Reykjalundur - 01.06.1968, Blaðsíða 40
sem hún fékk því við komið. Samband hennar við
heimilið að Árbakka í Glerárhverfi varð ekki slit-
ið. Það var vígt heitri elsku. Ástvinirnir áttu hug
hennar og hjarta, en um leið átti hún víðsýna vel-
vild lil samferðafólksins - yfirleitt.
í langri hælisvist háði María oft harða baráttu
við berklana, en þeir urðu henni ekki að aldurtila.
Annað kom til, sem olli þrautafullri og langri
legu og leiddi til ferðaloka. Þau urðu þann 8. maí
sl. vor.
María var kvödd hinztu kveðju að Möðruvöll-
um í Hörgárdal. Margir fylgdu henni. Sólin skein
í heiði og þerraði táramóðuna af augum okkar,
sem áttum hér vinar að sakna, vitandi það að nú
átti ísland einni færra af ókrýndum hetjum.
Jórunn Ólafsdóttir
frá Sörlastöðum.
ÞÓRÐUR BENEDIKTSSON SJÖTUGUR
Framhald af bls. 16.
ingu Vinnuheimilisins þegar á næsta ári eftir sam-
þykkt þeirra. í öðru lagi, hver einast þingmaður
hafði einu sinni eða oftar fengið að heyra hjá
Þórði nákvæma greinargerð um ástandið í berkla-
málum okkar, um markmið og möguleika S. í. B.
S. Þekking þingmanna á högum berklasjúklinga
hefur æ síðan verið okkur ómetanlegur styrkur.
Og loks: Baráttan fyrir þessu máli og lok þess
tryggðu S. í. B. S. starfskrafta Þórðar um alla
framtíð.
Eftir brottför af hælinu gerðist Þórður erind-
rek S. í. B. S., sambandsstjórnarmaður frá 1946,
þá varaformaður og forseti frá 1956.
Framkvæmdastjóri Vöruhappdrættis okkar var
hann frá upphafi til ársloka 1967, er hann lét af
því starfi sökum versnandi heilsufars. Formaður
stjórnar Múlalundar nú í mörg ár. Þannig mætti
lengi telja hin mikilvægu störf, er S. í. B. S. hefir
falið honum.
Það væri freistandi að greina frá afskiptum
Þórðar af fleiri stórmálum S. í. B. S. Þess er þó
ekki kostur.
Allt blómaskeið S. í. B. S. hefir Þórður verið
okkar forystumaður, okkar eldheiti hugsjóna-
maður og öruggi leiðtogi, sem faðir og velgjörða-
maður fyrirtækja okkar, ætíð jafn reiðubúinn til
þess að Ieysa þarfir þeirra og vandamál.
Nú sjötugur er Þórður einn af þekktustu og
mest virtu þegnum þessa þjóðfélags. Hann hefir
verið sæmdur Fálkaorðunni fyrir störf að félags-
málum, og orð hans eru jafn mikils metin hvort
sem þau eru sögð í sölum Alþingis, í röðum ráð-
herra eða öryrkja. Hann er einn þeirra hamingju-
sömu manna, sem hafa barizt góðri baráttu með
árangri.
Við félagar þínir í Sambandsstjórn vottum þér,
Þórður, á þessum tímamótum virðingu olckar og
þakklæti. Þakklæti fyrir þína farsælu forystu,
þakklæti fyrir hlýhug og vináttu, þakklæti fyrir
þann lærdóm og lífsreynslu, er við höfum öðlazt
á fundarsetum undanfarinna áratuga með þér.
Einnig flytjum við eiginkonu þinni, Önnu, og
börnum ykkar, hamingjuóskir og eiginkonunni
sérstakar þakkir fyrir ótal ánægjustundir og rausn
á ykkar gestrisna úrvals heimili.
Oddur Ólafsson.
ANNÁLL S.Í.B.S. 1961-1968
Framhald af bls. 9.
Sept. 17.: Sambandsstjórnin kýs 3 menn í
stjórn Múlalundar. Fyrir vali urðu: Þórður Bene-
diktsson, Hjörleifur Gunnarsson og Guðmundur
Guðmundsson. Varamenn: Júlíus Baldvinsson,
Árni Einarsson og Oddur Ólafsson.
- o -
13. þing S. í. B. S. var háð í samkomusal
S. f. B. S. hússins í Reykjavík dagana 7.-9. sept.
Mættir voru 84 fulltrúar frá deildum sambands-
ins. Meðal gesta við setningarathöfnina voru for-
seti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, Sigurður
38
REYKJALUNDUR