Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Page 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Page 64
SUNNUDAGUR 19. APRÍL 2015 Fiðluleikarinn Sif Margrét Tulinius frum- flytur verkið Praesentia eftir Huga Guð- mundsson í Salnum í Kópavogi á þriðjudags- kvöldið. Á tónleikunum, sem hefjast kl. 19.30, munu Sif og píanóleikarinn Anna Guðný Guðmundsdóttir einnig flytja Sónötu í Es-dúr opus 12 no. 3 og Sónötu í A-dúr opus 30 no. 1 eftir Ludwig Van Beethoven. Hugi segir verkið, Praesentia, upphaflega hafa átt að vera með töluverðri elektróník sem undirleik og var sá partur unninn úr Beethoven-fiðlusónötunum. Þegar leið á ferl- ið hafi elektróníkin vikið að fullu til að búa til meira pláss fyrir fiðluna. Þá hafi hann neyðst til að horfast í augu við ævilanga hræðslu sína fyrir því að skrifa fyrir ein- leikshljóðfæri. Verkið er samið sérstaklega fyrir Sif Margréti. Í upphafi tónleikanna fjallar Árni Heimir Ingólfsson um verk Beethovens sem og nýja verkið sem frumflutt er á tónleikunum. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð Sifjar og Önnu Guðnýjar sem ber yfirskriftina Tveir+einn. Á fimm tónleikum munu þær stöllur taka fyrir fiðlusónötur Beethovens auk þess sem Sif frumflytur verk fyrir ein- leiksfiðlu eftir íslenskt tónskáld. Hugi Guðmundsson tónskáld samdi verkið sérstaklega fyrir Sif. NÝTT VERK FRUMFLUTT Í SALNUM Horfst í augu við hræðsluna Sif Margrét Tulinius fiðluleikari hefur umsjón með tónleikaröðinni. Fulltrúi ungu kynslóðarinnar 1970 var valin Guðbjörg Aðal- heiður Haraldsdóttir, sextán ára gömul til heimilis á Hraunteigi 24 í Reykjavík. Kjörið fór fram á skemmtun í Austurbæjarbíói um miðjan apríl. Í frétt Morgunblaðsins um kjörið kom fram að fimm manna dómnefnd hafi valið Guðbjörgu eftir að hafa rætt við stúlkurnar ýmis mál og kynnst þeim per- sónulega. Bryndís Schram hafði orð fyrir dómnefndinni og sagði hún meðal annars, að Guðbjörg hefði orðið fyrir valinu sér- staklega fyrir þá sök, að hún notaði ekki andlitsfarða, og væri alveg einstaklega eðlileg í fram- komu. Þess má geta að Guðbjörg las upp frumort ljóð á skemmtuninni en stöllur hennar höfðu ýmist valið sér söng, dans eða píanóleik til að sýna hæfi- leika sína. GAMLA FRÉTTIN Fulltrúi ungu kyn- slóðarinnar Stúlkurnar sem tóku þátt í keppninni: Fyrir framan, f.v.: Margrét Hall- grímsson og Elín Gestsdóttir. Fyrir aftan, f.v.: Kristjana Ólafsdóttir, Guð- björg Aðalheiður Haraldsdóttir, Þóra Berg og Ásgerður Flosadóttir. Morgunblaðið/Kr. Ben. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Eiríkur Arnar Magnússon myndlistarmaður Þorvaldur Örlygsson knattspyrnuþjálfari Tim Brithén landsliðsþjálfari í íshokkí GO CRAZY 25% af öllu* ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 LAUGARDAG 18/4 & SUNNUDAG 19/4 *Gildir ekki um vörur á áður lækkuðu verði og merktum Everyday low price. Afsláttur reiknast á kassa. NÚ 97.425 Lissabon-sófi. Tveggja sæta. Áður 129.900kr. NÚ 5.246 Black tree-rúmföt. Áður 6.995kr. NÚ 12.675 Stuff-poki fyrir þvott. Áður 2.995kr. Razor-barstóll. Áður 16.900kr. NÚ 2.246 Sumarið ERUM Á FULLU AÐ TAKA UPP NÚ 18.675 Copenhagen-stóll. Áður 24.900kr.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.