir að hafa séð hana í íslenskri plötubúð um langt árabil. Er það vel. Stórkostleg sveit, Slayer, og ein sú áhrifamesta í málmsögunni. Úrvalið er gjarnan prýðilegt í Perlunni og á svona markaði er maður líklegri til að kaupa efni sem maður myndi annars ekki kaupa. Það veltur auðvitað á verðinu en það er ansi misjafnt í Perlunni. Nær væri raunar að tala um Misjafnlega ódýra tón- listarmarkaðinn. Margar plötur eru á fullu verði, að því er virðist. Og þær ódýrustu þeirrar gerðar að enginn girnist þær. Ekki einu sinni sem gjöf. Inn á milli slæðast þó frambærilegar skífur á hagstæðu verði. Splæsti til dæmis í fyrsta skipti í plötu með bandaríska málmkjarnabandinu Killswitch Engage um daginn. Hef lengi ætlað að kynna mér það band. Fyrir mörgum árum stóð valið milli Frá tónlistarmarkaðinum í Perlunni. Þar má líka fá alls- kyns myndefni í DVD-formi. Morgunblaðið/Kristinn Enginn vill Vöggu viðbjóðsins ÉG ER FURÐUFUGL OG ÞESS VEGNA ER ÉG LÍKLEGA ENNÞÁ AÐ KAUPA HLJÓMPLÖTUR. MEST GEISLA EN EKKI VÍNYL, ÞAR SEM NÁLIN Á PLÖTUSPILARAN- UM ER BILUÐ. FYRIR VIKIÐ HLAKKA ÉG ALLTAF JAFN MIKIÐ TIL MISJAFNLEGA ÓDÝRA TÓNLISTARMARKAÐARINS Í PERLUNNI SEM NÚ STENDUR EINMITT YFIR. Bob gamli Dylan. Á ég að gefa honum tækifæri? Killswitch Engage er í dúndurformi á plötunni Disarm the Descent sem kaupa má á tónlistarmarkaðinum. Tónlist ORRI PÁLL ORMARSSON Það ætti ekki að hafa farið framhjá nein-um í þessu sólkerfi að kynningar-myndband fyrir kvikmyndina StarWars: Episode VII - The Force Awa- kens var frumsýnt fyrir helgi fyrir framan 7.500 æsta aðdáendur á ráðstefnu í Kaliforníu. Myndin er framhald af Star Wars: Episode VI - Return of the Jedi frá árinu 1983 og á að ger- ast þrjátíu árum síðar. Harrison Ford lítur vel út í hlutverki sínu sem Han Solo en margir eru nú að furða sig á hvaða örlög hafi beðið Lukes Skywalkers (Mark Hamill) en vélhönd sést snerta R2-D2. Margir hafa giskað á að þetta sé hönd Lukes og að hann hafi gengið til liðs við myrku öflin. Kemur í ljós 18. desember. STYTTIST Í MEIRA STJÖRNUSTRÍÐ Tveir ómótstæðilegir á sinn hátt, Chewbacca og Han Solo (Harrison Ford). Meira af Harrison Ford en viðræðurstanda yfir við Ryan Gosling aðleika í framhaldi Blade Runner ámóti Ford. Leikstjórinn Denis Villeneuve, sem tónskáldið Jóhann Jóhannsson hefur unnið mikið með, leikstýrir myndinni en Ridley Scott framleiðir. Myndin gerist nokkrum áratugum á eftir fyrri myndinni, sem kom út ár- ið 1982 en gerðist í Los Angeles árið 2019. Ford verður á ný í hlutverki Rick Deckard en ekki er vitað hvaða hlutverk Gosling fer með. Sicario, nýjasta mynd Villeneuve, verður á Can- nes-kvikmyndahátíðinni en Jóhann gerir tónlist- ina í henni. Með aðalhlutverk fara Emily Blunt, Josh Brolin og Benicio del Toro. RYAN GOSLING Í BLADE RUNNER 2 Ryan Gosling og Harrison Ford verða áreiðanlega góðir saman.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.