Reykjalundur - 01.06.1968, Blaðsíða 23

Reykjalundur - 01.06.1968, Blaðsíða 23
„í sálu blómin barstu, barn í hjarta varstu - - æ veik, en hvorki heil né hálf“. Þessar ljóðlínunr eftir hið kunna skáld, Guðm. Guðmundsson koma gjarnan í huga, þegar minnst er Maríu Kristjánsdóttur. I anda þeirra er henni þessi kveðja helguð. Það var á köldum vetri 1957. Eg var nýkomin á Kristneshæli sem sjúklingur, framandi, hlédræg cg hálfvegis kvíðandi fyrir komandi degi. Síðla kvölds var ég á ferli á efri gangi hælisins cg fékk mig ekki til að fara inn á stcfu mína og taka á mig náðir, því að ég var mér þess meðvitandi, að værð svefnsins myndi ekki veitast, þó að rekkj- unnar væri leitað. Afdalabarn í fjölbýlisstofu í Kveðja María Rannveig Kristjánsdóttir María R. Kristjánsdóttir stórri stofnun fann sig ekki heima og eitthvað sárt og angursamt sótti að mér á tilgangslausu rölti mínu um hinn langa gang, sem nú var auður að kalla. Allt í einu opnuðust dyrnar á stofu nr. 8 og fram á ganginn kom grannvaxin eldri kona, kvik í spori, með sérkennilegan léttleika í yfirbragði. Eg hafði mætt henni áður nokkrum sinnum, en við ekki skipzt á orðum, fram yfir það að bióða hvor annarri góðan daginn. En nú kom hún til mín og varpaði á mig vinsamlegri kveðju. Henni virtist það þegar ljóst, að mér leið ekki vel. Hún spurði mig hvort hún gæti gjört eitthvað fyrir mig. Ég kvað það ekki vera, en mér væri ljúft að eiga við hana orðastað. Síðan ræddum við saman stundarkorn og ég undraðist hversu vel hún skildi mig og lét það í ljós við hana. Þá mælti hún slillilega, og um leið sá ég bregða fyrir djúpum alvörurúnum í annars hýrum svip hennar: „Við , sem hér erum, höfum nú öll átt hér okkar fyrsta dag og ættum því að skilja hvern, sem gengur í gegn um þá reynslu". Að svo mæltu bauð hún góða nótt og hraðaði sér inn á stofu sína. En ég hvarf til hvílu minnar, og mér fannst ég ekki eins ein og framandi og áður. Þetta voru fyrstu skipti okkar Maríu Kristjánsdóttur, en með árunum urðu þau mörg og fjölþætt og skópu á milli okkar hlýja vináttu. Við byggðum síðar eina og sömu sjúkrastofu, ræddum saman langar stund- ir, gengum sömu braut, hversdagslega og á hátíð- arstundum, unnum saman, m. a. að félagsmálum eins og í stjórn Sjálfsvarnar o. fl. En á þeim vett- Framhald á bls. 37 REYKJALUNDUR 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.