Reykjalundur - 01.06.1968, Side 20

Reykjalundur - 01.06.1968, Side 20
Brostnir hlekkir Jónas Þorbergsson Fœddur 22. febrúar 1885 - Dáinn 6. júní 1968 Aldrei framar mun Jónas Þorbergsson sitja í forsetastóli á þingum Sambands ísl. berklasjúkl- inga cg eigi mun þingheimi oftar gefast kostur á að hlýða þingslitaræðum af hans munni, sitja sem bergnuminn af hrifningu af andagift þeirri og málsnilld, sem einkenndi þær allar. Þessar ræð- ur voru magnþrungin hvöt til dáða og skírskot- uðu til alls hins bezta, sem í mönnum býr. Áhrif þeirra greiptu sig í huga áheyrenda og entust þeim til sáluhjálpar allar til langframa. Þessar ræður hafa allar verið birtar í tímariti sambandsins og sett á það svip menningar og göfgi, enda með því bezta, sem runnið hefir af snilldarpenna Jónasar. Hann kvaddi okkur þegar sumarnóttin var albjört, sólfar mikið og ferða- veður ákjósanlegt. Þá var S.Í.B.S. aðeins 30 ára, en hann 83. Við andlát Jónasar urðu margir lil að kveðja hann með minningargreinum í dagblöðunum, svo sem vænta mátti, þegar kvaddur er svo þekktur og umsvifamikill maður í íslenzku þjóðlífi, fjöl- gáfaður hugsjónamaður, brautryðjandi í menn- ingarmálum, snillingur hins mælta og ritaða máls, vígfimur og á stundum óvæginn haráttumaður fyrir málefnum, sem honum voru hugfólgin og hann trúði að leiða myndu til þjóðþrifa, en sátt- fús, ljúfur og óþrasgjarn að öllu því, er að einka- málum sneri. Góður drengur og vitur, sem j afnan vildi láta áttavita skynsemi og góðvildar marka stefnu sína. Eigi mun hér verða rakinn margþættur ævi- ferill Jónasar, svo vel sem það hefir verið gert annars staðar, aðeins getið þess þáttar, sem laut að starfi hans í þágu S.Í.B.S. og berklavarna á íslandi. 18 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.