Reykjalundur - 01.06.1968, Blaðsíða 51
Steindór Steindórsson frá Hlöðum skipaður
skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Steindór
hefur verið mikilhæfur og virkur félagi í Berkla-
vörn Akureyrar og sambandsins frá stofnun þess.
- o -
Maí 25.: Sambandsstjórnin samþykkir fyrir sitt
leyti að læknisbústaður Álafosshéraðs verði reist-
ur í landi Reykj alundar. Oddi Ólafssyni og Árna
Einarssyni var falið að gera samning við stjórn
læknishéraðsins þar að lútandi.
- o -
Tilhögun Vöruhappdrættisins óbreytt frá f. á.
þó með þeirri veigamiklu undantekningu, að
settur var inn aukavinningur í 5. fl. sem var
Chevrolet Camaro sportbíll að kaupverði nálægt
450 þús. kr.
- o -
Maí 24.: Sjálfvirk símstöð opnuð í Reykja-
lundi. Stöðin hefur 10 talrásasambönd við sjálf-
virka símakerfi landsins og 68 taltæki innan stað-
ar. Stöðina má stækka eins og þörf krefur í fram-
tíðinni.
- o -
Júní 6.: Látinn í Reykjavík Jónas Þorbergsson,
fyrrv. útvarpsstjóri. Jónas var meðal stofnenda S.
í. B. S. og ávallt síðan virkur félagi. 1. forseti á
flestum þingum S. í. B. S. Áhrifamesti hvatamað-
ur að byggingu Kristnesshælis 1927.
ÞANNIG Á AÐ UMGANGAST FORELDRA
Framhald aj bls. 33
Ef fjölskyldan er öll samankomin við matar-
borðið borgar sig fyrir barnið að sitja graf-
kyrrt, jafnvel þó því leiðist. Vegna þess að ef
það stendur upp, heyrist þessi setning í níu til-
fellum af 10: Fyrst þú ert staðin upp hvort sem
er, viltu þá ekki hlaupa og ná í gleraugun mín?
Oftast hafa þeir fullorðnu enga þörf fyrir gler-
augun eða prjónana eða hvað, sem þeim kann
að detta í hug að senda mann eftir, þeir mundu
ekki láta sér til hugar koma, að þá vantaði þessa
hluti, ef maður væri ekki staðin upp. Bezta ráð-
ið er að sitja og hlusta á tal fullorðna fólksins.
Það talar ótrúlega mikið, og því líkar vel að
hafa eftirtektarsama áheyrendur.
4. Rifrildi: Þeir foreldrar eru til, sem rífast
næstum aldrei neitt að ráði, en ég held þó, að
allir foreldrar rífist, ef þeir ætla út að skemmta
sér að kvöldi til. Þegar þau eru loksins búin að
hafa fataskipti og eru orðin allt of sein og
hvort um sig kennir hinu um - þá byrjar rifr-
ildið. Oftast er báðum um að kenna, en öllum
skal ráðlagt að leggja ekki eitt orð til málanna.
Og heppilegast er að láta sem allra minnst á
sér bera, leyfa þeim að rífast í friði. Þetta getur
tekið þá nokkuð langan tíma, og þegar manni
fer að leiðast að hlusta, getur verið ágætt að
líta í góða bók. Hvað þetta snertis og margt
annað, batna foreldrar sízt með aldrinum.
5. Þegar þau hœtta að reykja: Ef maður finn-
ur einn góðan veðurdag á stofuborðinu bókina:
„Hættið að reykja“, er voðinn vís. Ef þau fá þá
hugmynd að hætta að reykja, verða þau svo
geðvond að engu tali tekur, rjúka upp af hvaða
smámunum sem er. En þau sitja fast við sinn
keip að hætta reykingum - í nokkra daga. Því
fyrr eða seinna rennur upp sá dagur að þau byrja
aftur. Algengast er að þetta tímabil taki svona
viku til tíu daga. Og maður verður sannarlega
að taka á allri sinni þolinmæði á meðan.
5. Útvarp: í flestum fjölskyldum er eilífur á-
greiningur um það hvaða útvarpsefni eigi að
hlusta á.
Faðirinn vill venjulega hlusta á erindi um
efnahagsmál, þjóðmál og þess háttar. Móðirin
vill heyra kvennaþætti og ævaforn danslög frá
því að hún var ung. En börnin vilja hlusta á
eitthvað sem vit er í, bítlamúsik og jazz. Það er
þó yfirleitt bezt að láta fullorðna fólkið ráða,
annars gæti því dottið í hug að fara að skoða
einkunnabókina manns eða líta á skólahanda-
REYKJALUNDUR
49