Reykjalundur - 01.06.1968, Blaðsíða 58

Reykjalundur - 01.06.1968, Blaðsíða 58
stiklað á stóru, og aðeins örfáir þeirra, sem lagt hafa huga og hönd að verki, verið nafngreindir. En eitt er víst, að S.Í.B.S. hefur á þessum 30 ár- um unnið brautryðj andastarf, eitt hið merkasta með þessari þjóð - starf, sem aldrei mun gleym- ast. Mín spá er sú, að bók muni verða rituð um þessa sögu. Okkar hlutverk er aðeins það að láta þeim í té, sem það gera, efnið í söguna, eins og hún hefur gerzt“. ,,Þið forystumenn S.Í.B.S. kunnið einir manna þessa sögu. Á hvaða strengi slær hún fyrst og fremst hið innra með ykkur, er þið horfið nú um öxl - til baka yfir 30 ára vegferð?“ „Þótt leiðin væri í fyrstunni dálítið brött, þá eru minningarnar um þessa vegferð eins og hljómfögur sinfónía, sem streymir fram gegnum hugann - sólskin - gleði - þakklæti fyrir að mega verða þjóðinni að liði - og það, sem mest er um vert - að hafa hana alla með sér í verki. Við sjáum, að brautin er rudd. Við trúum því, að íslenzkir öryrkjar, hvort sem þeir eru það af völdum berklaveiki eða annarra sjúkdóma, verði aldrei framar hornrekur þj óðfélagsins. Við þökkum fólkinu í landinu, ráðamönnum þjóðar- innar og ekki sízt læknunum, sem stutt hafa okk- ur af heilum hug í starfi“. Ég leit á Árdag - eða hugðist líta á hann - en ég var einn. Hann hafði lokið máli sínu - var horfinn. Það var vor í lofti - morgunsól á fjöllum Ég held aftur sömu leið og ég hafði komið - eftir grasi grónum troðningum - og skynja skóhljóð þúsundanna. Ég geymi sögu Árdags í minni, þótt í brotum sé. Aldrei munu þessi ævafornu berg- virki jarðareldsins segja hana svo að mannleg heyrn fái skynjað. Þau þegja hinni eilífu'þögn. Þess vegna verður hún að letrast á bækur - ó- bornum kynslóðum hvatning til drengskapar. Nánari drög að sögu S.Í.B.S er að finna í grein Gísla Guðmundssonar, sem birtist í 2. árgangi Reykjalundar. Ennfremur í Annálum S. 1. B. S., skráðum af Þórði Benediktssyni í 7. árg., 12. árg., 15. árg. og að síðustu í þessu riti, 22. árg. Þá eru fjölmargar greinar í tímaritinu frá byrjun, sem í er miiknn fróðleik að finna um sögu samtakanna. EINBEN OG CIRKUS ZOO Framhald aj bls. 15. við artistana, sem búið var að æsa upp með bréf inu fræga áður umtöluðu. Fór hann eindregið fram á breytingar á samningsuppkastinu gamla og allar sér í hag. Bar hann nú fram þá kröfu að við greiddum fyrir báðar ferðir, en áður hafði talazt svo til, að hann greiddi heimferð cirkusins. Veifaði hann sífellt þessu voða bréfi, sem átti eftir að kosta S.Í.B.S. mikið fé, og sagðist mundu sæta afarkostum af hálfu artistanna. Lítið gerði hann úr gildi Reykjavíkursamkomulagsins, enda væri það fyrir hvorugan gildandi. Við tókum af- arkostum hans fálega en ympruðum á því, að til mála gæti komið að hann fengi í sinn hlut hærri hundraðstölu af inngangseyri en umtalað hefði verið. Kvöddum án samkomulags, en mæltum okkur mót í Mariedal á Suðurskáni, eignarjörð Rhod- ens, á þriðjudaginn. Hann lofaði því að þá skyldi gengið frá gildandi samningi, en að öðrum kosti málið látið niður falla. Einnig gætum við þá mælt farangurinn svo Hansen mætti við una. Á þeim tíma myndi cirkusinn fullskipaður kominn til Mariedal. Áður en við fórum til Hafnar, sendum við skeyti heim. Það höfðum við gert daglega og skrifað undir nöfn okkar beggja. Árna fannst þessi tvö nöfn ásamt samtengingu hin mesta ó- spilunarsemi. Ég var honum sammála, auk þess kynni ég meinilla þessu Thordarnafni. Dettur þá Árna það snjallræði í hug að sameina nöfn okk- ar af mikilli smekkvísi. Fór vel á þessu því sann- arlega værum við sem ein persóna í blíðu og stríðu. Ég segi blíðu vegna þess að svo er tals- mátinn, en þessi ferð var eintómt stríð. Og Árni undirritar skeytið, Einben. Afgreiðslumáður lítu' á skeytið og mælir í spurnartón, Einben Með leyfi, er þetta ættarnafn ellegar firmanafn? Firmanafn, svarar Árni og var hróðugur. Nafnið þótti gott heima. 56 REYKJALUNDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.