Reykjalundur - 01.06.1968, Page 16

Reykjalundur - 01.06.1968, Page 16
síðan spurði hann hvort í Reykjavík væri hús, sem rúmað gæti tjaldið, því óhugsandi væri að reisa það úti undir berum himni á íslandi í vetr- arbyrjun. Ekki töldum við vandkvæði á því vera, en þá urðum við skelkaðir því að um það vissum við ekkert. Að síðustu mæltum við okkur mót hjá Sameinaða gufuskipafélaginu í Kaupmannahöfn kl. 13,30 daginn eftir. Náttuðinn okkur í Hels- ingj aborg. 3. dagur. 27. september. Risum árla úr rekkju og lókum okkur far til Helsingj aeyrar. HugÖumst aka í lest til Kaup- mannahafnar. En þegar yfir sundið kom var enga lestarferö að fá fyrr en kl. 13. Það var of seint fyrir okkur, sem urðum að vera stundvísir til að spilla ekki málstaðnum. Tókum því bíl á leigu til Hafnar og greiddum fyrir mikið gjald af fátækt okkar. Við ókum nú rakleitt til skrifstofu Sameinaða og vor- um stundvísir. Ekki bólaði á Rhodin. Fengum að tala við Hansen. undirforstjóra. Húsbóndi hans Olsen aðalforstjóri eyddi fáum stundum í skrifstofunni enda var hann gríðarlega háttsettur maður. Hefð- um viÖ aðeins átt við hann að semja frá upphafi hefði mörg armæÖan frá okkur vikið. Hann reyndist okkur vel síðar. Ekki verður sama sagt um Hansen, hann átti eftir að reyna í okkur þol- rifin í meira lagi. Nú skyldum við gefa honum skýrslu um farang- ur cirkussins. Þyngd alls þess sem var fyrirferðar- lítið, en rúmmál alls sem léttara var. Hvert dýra- búr eða kassi skyldi mældur svo að ekki skeikaði sentimetra. Hansen var ekki frá því að flutningur fengist en vildi engu ákveðnu lofa. Sagði hann þetta vonda fragt, sem látin yrði sitja á hakanum ef annar flutningur byðist. Þá er kveðja skyldi kom Rhodin loksins. Við báðum hann að gefa nákvæma grein um stærð búranna svo sjá mætti hvort þau rúmuöust neðan þilja því á því atriði ylti um flutninginn. Ekki hafði Rhodin neina hug- mynd um þetta en sagðist mundu afla fullnægj- andi upplýsinga og senda þær símleiðis daginn eftir. Ekkert gerði hann málstaÖ okkar til fram- dráttar, frekar magnaði hann smámunasemi Han- sens. Okkur grunaði að hann væri að leita undan- bragða og væri aftur orðinn ófús til fararinnar enda sveik hann okkur um lofaðar upplýsingai þegar til kom. Hansen boöaöi okkur á sinn fund á mánudaginn næstkomandi. Við buðum Rhodin til miðdegisverðar og lint- um ekki látum við að stappa í hann stálinu og gylla íslandsferðina svo að hreint engu var á bætandi og er þá nokkuð sagt, því skreytingar- menn vorum við í betra lagi. Maðurinn var sýni- lega mjög áhrifagjarn og svo fór að hann virtist þá stundina vera orðinn gallharður í áformi sínu um ferðina. Við mæltum okkur mót í Lundi daginn eftir Lil enn frekari samningaumleitana og athugunar á farangrinum. Bauð hann okkur að sitja hátíöar- sýningu sem fram ætti að fara þar í bænum í til- efni af 80 ára afmæli föður síns cirkuskóngsins, að viöurnefni Brasil Jack. 4. dagur. Föstudagur 28/9. GlaÖur og góður dagur rann upp yfir okkur í því góða gistihúsi Kcng Fredrik við Ráðhús- torgið. Attum tal við Hansen, sem gaf okkur góðar vonir um flutninginn en hreint ekkert lof- orð. KvartaÖi yfir því að Rhodin léti ekki í sér heyra. „Drottningin“ var nú komin, einum degi á eftir áætlun og mikiÖ að gera um borð. Þar sem Hansen hafði sagt, að mikið ylti á vilyrði skip- stjórans um flutninginn fannst okkur ráðlegt að vingast við hann. Fórum því um borð í skipið og hittum þar stýrimanninn að máli, en skipstjórinn var þá í landi. Stýrimaður var elskulegur og tók máli okkar vel og lofaði að styðja það. Sagði hann skipstjóra væntanlegan kl. 16 og skyldum við bíða komu hans og í sameiningu sækja málið. Brottfarartími Svíþjóðarferjunnar var raunar kl. 16 en heldur vildum við missa af ferjunni en skipstjóranum. Sem betur fór kom hann fyrr en ætlað var og sigruöum við hann með leiftursókn. Nutum við þar Reykjalundar sem skipstjórinn hafði heimsótt og var meir en lítið hrifinn. Sagði 14 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.