Reykjalundur - 01.06.1968, Blaðsíða 54

Reykjalundur - 01.06.1968, Blaðsíða 54
annar löglegur frádrártur áður en lagÖir eru á skattar til ríkis og bæjar eða sveitar“. Þetta varð sambandinu til mikilla hagsbóta, því að sjálfsögðu urðu margir örlátari á fé, þegar svona var um hnútana búið“. „En hvernig gekk svo með aðalmálefnið, stofn- un vinnuheimilisins?“ „Þegar að því kom að hugsa fyrir framkvæmd- um í því, kom margt til athugunar. Hvar átti heimilið að standa? Hvernig átti fyrirkomulag þess að vera? Hvaða starfsemi væri þar heppi- legust? Og þó var eitt enn, sem í raun og veru hlaut að verða alvarlegast: Hvernig átti að tryggja slíkri stofnun fjárhagslega afkomu? Eng- in hliðstæð stofnun hafði verið hér til áður, og það var því ekki við neitt að styðjast. Oddur Ólafsson, núverandi yfirlæknir í Reykja- lundi, var formaður fyrstu vinnuheimilisnefndar- innar, sem starfaði að undirbúningi málsins. Hann tók til sinna ráða og brá sér til Vestur- heims til þess að kynna sér betur berklalækn- ingar. En aðalerindi hans mun þó hafa verið að athuga ýmislegt, sem að gagni mætti koma við stofnun vinnuheimilis öryrkja, og varð þessi ferð heillaríkt spor. Það var þó ekki fyrr en snemma árs 1944, sem gerð var gangskör að því að velja vinnu- heimilinu stað. Varð niðurstaðan sú, eftir ýtar- legar athuganir, að keypt var landspilda á Reykj- um í Mosfellssveit, þar sem vinnuheimilið Reykj a- lundur stendur nú“. „Hvernig var svo með framkvæmdirnar? Gátu þær hafizt bráðlega?“ „Miðstjórnin kaus þriggja manna byggingar- nefnd úr sínum hópi, þá Odd Ólafsson lækni, Árna Einarsson og Sæmund Einarsson, og skyldu þeir sjá um framkvæmdir. Hinn 3. júní 1944 kom miðstjórn S.Í.B.S., á- samt nokkrum öðrum félagsmönnum á staðinn og höfðu skóflur með sér. Þessir menn grófu þá um daginn fyrsta húsgrunninn í Reykjalundi, og þar með var verkið hafið og drengilegt fordæmi sýnt“. „Það væri gaman og raunar fróðlegt að rifja upp, hverjir það voru þarna í miðstjórn S.Í.B.S., sem tóku ekki aðeins fyrstu skóflustunguna fyrir hornsteini, heldur grófu fyrir heilu húsi“. „Já, ég ætti nú að geta sagt þér það. Það munu hafa verið: Andrés Straumland, Árni Ein- arsson, Eiríkur Albertsson, Maríus Helgason, Oddur Ólafsson, Ólafur Björnsson og Sæmundur Einarsson. - Já, þeir þorðu að taka á skóflu, þeii karlar. Svo voru auðvitað ráðnir verkamenn - og verkið gekk áfram. Það var unnið - ekki lögð stund á að svíkjast um. Snemma í október voru öll smáhúsin, tíu að tölu, sem ákveðið hafði verið að byggja, komin undir þak. Áhuginn, sem ríkti í öllu starfinu, var ekki aðeins nauðsynlegur til þess að ljúka ákveðnu verki, heldur gerði hann allt erfiðið skemmtilegt og minnisstætt“. „Og svo hefur sú stund nálgazt, að vinnuheim- ilið tæki til starfa?" „Hinn 1. febrúar 1945 var heimilið opnað með hátíðlegri vígsluathöfn, og fyrstu vistmenn- irnir fluttu þangað. Þá var Maríus Helgason vara- forseti og flutti aðalræðuna. Andrés Straumland, forseti sambandsins, var þá orðinn veikur og kom ekki aftur til starfa, lézt á miðju sumri þetta ár. Hálfdan Helgason, prófastur á Mosfelli, vígði svo staðinn, en hann átti upptökin að þvi, að vinnuheimilinu var valið nafnið Reykjalund- ur. Þessi stund, undir hinni lágu sól febrúardags- ins 1945 - vígsluathöfn Reykj alundar — hygg ég, að varpi einna skærustum ljóma á baráttuminn- ingar í hugum forustumanna S.Í.B.S. Ef til vill var þetta stærsta stund í lífi þeirra. Hugsjónir þeirra voru að færast í veruleika. Fyrsti áfangi brautarinnar var ruddur. Vinna var þegar hafin, eins og til hafði verið stofnað, og voru vistmenn um það bil 20, fyrstu þrjá mánuðina. Það er auðskilið mál, að þótt farið væri að búa í húsunum, var ekki allt full- komið. Árni Einarsson segir einhvers staðar um þetta: Aðbúnaður var að ýmsu leyti ekki eins góður og við hefðum óskað. En vistmenn þeir, sem komu til dvalar, voru sjálfir meðlimir þess félagsskapar, sem var að byggja upp þennan 52 REYKJALUNDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.