Reykjalundur - 01.06.1968, Blaðsíða 23
„í sálu blómin barstu,
barn í hjarta varstu -
- æ veik, en hvorki
heil né hálf“.
Þessar ljóðlínunr eftir hið kunna skáld, Guðm.
Guðmundsson koma gjarnan í huga, þegar minnst
er Maríu Kristjánsdóttur. I anda þeirra er henni
þessi kveðja helguð.
Það var á köldum vetri 1957. Eg var nýkomin á
Kristneshæli sem sjúklingur, framandi, hlédræg
cg hálfvegis kvíðandi fyrir komandi degi. Síðla
kvölds var ég á ferli á efri gangi hælisins cg fékk
mig ekki til að fara inn á stcfu mína og taka á
mig náðir, því að ég var mér þess meðvitandi, að
værð svefnsins myndi ekki veitast, þó að rekkj-
unnar væri leitað. Afdalabarn í fjölbýlisstofu í
Kveðja
María Rannveig Kristjánsdóttir
María R. Kristjánsdóttir
stórri stofnun fann sig ekki heima og eitthvað
sárt og angursamt sótti að mér á tilgangslausu
rölti mínu um hinn langa gang, sem nú var auður
að kalla.
Allt í einu opnuðust dyrnar á stofu nr. 8 og
fram á ganginn kom grannvaxin eldri kona, kvik
í spori, með sérkennilegan léttleika í yfirbragði.
Eg hafði mætt henni áður nokkrum sinnum, en
við ekki skipzt á orðum, fram yfir það að bióða
hvor annarri góðan daginn. En nú kom hún til
mín og varpaði á mig vinsamlegri kveðju. Henni
virtist það þegar ljóst, að mér leið ekki vel. Hún
spurði mig hvort hún gæti gjört eitthvað fyrir
mig. Ég kvað það ekki vera, en mér væri ljúft að
eiga við hana orðastað. Síðan ræddum við saman
stundarkorn og ég undraðist hversu vel hún skildi
mig og lét það í ljós við hana.
Þá mælti hún slillilega, og um leið sá ég bregða
fyrir djúpum alvörurúnum í annars hýrum svip
hennar: „Við , sem hér erum, höfum nú öll átt
hér okkar fyrsta dag og ættum því að skilja hvern,
sem gengur í gegn um þá reynslu".
Að svo mæltu bauð hún góða nótt og hraðaði
sér inn á stofu sína.
En ég hvarf til hvílu minnar, og mér fannst
ég ekki eins ein og framandi og áður. Þetta voru
fyrstu skipti okkar Maríu Kristjánsdóttur, en með
árunum urðu þau mörg og fjölþætt og skópu á
milli okkar hlýja vináttu. Við byggðum síðar eina
og sömu sjúkrastofu, ræddum saman langar stund-
ir, gengum sömu braut, hversdagslega og á hátíð-
arstundum, unnum saman, m. a. að félagsmálum
eins og í stjórn Sjálfsvarnar o. fl. En á þeim vett-
Framhald á bls. 37
REYKJALUNDUR
21