Reykjalundur - 01.06.1968, Blaðsíða 65

Reykjalundur - 01.06.1968, Blaðsíða 65
að hækka. Á árunum 1925-30 er dánartalan hæst, eftir því sem skýrslur sýna. Eftir það tek- ur hún smám saman að lækka og árið 1947, þeg- ar fyrsta virka berklalyfið kemur til sögunnar, streptomycenið, voru dauðsföllin orðin fjórum sinnum færri en þau höfðu flest verið“. „Hverju telur þú það mest að þakka, að dán- artalan hafði farið svona lækkandi áður en lyf fundust, sem að gagni komu?“ „Þar kemur að sjálfsögðu margt til. Árið 1935 er skipaður berldayfirlæknir í landinu og bein- línis hafin leit að sýktu fólki. Þetta hefur vafa- laust ráðið mjög miklu um þá breytingu til batn- aðar, sem nefnd hefur verið. Þá má nefna batn- andi afkomu almennings, fullkcmnari röntgen- skrðanir, síauknar loftbrjóstsaðgerðir og fjölg- andi skurðaðgerðum með batnandi árangri. Þá var á þessum árum mjög aukið sjúkrahúsrými berklasjúklinga, fyrst með Kristneshæli 1927 og síðar Kópavogshæli og Reykjahæli. Árið 1945 opnar svo S.Í.B.S. Reykjalund. Það var stórfelld framför í berklamálum okkar. Fram að því höfð- um við átt í sífelldum erfiðleikum vegna skorts á sjúkrarými og þess vegna iðulega orðið að út- skrifa sjúklinga, án þess að þeir raunverulega væru færir um það. Þá tók Reykjalundur við og bætti úr brýnni þörf. 1952 kemur svo berklalyfið isoniacid til notkunar og eftir það fara veikinda- rg dánartölur hraðlækkandi. En þó að berkla- veikin sé nú ekki framar sá vágestur, sem hún - Nei, hann er búinn að fá höfuðvcrk og getur ekki komið! var, og þó að ný tilfelli séu oftast viðráðanleg til lækninga, þá vil ég taka það skýrt fram, að vak- andi auga þarf að hafa á þessum sjúkdómi enn um langa framtíð. Það má minnast þess, að ungu fólki verður það ætíð mikið áfall að verða ó- vinnufært svo að mánuðum eða jafnvel misser- um skiptir, þótt batahorfur séu góðar“. „Hve lengi varst þú yfirlæknir á Vífilsstöð- um?“ „Við yfirlæknisembættinu tók ég 1. janúar 1939, svo að það urðu 29 ár, sem ég gegndi því“. „Já, þú hefur starfað í Vífilsstaðahæli í 45 ár. Mér virðist, að það þurfi óbrotgjarna skapgerð og mikið sálarþrek til þess að stunda slíkt starf, einkum eins og það var mörg fyrstu árin. Hvern- ig má sá styrkur veitast einum manni, jafnvel þótt hann sé læknir?“ „Þessu er nú ef til vill vandsvarað. Ástandið var oft alvarlegt, veikindin þungbær meðal sjúkl- inga cg dauðsföll tíð. En ætíð fengu þó margir bata. Þegar nokkur jákvæður árangur sést af starfinu, sættir maður sig við, þótt margt gengi verr en vonað hafði verið. Svo er annað. Ég vona að það verði ekki talið raup, þótt ég segi, að við læknarnir reyndum alltaf að vinna verk okkar eftir beztu sannfæringu. Það veitir líka styrk í erfiðleikum. Ég var svo hamingjusamur að hafa ætíð við hlið mér lækna og hjúkrunarlið, sem bæði voru mikilhæfir starfskraftar og sam- vinnan við það ávallt með afbrigðum góð. Hið sama get ég sagt um annað starfsfólk hælisins. Ennfremur var mér það mikil stoð, að samvinna mín við sjúklinga reyndist venjulega hin bezta og ákjósanlegasta. Oft reyndi þó mikið á þolin- mæði þeirra, þegar mest var að þeim þrengt - þegar þriðjungi fleiri sjúklingar voru í hælinu en til var ætlazt. En svo var það langtímum sam- an af þeirri bráðu nauðsyn að taka ætíð strax á móti smitandi sjúklingum, sem þurftu skjótrar hælisvistar“. „Mér hefur skilizt, og hef raunar reynslu af því sjálfur, að þú hafir ekki aðeins verið læknir sjúklinganna, heldur hafir þú einnig verið eins konar „sálusorgari“ þeirra“. REYKJALUNDUR 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.