Reykjalundur - 01.06.1968, Blaðsíða 28
HELGA FRÁ HÓLABAKI:
Því gleymi ég aldrei
Lerigi býr að fyrstu gerð
Maltækið segir: Hvað ungur nemur, gamall
temur. Ég vildi, að ég gæti tileinkað mér það í
því tilviki, sem á eftir fer. En þar vantar mikið á.
I sambandi við það liafa samt atburðir gerzt, sem
verða mér síðgleymdir.
Ég hef unnað íslenzkri tungu frá því að ég
fór að geta stautað. Og lært hef ég svo mikið, að
ég veit, að íslenzk tunga verður aldrei fulllærð.
Og bækur voru mér valdar í æsku, sem hlúðu að
þessu. Seinna gekk ég í gamla Kennaraskólann
cg naut þar leiðsagnar tveggja af þeim mönnum,
er mestu ástfóstri hafa tekið við íslenzka tungu.
Það voru þeir sr. Magnús Helgason, skólastjóri
og Freysteinn Gunnarsson, er þá kenndi íslenzku
í skólanum og síðar varð skólastjóri. Á ég þeim
gott upp að inna, því að um leið og þeir kenndu,
innrætlu þeir nemendum sínum ást á íslenzkri
tungu og þjóðerni. En kunni ég að nota nokk-
urn veginn óbjagað íslenzkt mál, á ég það þó
fyrst og fremst að þakka gömlum alþýðumanni,
sem aldrei gekk í skóla, - ekki einu sinni barna-
skóla. Sá maður var faðir minn, Jónas Björnsson,
áður bóndi á Hólabaki í Austur-Húnavatnssýslu.
Faðir minn var bókelskur mjög og bókvandur
og gerði sér einnig far um að nota hreint mál
og óbjagað. Ævinlega leit hann eftir hvaða bæk-
ur við lásum í æsku, systurnar. Hugnaðist hon-
Helga Jónasardóltir
um lítt að sjá okkur með lélegar skáldsögur eða
bækur á lélegu máli. Eins þær bækur, sem voru
það ofvaxnar okkar skilningi, að við áttum á
hættu að misskilja þær. Hélt hann slíku lestrar-
efni frá okkur eftir föngum, en við reyndum auð-
vitað að gleypa allt, ætt og óætt.
Eitt sinn var ég sezt út á dyraþrep með bók
Annie Besant, Lífsstigann. Var ég þá átta ára.
Faðir minn kcm þar að og athugaði, hvað ég
væri að lesa. Að því lcknu tók hann bókina af
mér með þessum orðum: „Ég skal sannarlega
ekki meina þér svona lagaðar bækur, þegar þú
hefur fengið vit og þroska til að skilja þær. En
hugsun þín hefir elcki öðlazt þann þroska ennþá,
svo að þú skalt láta vera í bili. Annars kynnir
þú að gera þér rangar hugmyndir um efni henn-
ar“. Ég hlýddi, en nú er þetta ein af mínum eftir-
lætisbókum - og hygg ég að faðir minn hefði
ekkert á móti því.
Heyrði faðir minn farið með málleysur og
slettur, tók hann jafnhart á því, sérstaklega, ef
við systurnar hlýddum á. Ekki þó með boði né
banni, heldur ræddi hann um það við okkur á
eftir og fór þá háðuglegum orðum um þá, sem
ekki kynnu eða þættust of góðir til að nota sitt
eigið móðurmál. Hafði þetta langtum meiri á-
hrif en allt bann. Ég tala nú ekki um, ef hann
26
REYKJALUNDUR