Reykjalundur - 01.06.1968, Blaðsíða 56

Reykjalundur - 01.06.1968, Blaðsíða 56
í öll þessi 19 ár, sem happdrættið hefur starfað“. „Já, en sjáðu til - er það ekki vonin um gróð- ann — vonin um stóra vinninginn, sem heldur fólkinu við þetta?“ Ardagur svaraði: „Við skulum ekki efast um það, að vonin um vinning heldur áhuga margra vakandi. En ég þekki fólk, sem j afnvel ár eftir ár, borgar fyrir sína miða án þess að fá nokkurn vinning. Sumir hugsa ef til vill sem svo: Einhvern tíma kemur að því að ég fæ vinning. En ég held að margir hugsi líka á þessa leið: Fjármunir þeir, sem ég legg í happdrættið, ávaxtast vel. Þeir ganga til þess að reisa við „hinn brákaða reyr“. Þeir skulu vera minn þakklætisvottur fyrir að fá að halda heilsu og geta unnið. Eitt er víst: Happ- drættið hefur blessazt og orðið einn snarasti þátt- urinn í hinni margvíslegu starfsemi S.Í.B.S.“. „Og auðvitað hefur aldrei skort verkefni?“ „Nei, engin þrot voru á þeim. Bygging nvrra vinnuskála í Reykjalundi var aðkallandi, þar sem gömlu herskálarnir hrörnuðu óðum, en aftur á móti varð þörfin fyrir vaxandi framleiðslu meiri og meiri, eftir því sem tímar liðu og vistfólki fjölgaði. En vegna þess, hve máli okkar er þröng- ur stakkur skorinn, er fátt unnt að skrásetja hér af starfsemi sambandsins þessi árin. Fjöldi er- lendra skemmtikrafta var fenginn hingað á veg- um þess og öllu því fé, sem inn kom, var að sjálfsögðu varið til áframhaldandi framkvæmda. En þetta var oft erfitt og hafði i för með sér miklar áhyggjur. Og fyrir kom, að alvarlega skugga bar á, þó að það væri furðu sjaldan. Árið 1954 varð Reykjalundur fyrir stórum áföllum. Tveir brunar verða á árinu. í hyrjun ársins brann þvottahús staðarins, sem nýlega var komið upp, og í sama bruna brann vöruskemma og allmikið af vinnuvélum. Þetta olli auðvitað miklum trufl- unum og tapi, einkum vélabruninn. Seint á sama ári brann svo stór braggi, sem aðallega var not- aður fyrir svína- og hænsnahús. Þar með var landbúnaður staðarins lagður að velli og hefur ekki risið upp síðan. Það má teljast til nokkurra tíðinda, að á sam- bandsþingi þessa sama árs er gerð samþykkt um, 54 að stjórnin beiti sér fyrir að safnað verði skýrsl- um um húsnæðismál berklasj úklinga, og þeim veitt sú aðstoð, sem skrifstofa sambandsins geti í té áltið. Þá var það einnig samþykkt, að S.Í.B. S. gerist aðili að stofnun landssambands öryrkja, teljist það við nánari athugun til þj óðarheilla. Ennfremur að sambandsstj órnin komi fram æski- legum breytingum á lögum um almannatrygging- ar, þegar þau verði endurskoðuð. Á næsta ári — 1955, voru aðalframkvæmdir sambandsins í því fólgnar, að byggð var tengi- álma milli aðalbyggingar Reykj alundar og vinnu- skálanna. Var það tvílyft bygging með 21 íbúð- arherbergi á efri hæð, aðallega fyrir starfsfólk stofnunarinnar. Þá var steyptur grunnur að nýj- um skála, sem rúma skyldi kvikmyndasal, skrif- stofu og vörugeymslu - og margt fleira var haft með höndum, sem hér verður ekki upp talið. Og elfa tímans streymdi áfram með stöðugum breytingum og framförum að settu marki. Breyt- ingar á stjórn sambandsins árið 1956. Maríus Helgason, sem verið hafði forseti þess í 10 ár, varð að láta af störfum, sökum þess, að hann var skipaður umdæmisstj óri pósts og síma á Vest- fjörðum. Við forsetastörfum tók Þórður Bene- diktsson, og hefur hann gegnt þeim óslitið til þessa dags. Auk allrar annarrar starfsemi var á þessum ár- um lögð mikil áherzla á að styrkja og hjálpa fátækum fjölskyldum, sem verið höfðu berkla- veikar, til þess að festa kaup á húsnæði og treysta þannig öryggi þeirra, sem oft áttu fárra kosta völ. Var í þessu skini stofnaður lánasjóður, og lána- starfsemi hófst árið 1951 til nýútskrifaðra berkla- sújklinga sem hjálp til sjálfsbjargar. Til sjóðsins veitti S.Í.B.S. kr. 100.000,00 á því ári. Samtals hefur S.Í.B.S. nú lagt lánasjóðnum til fullar tvær milljónir króna. Mun í hópi lántakenda margur vera þakklátur S.Í.B.S. fyrir ómetanlega aðstoð. Þegar hér er komið sögu, má segja, að fram- kvæmdir í Reykjalundi séu svo vel á veg komn- ar, að fyrir öllum málum öryrkja sé þar vel séð. En verkefnin virðast ekki þrjóta fyrir því. í höf- uðborginni var enn fjöldi fólks með svo skerta REYKJALUNDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.