Reykjalundur - 01.06.1968, Blaðsíða 4

Reykjalundur - 01.06.1968, Blaðsíða 4
GUÐMUNDUR M. ÞORLÁKSSON: Brautin rudd S.I.B.S. þrjátíu ára Hvað munu þeir menn hafa hugsað, er fyrstir litu jökla íslands rísa úr hafi? Loksins land - ekkert annað en jöklar, eftir langa og torsótta siglingu um veglaus höf. Þeir voru í leit að landi - friðarreit, þar sem þeim mætti auðnast að lifa ókomna ævidaga við sjálfsforræði, svo sem þeir höfðu áður gert og vinna aftur það dýrasta, sem af þeim hafði verið tekið - frelsið. Og þeir stigu á land - þetla norðlæga eyland, sem umvafið var víðáttu úthafsins á alla vegu - þetta mikilúðlega land, sem ekkert mannlegt auga hafði litið, engin mannleg vera troðið fót- um. En þetta land var ekki jökli hulið, svo sem þeim virtist þó í fyrstu. Gróðursæl láglendi, iðja- grænir dalir og grasið lá í legum. Skógivaxnar hlíðar, þar sem engin tönn hafði skert brum- knappa trjánna, og engin öxi hafði fellt stofna þeirra til fcldar. Og hér var kyrrð. Ekkert hljóð harst að eyrum þeirra annað en söngur fugl- anna, ómur fossanna í fjarlægð og mjúkur þyt- ur blævarins í grasinu. Ekkert mannvirki, enginn vegur - ekki svo mikið sem götuslóði eftir dýr. Á hverju hausti eftir að óáran ísaldar lauk hafði grasið á grundinni og lauf trjánna fallið til jarðar, og frjómoldin þykknaði æ því meir. Aldirnar liðu ein eftir aðra og breiddu græðandi voð yfir hið nakta berg, og að sama skapi óx gróðurinn. En stórmenni þau af konungakyni, sem fyrstir gistu þteta land og slógu eign sinni á það, höfðu af illri nauðsyn orðið að yfirgefa auð sinn og óðul í föðurlandi sínu - þann auð, sem veitti þeim lífsbjörg og öryggi. Eigi var því annað til ráða, en færa sér í nyt allsnægtir hins nýja lands, svo sem kostur var. En auðlindir þess gengu til þurrðar, og landið fékk ekkert í staðinn. Er skógana þraut, byggðu menn bæi sína úr torfi. Og þegar landið var orðið snautt, varð fólkið einnig fátækt. Áður en langir tímar liðu bjó þjóðin í lágkúrulegum mold- arhreysum og þjáðist af skorti. Svartidauði, stórabóla, ásamt hafísum, eldgosum og hungri hrjáði hinn auma landslýð. Fólkið stóð ráðþrota - kunni engin ráð önnur en helzt þau að heita á dýrlinga og heilaga Guðs móður, en það stoðaði oftast harla lítið, og virðist svo, sem þau liafi meira virt sáluhjálp skjólstæðinga sinna en lík- amleg mein þeirra. En öll él birtir þó upp um síðir að nokkru, lengur eða skemur, og hinum stóru sóttum og plágum tók að linna. Með rannsóknum á beinum landnámsmanna, 2 REYKJALUNDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.