Reykjalundur - 01.06.1968, Blaðsíða 57

Reykjalundur - 01.06.1968, Blaðsíða 57
starfskrafta, að það var ekki hlutgengt á hinum frjálsa vinnumarkaði. - Þessu fólki þurfti að hjarga, og í því skyni var öryrkjavinnustofunum í Múlalundi komið upp, og bærti það mikið úr brýnustu þörfinni. Á því herrans ári 1960 hafði Vífilsstaðahæli starfað í 50 ár. Var berklaveikin þá á hröðu und- anhaldi, og fór tölu nýrra sjúklinga og einnig dauðsföllum mjög fækkandi. Þótti því tímabært að samþykkja breytingu á lögum sambandsins á þingi því, sem haldið var í júní þetta ár á Víf- ilsstöðum í tilefni af 50 ára afmæli hælisins. Breytingin var fyrst og fremst fólgin í því, að nú gátu allir öryrkjar af völdum brjóstholssjúkdóma fengið full félagsréttindi og vist í stofnunum sambandsins, þótt berklasjúklingar skyldu jafnan ganga fyrir. Var þetta fyrsti vísirinn að því, að S.Í.B.S. hefði tök á að seilast út fyrir raðir berkla- öryrkja með aðstoð sína. Allt fram undir þetta hafði sambandið haft að- setur sitt og skrifstofu hér í bænum í leiguhús- næði. Haustið 1959 var gerður samningur við Búnaðarbanka íslands um kaup á stórhýsi við Bræðraborgarstíg 9 ,og fór afhending þess form- lega fram að afloknum þingslitum 12. júní 1960. Síðan hefur S.Í.B.S. haft þar aðalbækistöðvar sínar og einnig getað miðlað öðrum öryrkjasam- tökum af húsnæði sínu. Og enn færir sambandið út starfssvið sitt. í október þetta sama ár er Oddur Ólafsson boðinn til Vínarborgar, ásamt fulltrúum frá Norðurlönd- um, Þýzkalandi og Sviss, til undirbúnings að stofnun alþjóðlegs bandalags félaga, sem vinna að endurhæfingu öryrkja af völdum brjósthols- sjúkdóma, og var S. í. B. S. skráð sem þátttakandi árið eftir. Þá er stofnsett Öryrkjabandalag íslands með þátttöku S. í. B. S., og Oddur Ólafsson kosinn formaður þess, en Guðmundur Löve ráðinn fram- kvæmdastjóri, og hverfur hann þá frá störfum hjá S. í. B. S. eftir 17 ára starf. Velgerður Helgadóttir lét þá einnig af störfum sem yfirhjúkrunarkona og húsfreyja í Reykjalundi, en þeim störfum hafði hún gegnt frá stofnun heimilisins. Dagbjört Þórð- ardóttir tók við störfum Valgerðar. Skömmu síðar hætti Snjáfríður Jónsdóttir matráðskona störf- um, en hún hafði einnig starfað í Reykjalundi frá byrjun og unnið stofnuninni heilladrjúgt starf. „Já, Árdagur“, segi ég. „Þerta er mikil saga, ef hún væri öll sögð. Nú telst berklaveikin ekki lengur til hinna alvarlegu sjúkdóma hér á landi. Þó skilst mér, að S.Í.B.S. hafi ekki lagt árar í bát eða telji hlutverki sínu lokið. Aldrei hefur starfsemi þess verið öflugri en einmitt nú“. „Það er rétt“, svaraði Árdagur. „Þegar berkla- veikin rénaði, fann S.Í.B.S. gnægð annarra verk- efna. í fyrsta lagi hefur Múlalundur verið full- gerður og er að sjálfsögðu alltaf fullsetinn. Þrjú ný smáhús hafa verið reist í Reykjalundi til við- bótar þeim ellefu, sem fyrir voru. Ennfremur er langt komið smíði þriggja sams konar húsa þar á staðnum á vegum Geðverndarfélags íslands. - Jakob Jónasson, læknir, sérfræðingur í taugasjúk- dómum, hefur í nokkur ár starfað í Reykjalundi, og hefur hann til meðferðar taugasjúklinga þá, sem þar dvelja. í kjallara aðalbyggingarinnar er starfandi fullkomin endurhæfingarstöð, og er Haukur Þórðarson þar yfirlæknir. Bókasöfn hæl- anna og Reykjalundar hafa fengið árlegan fjár- styrk nú síðari árin og þannig mætti lengi telja hin fjölmörgu menningar- og þjóðnytjastörf sam- bandsins. Við minnumst allra hinna mörgu velunnara S.í. B.S., þótt þeir verði ekki með nöfnum taldir. Þó mun ég nefna hér mann, sem einna hæst ber í þessum fórnfúsa flokki. Það er Gísli Jónsson, fyrrverandi alþingismaður. Hann hefur gefið sam- bandinu land sitt við Hrafnagjá í Þingvallasveit, ásamt hinu fagra húsi, sem á því stendur, og allt sem því fylgir. Auk þess hefur hann gefið sam- bandinu allan hagnað af útgáfu þeirra tveggja bóka, sem hann hefur ritað. Allar þessar ríku- legu gjafir eru gefnar í minningu um látna konu hans, frú Hlín Þorsteinsdóttur. Þökk sé mætum manni fyrir frábæra höfðingslund“. Árdagur þagði um stund, en mælti svo — og þó hljóðlega: „Já, ég vildi geta nefnt þá alla með nafni, hvern fyrir sig. í þessari frásögn hefur verið REYKJALUNDUR 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.