Reykjalundur - 01.06.1968, Side 27

Reykjalundur - 01.06.1968, Side 27
Ólajur Jóhannesson í skrifstofu sinni Nýr framkvœmdastjóri % Vöruhappdrætti S. í. B. S. var stofnað árið 1949 og hefur því starfað nærfellt í 19 ár. Þórður Benediktsson liefur verið framkvæmdastjóri þess frá byrjun fram til síðustu áramóta, og mun það ekki ofmælt, að hann hafði unnið við það í tvo áratugi, að með töldum undirbúningi. Vissulega hefur Þórður unnið þar þrekvirki, einkum við stofnun þess og skipulagningu. Á S. í. B. S. hon- um mikið að þakka, þó að fleiri góðir menn hafi þar lagt hönd á plóginn. Af honum tók við störfum Olafur Jóhannesson, skrifstofustjóri hjá S. í. B. S. í tilefni þessara umskipta spurði ég Ólaf ör- fárra spurninga: „Hvenær tókst þú við starfi framkvæmdastjóra Happdrættisins, Ólafur?“ „Ég tók við því í byrjun árs 1968. Ég hafði allmikið unnið við Happdrættið síðan 1955 og ætíð fylgzt með gangi þess af miklum áhuga. Ég tel mig því vel kunnugan rekstri þess, og er mér það að sjálfsögðu mikill styrkur, er ég tek nú að mér forstöðu þess“. „Hefur ekki Happdrættið verið ykkar stærsti fjárhagslegi styrkur í starfi?“ „Jú, það hefur það verið. Án þess hefðum við aldrei kcmið öllu því í framkvæmd, sem unnizt hefur. Þess má geta til fróðleiks, að frá stofnun þess árið 1949 til ársloka 1967 hefur hreinn hagn- aður af því numið um 65 millj. króna, og hefur öllu því fé verið varið til verklegra framkvæmda og hjálpar öryrkjum“. „Hefur happdrættið ekki yfirleitt notið al- mennra vinsælda alla tíð?“ „Jú, frá upphafi um allt land. Það hefur ætíð átt sína tryggu viðskiptavini, og ýmsir skipta við það enn frá byrjun“. „Hvernig eru svo horfurnar?“ „Ég tel þær góðar. Að vísu kostar þetta alltaf allmiklar auglýsingar og útbreiðslustarfsemi, en seldum miðum fer líka alltaf heldur fjölgandi, og yfirleitt er ég b/artsýnn á framtiðina“. Ég óska hinum nýja framkvæmdastjóra til hamingju í starfi sínu - og ég óska þess einnig, að hagur Happdrættisins megi halda áfram að blómgast og verða sú máttarstoð öryrkja í fram- tíðinni, sem það hefur verið frá byrjun. G. M. Þ. REYKJALUNDUR 25

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.